05 maí 2009

Styttist

Núna eru rúmar 2 vikur í skil og ég sé ekki fram á annað en að ég geti skilað á tilsettum tíma, annað væri aulagangur sem ég myndi ekki fyrirgefa sjálfri mér.
Annars er þessi skrif búin að vera eins og rússíbani, það koma tíma bil sem að ekkert lítur út fyrir að ganga upp og allt sé á niðurleið en svo gerist eitthvað og þá verð ég miklu jákvæðari. Ég býst við að eiga eftir að fara í gegnum alla vegana eitt svona skeið í viðbót... þarna á síðustu dögunum.

En ég er búin að kaupa mér miða út, til að verja ritgerðina í Gautaborg. Vá hvað ég hlakka til að koma aftur úr, bjóst ekki við að sakna Gbg svona mikið. En það er kannski ekki skrítið þegar það koma haglél hérna nánast dag eftir dag á meðan það eru 20 gráður í Gbg og sól.

Stundum veit ég ekki alveg afhverju ég held áfram að skrifa hérna. En ég held að þetta sé mest fyrir sjálfa mig, býst ekki við að það séu margir sem eru ennþá að lesa þetta enda farið að lengjast verjulega milli skrifa.

Alla vegana nóg í bili.