20 maí 2009

Skiladagur

Núna er kominn skiladagur, ég á að skila fyrir miðnætti í kvöld að sænskum tíma sem er kl 22 að íslenskum tíma. Ég býst nú við að vera ekkert að ég vilji pína mig svona mikið þannig að ég plana að skila fyrir kl 16 í dag.

Annars tókst að mér að vera næstum því búin að gefast upp aftur en svo kom niðurstaða í málið svo ég hélt ótrauð áfram. Sem betur fer tók þessi dýfa ekki nema nokkra klukkutíma. En málið var það að einn af tveim kennurum sem sjá um þennan ritgerðarkúrs ætlaði að fara að láta mig koma auka ferð út til að gagnrýna ritgerð, en það er hluti af kúrsinum að gagnrýna ritgerð. Mín var ekki parhrifin og það urðu nokkrar e-mail sendingar milli landa og í hverju e-maili varð ég bara reiðari. Sú sem ég var í sambandi við virtist vera alveg sama þótt ég þyrfti að fljúga aukalega milli landa. Ég var farin að spá í að hætta við ferðina og verja ritgerðina í haust í staðinn og gera þá bæði á sama tíma. En svo virtist hinn kennarin taka upp handskann fyrir mig og niðurstaðan varð sú að ég mun gagnrýna skriflega aðra ritgerðina sem er á sama tíma og ég. Eins og ég sé þetta þá vann ég með frekju og er stolt af því.

Þó að ég finn ekki beint fyrir stressi þá er nokkuð ljóst að ég er stressuð. Mig deymdi í nótt að ég væri að falla á tíma út af klaufagangi. Draumurinn átti að gerast í gærkvöldi og ég var ekki heima en var að fara að gera eitthvað og er svo litið á klukkuna og þá er hún 21:45. Og í mínu stressi þá hringi ég heim og ætla að biðja mömmu eða pabba að senda ritgerðina inn fyrir mig og en þetta gengur allt eitthvað brösulega og svo er klukkan orðin 21:58 og mín orðin frekar tæp á geði. En svo fatta ég allt í einu að ég á að skila á morgun. En mig minnir að hafa eitthvað rumskað þarna og getað róað mig niður. Vá hvað þetta hefur mikil áhrif á mann.

Jæja ég verð víst að gera eitthvað svo ég nái að klára fyrir kvöldið :) Það er víst grill hjá vinnunni eftir vinnu. Planið að verða búin fyrir það :)

Over and out