30 ágúst 2007

Á maður kannski að skrifa eitthvað...

Ég er sem sagt búin að vera hér í Gautaborg í ca eina og hálfa viku. Búin að hafa ýmislegt að gera til að dunda mér.
Ég fór í heimsókn til Marie í Karlskrona á föstudaginn og kom aftur á mánudaginn. Þetta var mest afslöppun, lékum túrista; fórum í "lestarferð" um bæinn, fórum út að borða, spiluðum minigolf... ofl.

Ég er búin að búa til myndir úr efnum, samtals 4 myndir. Og er íbúðin orðin aðeins hlýlegri.
Ég setti inn myndir á myndasíðuna frá sumrinu(sumar 2007) og frá ferðalaginu til Marie(ágúst 07) og þar eru einnig myndir af myndunum mínum.

Fór á einn fund í sambandi við einn kúrsinn sem ég er að fara í. Eftir fundinn átti að vera svona smá "spjall" meðal nemenda til að þjappa hópinn saman. En það var boðið upp á smá nammi og cider... varla nóg fyrir alla. Sumir voru líka að skrá sig, ég var búin að gera það, en sú sem vara að taka við skráningunum stóð alveg ofan í borðinu þar sem nammið var. Þannig að fólk úr bekknum stóð þarna eins og illa gerðir hlutir, sumir búinir að skrá sig aðrir ekki. Þannig að ég lét mig bara hverfa.

Svo er ég að fara til Lundar á morgun, fer með lestinni kl 6:55 og kem til baka kl 18:15. Þetta verður svolítið spennandi.
Marie kemur svo til Gbg um helgina og mun gista hjá mér, hún er að fara í 30 afmæli hér í borg.
Annars er planið að vera með partý á laugardaginn... allir velkomnir ;)

21 ágúst 2007

Komin út til Gautaborgar...

Ég er komin aftur út eftir gott sumar heima á klakanum.
Um verslunarmannahelgina fór ég upp í sumó, svona eins og venjulega, en með smá stoppin á Akureyri í Elvis/Hawaii-útskriftarpartýi. Ég fór svo á seglbretti á vatninu við bústaðinn. Notaði græur sem eru orðnar 15 ára gamlar en það kom ekki að sök. Fyrsta daginn gekk þetta hálf brösulega enda ekki allt eins og það átti að vera, svo daginn eftir komst ég á skrið og einnig þriðja og síðasta daginn... en vá harðsperrurnar sem ég fékk... úfff...

Ég kom til Gautaborgar á sunnudaginn, flugið var bara 2 tímar og 35 mín... ekki slæmt. Eftir að hafa þvegið það helsta, þeas handklæði og sængurver, kíkti ég aðeins út. Það voru tónleikar hérna rétt hjá, ókeypis svo mín rölti þar inn á svæðið og fór að skoða fólk. Það er frekar mikill munur á svíum og íslendingum, sérstaklega þegar ég hugsaði um hvernig fólk var klætt á laugardalsvellinum á föstudaginn.

Vinur minn hafði svo samband og ég kíkti með honum og kærustu hans í Liseberg, en þar var frítt inn... ekki slæmt, þó að ég hafi ætlað að kaupa mér árskort.. :þ geri það bara næst.

Í gær fór ég í verslunarleiðangur og tókst að eyða frekar mikið af peningum.

Ég ætla svo að kíkja til Marie um helgina... en það tekur 4 og hálfan tíma að komast til hennar... :( Svo er Lottie líklega að fara að flyta til Stokkhólms. Líst ekkert á þetta...