16 desember 2006

Mikilvægi sænskrar málfræði...

Ég og Marie vorum að læra á mánudaginn uppi í skóla fyrir prófið sem var sl þriðjudag. Og við erum eitthvað að tala um námsefnið, þar á meðal heyrnartæki. Ég á alltaf í vandræðum þegar ég á að setja "en/ett" fyrir framan orðið "hörapparat" ég segi þetta alltaf vitlaust... maður á að segja en hörapparat en ég segi svo oft já eða oftast ett hörapparat... sem er örugglega vegna þess að á íslensku er þetta hvorukyn. En alla vegana við fórum eitthvað að ræða þetta og svo segi ég: "ég myndi aldrei segja hörapparatet, ég veit að maður á að segja hörapparaten" Og þá segir Marie allt í einu "en bil - bilen, et bord - bordet... ætli það sé einhver regla til um að ef maður segir en fyrir framan að þá endi orðið á -en líka þegar það er með áherslu???" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. Ég man alveg eftir að hafa lært þetta í dönsku að þetta væri regla, og mér finnst þetta mjög sjálfsögð regla. En... svíinn sjálfur hafði ekki hugmynd um þessa reglu og þetta er örugglega eina eða eina af fáum málfræðireglunum sem hafa engar undantekningar. Hún hafði bara lært í skólanum að það væri engin regla yfir að orð væri annað hvort samkyn eða hvorukyn.
Svo varð hún auðvitað að spyrja stelpurnar í bekknum daginn eftir og vitið með nokkrar voru bara alveg sammála um að hafa ekkert heyrt um þetta.

Þetta segir mikið hvað svíar vita mikið um sænskamálfræði.

12 desember 2006

Horfið...

Hvað er lægra en að stela jólapappír?? Já sem sagt ég og Sandra vorum að rölta um í bænum áðan og ég keypti jólapappír í síðustu búðinni áður en við fórum heim til mín. Þegar ég kom heim var enginn jólapappír í pokanum en ég man vel eftir að hafa haldið á pokanum og horft á pappírsrúlluna upp úr pokanum. Við röltum alla leiðina til baka en enginn pappírsrúlla. Ég vil ss halda því frama að einhver hafi tekið rúllurnar upp úr pokanum án þess að ég tæki eftir því... þegar við löbbuðum fram hjá einhverju fólki... mér finnst frekar ólíklegt að rúllurnar hafi bara dottið uppúr eins og mér datt í hug í fyrstu...

Nú er jólaandinn alveg að gera sig eða þannig.

Best að skrifa eitthvað...

Nohh... ég var bara með nettengingu alla helgina... hvað er að gerast?? Ég er búin að vera nettengd stannslaust í viku. Ætli nýja snúran sé betri en sú gamla??

En annars var ég á jólahlaðborði uppi í skóla á föstudaginn. Fyrst um morguninn var ég í mótatökuprófi, þeas próf í að taka mót af eyrum. Við fengum 3 tilraunir og við þurftum að ná 2 mótum sem voru 99% í lagi, ég þurfti bara að taka 2 mót því mín bæði fyrstu voru innan marka... flestir þurftu að taka 3... sumir náðu ekki einu sinni eftir 3 tilraunir.
Síðan fór ég og Marie út í búð að versla í matinn fyrir hlaðboðið og svo fórum við heim til hennar að elda matinn. Áður en ég fór upp í skóla fór ég svo heim að taka mig til.
Um tíu/hálf ellefu leitið var ég alveg á því að fara út á djammið en svo þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og ég var enn uppi í skóla þá komst ég að því að ég myndi ekki meika að fara út að skemmta mér... labbirnar alveg búnar og ég orðin mjög þreytt eftir langan dag.
Restin af helginni var bara notalega, reyndi að þykjast læra smá þar sem ég var að fara í próf... og það próf var ég í áðan og gekk vara vel. Mér fannst ég kunna efnið nokkuð vel svo löngunin til að læra var ekki mikil. Svo þegar ég kom í prófið áðan sá ég að við þurftum að ná 70% rétt til að ná, óvenju hátt %, en ég hef engar áhyggjur.

Ég set inn myndir af jólahlaðborðinu fljótlega, ég gleymdi að taka myndir frá byrjun svo það eru ekki of margar myndir. En ég setti myndir af því þegar ég fór út með Peter og vinum hans um daginn, ég er ekki alveg að fíla sjálfa mig á þessum myndum enda var ég búin að drekka þó nokkuð þegar þær voru teknar :þ

04 desember 2006

#$&@#! net en góð helgi

Ég missti aftur internettenginguna á föstudaginn og var því netlaus aðra helgina í röð. Tengingin datt út fyrir kl 17 á föstudaginn og auðvitað er netþjónustan ekki opin á föstudögum eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo mín var netlaus um helgina.

En helgin var samt fín, fyrir utan smá raddleysi af völdum kvefs. Á föstudaginn fór ég út með strák sem ég kannst aðeins við í gegnum Ragnar og Möggu, hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra haust, og 2 vinum hans. Þegar ég mætti á svæðið pantaði ég Smirnoff Ice og þegar ég spurði hvað hann kostaði þá sagði þjónninn við einn gaurinn við borðið "á ég að setja þetta á sameiginlega reikninginn" gaurinn svarði játandi. Svo seinna pantaði hann 2 diska með Tryffle og auðvitað kampavín með... svo aðra kampavín og aðra svo shot fyrir alla á boðinu(4) og svo eina kampavín í viðbót. Gaurarnir höfðu svo drukkið 1-2 bjóra áður en ég kom svo reikningurnn var upp á rúmlega 1600 sænskar krónur... Og mín var orðin full. Svo ákváðum við að fara eitthvað annað til að dansa en við vonum búin að býða í röð í svolítinn tíma og það var farið að renna af manni smá þá komst ég að því að kostaði 100kr að koma inn svo ég ákvað að sleppa því og fara heim. Sem var örugglega sniðugt því þegar ég vaknaði hafði ég svo gott sem misst röddina.

Á laugardaginn fór ég svo með Marie, bróður hennar, konu hans og 2 börnum raddlaus í Liseberg. Við skemmtum okkur bara vel. Svo borðaði ég heima hjá Marie en ákvað svo að fara heim og hvíla mig og sérstaklega röddina.
Röddin er skítsæmilega í dag mun betri en á laugardag en verri en á föstudag... þetta er allt að koma.