16 desember 2006

Mikilvægi sænskrar málfræði...

Ég og Marie vorum að læra á mánudaginn uppi í skóla fyrir prófið sem var sl þriðjudag. Og við erum eitthvað að tala um námsefnið, þar á meðal heyrnartæki. Ég á alltaf í vandræðum þegar ég á að setja "en/ett" fyrir framan orðið "hörapparat" ég segi þetta alltaf vitlaust... maður á að segja en hörapparat en ég segi svo oft já eða oftast ett hörapparat... sem er örugglega vegna þess að á íslensku er þetta hvorukyn. En alla vegana við fórum eitthvað að ræða þetta og svo segi ég: "ég myndi aldrei segja hörapparatet, ég veit að maður á að segja hörapparaten" Og þá segir Marie allt í einu "en bil - bilen, et bord - bordet... ætli það sé einhver regla til um að ef maður segir en fyrir framan að þá endi orðið á -en líka þegar það er með áherslu???" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði ég hló svo mikið. Ég man alveg eftir að hafa lært þetta í dönsku að þetta væri regla, og mér finnst þetta mjög sjálfsögð regla. En... svíinn sjálfur hafði ekki hugmynd um þessa reglu og þetta er örugglega eina eða eina af fáum málfræðireglunum sem hafa engar undantekningar. Hún hafði bara lært í skólanum að það væri engin regla yfir að orð væri annað hvort samkyn eða hvorukyn.
Svo varð hún auðvitað að spyrja stelpurnar í bekknum daginn eftir og vitið með nokkrar voru bara alveg sammála um að hafa ekkert heyrt um þetta.

Þetta segir mikið hvað svíar vita mikið um sænskamálfræði.