Ég missti aftur internettenginguna á föstudaginn og var því netlaus aðra helgina í röð. Tengingin datt út fyrir kl 17 á föstudaginn og auðvitað er netþjónustan ekki opin á föstudögum eins og ég sagði í síðasta bloggi, svo mín var netlaus um helgina.
En helgin var samt fín, fyrir utan smá raddleysi af völdum kvefs. Á föstudaginn fór ég út með strák sem ég kannst aðeins við í gegnum Ragnar og Möggu, hef reyndar ekki séð hann síðan í fyrra haust, og 2 vinum hans. Þegar ég mætti á svæðið pantaði ég Smirnoff Ice og þegar ég spurði hvað hann kostaði þá sagði þjónninn við einn gaurinn við borðið "á ég að setja þetta á sameiginlega reikninginn" gaurinn svarði játandi. Svo seinna pantaði hann 2 diska með Tryffle og auðvitað kampavín með... svo aðra kampavín og aðra svo shot fyrir alla á boðinu(4) og svo eina kampavín í viðbót. Gaurarnir höfðu svo drukkið 1-2 bjóra áður en ég kom svo reikningurnn var upp á rúmlega 1600 sænskar krónur... Og mín var orðin full. Svo ákváðum við að fara eitthvað annað til að dansa en við vonum búin að býða í röð í svolítinn tíma og það var farið að renna af manni smá þá komst ég að því að kostaði 100kr að koma inn svo ég ákvað að sleppa því og fara heim. Sem var örugglega sniðugt því þegar ég vaknaði hafði ég svo gott sem misst röddina.
Á laugardaginn fór ég svo með Marie, bróður hennar, konu hans og 2 börnum raddlaus í Liseberg. Við skemmtum okkur bara vel. Svo borðaði ég heima hjá Marie en ákvað svo að fara heim og hvíla mig og sérstaklega röddina.
Röddin er skítsæmilega í dag mun betri en á laugardag en verri en á föstudag... þetta er allt að koma.