25 maí 2009

Allt að koma

Jæja þá er ég búin að skila ritgerðinni, en það var gert kl 14:29 á miðvikudaginn síðasta. Mjög fínt, get ekki annað sagt að þungu fargi var af mér létt.
Ég fór svo bara norður um helgina og hafði það fínt, gott að fá svona langt og gott frí og svaf líka alveg nóg.
Fékk svo ritgerðina, sem ég á að gagnrýna, í dag en ég átti að fá hana á fimmtudaginn. En mér skilst að manneskjan hafi skilað of seint.

Annars er ég búin að vera að vinna í dag sem var bara fínt, líka gott að fá smá pening. Gott að breyta smá til :)

Annars er ég að fara að fljúga út á föstudaginn og svo er vörnin á mánudaginn 1. júní. Og það er nóg að gera í vikunni :) Mögulega upptekin öll kvöld, en það er sjaldgjæft hér á bæ :Þ

20 maí 2009

Skiladagur

Núna er kominn skiladagur, ég á að skila fyrir miðnætti í kvöld að sænskum tíma sem er kl 22 að íslenskum tíma. Ég býst nú við að vera ekkert að ég vilji pína mig svona mikið þannig að ég plana að skila fyrir kl 16 í dag.

Annars tókst að mér að vera næstum því búin að gefast upp aftur en svo kom niðurstaða í málið svo ég hélt ótrauð áfram. Sem betur fer tók þessi dýfa ekki nema nokkra klukkutíma. En málið var það að einn af tveim kennurum sem sjá um þennan ritgerðarkúrs ætlaði að fara að láta mig koma auka ferð út til að gagnrýna ritgerð, en það er hluti af kúrsinum að gagnrýna ritgerð. Mín var ekki parhrifin og það urðu nokkrar e-mail sendingar milli landa og í hverju e-maili varð ég bara reiðari. Sú sem ég var í sambandi við virtist vera alveg sama þótt ég þyrfti að fljúga aukalega milli landa. Ég var farin að spá í að hætta við ferðina og verja ritgerðina í haust í staðinn og gera þá bæði á sama tíma. En svo virtist hinn kennarin taka upp handskann fyrir mig og niðurstaðan varð sú að ég mun gagnrýna skriflega aðra ritgerðina sem er á sama tíma og ég. Eins og ég sé þetta þá vann ég með frekju og er stolt af því.

Þó að ég finn ekki beint fyrir stressi þá er nokkuð ljóst að ég er stressuð. Mig deymdi í nótt að ég væri að falla á tíma út af klaufagangi. Draumurinn átti að gerast í gærkvöldi og ég var ekki heima en var að fara að gera eitthvað og er svo litið á klukkuna og þá er hún 21:45. Og í mínu stressi þá hringi ég heim og ætla að biðja mömmu eða pabba að senda ritgerðina inn fyrir mig og en þetta gengur allt eitthvað brösulega og svo er klukkan orðin 21:58 og mín orðin frekar tæp á geði. En svo fatta ég allt í einu að ég á að skila á morgun. En mig minnir að hafa eitthvað rumskað þarna og getað róað mig niður. Vá hvað þetta hefur mikil áhrif á mann.

Jæja ég verð víst að gera eitthvað svo ég nái að klára fyrir kvöldið :) Það er víst grill hjá vinnunni eftir vinnu. Planið að verða búin fyrir það :)

Over and out

05 maí 2009

Styttist

Núna eru rúmar 2 vikur í skil og ég sé ekki fram á annað en að ég geti skilað á tilsettum tíma, annað væri aulagangur sem ég myndi ekki fyrirgefa sjálfri mér.
Annars er þessi skrif búin að vera eins og rússíbani, það koma tíma bil sem að ekkert lítur út fyrir að ganga upp og allt sé á niðurleið en svo gerist eitthvað og þá verð ég miklu jákvæðari. Ég býst við að eiga eftir að fara í gegnum alla vegana eitt svona skeið í viðbót... þarna á síðustu dögunum.

En ég er búin að kaupa mér miða út, til að verja ritgerðina í Gautaborg. Vá hvað ég hlakka til að koma aftur úr, bjóst ekki við að sakna Gbg svona mikið. En það er kannski ekki skrítið þegar það koma haglél hérna nánast dag eftir dag á meðan það eru 20 gráður í Gbg og sól.

Stundum veit ég ekki alveg afhverju ég held áfram að skrifa hérna. En ég held að þetta sé mest fyrir sjálfa mig, býst ekki við að það séu margir sem eru ennþá að lesa þetta enda farið að lengjast verjulega milli skrifa.

Alla vegana nóg í bili.