17 desember 2008

The Klacke

Ég er komin á klakann... kom sl. föstudag og verð til 12 jan.
Ég og nafna mín ferðuðumst saman með dóttur hennar, sem betur fer segi ég nú bara. Við vorum með sitthvorta töskuna sem vógu 27 og 25 kg en þurftum ekki að borga yfirvigt því Brynhildur dóttir hennar mátti vera með 20kg líka :P En konan sem tékkaði okkur inn röflaði að töskunar væru of þungar.. en gerði svo ekkert í því :)
Flugið gekk vel og Brynhildur var ótrúlega dugleg að sitja í sama sætinu í 3 tíma, án þessa að trufla aðra of mikið.

Ég er búin að eyða einu degi eingöngu í lærdóm, þetta er ekki alveg að ganga eins og ég vonaðist til þar sem að mér tókst að ná mér í einhverja flensu. Var heima í gær, tókst svo að skila mat báðar leiðir svo ég ákvað að vera bara heima í dag líka, hef svo sem verið hressari. Því miður er erfitt að læra í þessu ástandi.

Annars var laufabrauðsbaktur hér í gær. Hef ekki verið með sl. 4 ár svo það var tími til kominn að maður fengi að vera með. Þar sem að ég hand sker allt úr þá er ég ekki jafn fljót að gera hverja köku eins og hinir en það er allt í lagi :) Mér finnst skemmtilegast að gera þetta svona :P

08 desember 2008

Styttist í "frí"

Já núna eru bara nokkrir daga í heimkomu... kem á föstudaginn, nánar tiltekið lending áætluð klukkan 15:30. Ég flýg með nöfnu minni og dóttur hennar, það á eftir að vera kannski eitthvað skrautlegt. Stelpan er rétt rúmlega 2 ára og nafna mín er ekkert rosalega hrifin af flugi. Við reynum bara að gera það besta úr þessu :)

Annars er nóg að gera. Á eftir að klára eitt skilduverkefni áður en ég fer heim, það reyndar gengur vel svo það getur vel verið að ég nái að klára eða komast langt með eitt af þessum verkefnum sem ég þarf að gera heima. Það er einhvern vegin alltaf að bætast við verkefni.
Þurfti upprunalega bara að gera eitt heima og skila því 7. jan. Síðan bættist við eitt verkefni vegna þetta að samvinna mín og einnar annarar sem var með mér í kúrsi gekk ekki upp. Svo var ég að komast að því að ég get gert eitt verkefni til þess að fá einingar, í einum kúrsi sem ég var í í vor, frá grunnstigi yfir á framhaldsstig. Sem þýðir að ég þarf ekki að fara til Lundar næsta haust bara til að redda nokkrum einingum... sem eru auðvitað æðislegar fréttir.
Þannig að það verður nóg að gera á meðan ég er heima.

Marie var hérna hjá mér um helgina. Við tókum því mestuleiti rólega, fórum í outlet í Kungsbacka á laugardaginn og um kvöldið keyptum við pizzu og horfðum á 3 DVD. Svo í gær fórum við í Liseberg og á allsång með Jul-Lotta. En þetta er 5ta árið í röð sem við gerum þetta saman og 3ja árið sem Eva frænka hennar kemur með. Ég ætla að reyna að koma út fyrir næstu jól og fara með þeim í Liseberg og á allsång með Jul-Lotta.

Annars hef ég tekið eftir einu hérna á kvöldin sl. 2 vikurnar. Upp úr kl 23 fer ég að heyra fuglasöng sem passar ekki alveg í desember en væri eðlilegt í apríl/maí. Ég held að einhver fugl hafi eitthvað misskilið.

Jæja ég ætla aðeins að læra meira áður en ég hætti í dag.
Sjáumst kannski um helgina ;)