31 maí 2006

verklegt OAE og fundur

Ég hafði svolítið gaman af kennaranum mínum í morgun. Við vorum í LAB(verklegu) að æfa okkur á OAE en það er mæling á hljóðum sem kuðungurinn gefur frá sér þegar hann tekur við hljóðum, td ef þú sendir inn hljóð sem er 65 dB þá sendir kuðungurinn út hljóð til baka sem er 20 dB. En alla vegana þá gerist þetta bara á þeim sem eru með kuðunginn í lagi. Þegar við mælum fáum við að vita við hvaða tónhæð hljóðið sem kemur út er, og það finnst visst bil þar sem er eðlilegt að vera á, ef maður er undir heyrir maður ekki nógu vel. En mín svör voru öll yfir þessu eðlilega bili, svo ég sagði til kennarast áður en ég sýndi henni niðurstöðurnar að ég væri ekki alveg með eðlileg svör og þegar hún sá svörin þá sagði hún "ohh... þið Íslendingar... Sko þetta hérna bil(og benti á bilið fyrir eðlileg svör) er gert út frá fólki út um allan heim... en þið Íslendingar eruð einhver staðar hér fyrir ofan" En þetta er auðvitað bara gott og þýðir að kuðungurinn minn virkar mjög vel ;o)
Svo æfðum við okkur líka á öðru tæki sem virkar aðeins öðru vísi og þar voru öll mín svör mjög örugg eða 99%(en þau gátu ekki orðið 100%, var ekki pláss fyrir 3 tölur) og tónninn var líka hærri en hjá flestum, td þá var hæsti tónninn hjá Marie sá sami og lægsti minn :oÞ Vá!! hvað ég er ánægð með kuðunginn minn í hægra eyranu :P

Ég fór svo á nemendafélagsfund þar sem við erum að koma okkar deild inn í nemendafélagið, þannig að það er gott að vita hvernig þetta virkar. Ég held að ég hafi bara fengið slatta af góðum upplýsingum. Var ekki komin heim fyrr en kl 21 :/ en ég er að fara að mæla sjúklinga á morgun og á að vera mætt upp á spítala kl 8:00 til að skipta um föt... já við eigum að vera í sjúkrahúsfötum... ekki alveg mín deil. Fyrst áttum við að mæta kl 7:30 en svo hringdi fyrsti sjúklingurinn og sagðist ekki geta komið fyrr en kl 8:30 en ekki kl 8. En þar sem við höfum 2 tíma fyrir hvern sjúkling þá hef ég engar áhyggjur af þessu að sá fyrsti hafi bara 1,5 tíma, í raun á þetta ekki að taka nema 30 mín í mestalagi fyrir þá sem eru vanir og það er ekkert vesen. En Inger(kennari) var mjög ánægð að geta sagt mér að ég þyrfti ekki að mæta fyrr en kl 8 því ég hafði verið að röfla um hvað það væri snemmt að mæta kl 7:30 ... :Þ

En núna ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir morgundaginn... heyrumst seinna :D

30 maí 2006

Langur dagur...

Þar sem að ég svaf greinilega aðeins of lengi á sunnudagsmorgun þá átti ég frekar erfitt með að sofna á sunnudagskvöldið... sem var ekki alveg sniðugt.
Ég þurfti svo að vakna snemma til að fara í skólann, því hann er enn í gangi. Ég var mætt í skólann kl 8:3o eins og venjulegt er. Svo var skólinn til 16, sem er mjög langur dagur. Það var svo búið að planan partý fyrir útskriftarnema, en ég var ein af þeim sem var í að plana eða þeas hjálpa til. Svo eftir tíman fórum við beint inn í matsal að gera allt tilbúið og það tók allan þann tíma sem var þannað til að partýið átti að byrja eða kl 17. Svo fór fólkið að tínast inn og þegar átti að fara að setjast niður og byrja að borða þá var ákveðið að gera miða, þar sem tveir og tveir miðar voru eins (með sama orðinu sem öll auðvitað tengjast heyrnarfræðinni :þ). Ég lenti með stelpu af fyrsta ári sem er uppalin í Noregi en foreldrar hennar eru frá Pakistan, ég sem hélt að hún væri ættleitt þar sem hún talaði ekki með neinum hreim.
Svo var borðað og farið í leiki til að hrista mannskapinn aðeins saman, ég get alla vegana sagt að ég kannast aðeins betur við þær af 1. ári núna sem er auðvita bara fínt að geta heilsað þeim á göngunum.
Klukkan hálf níu fór fólk eitthvað að tígja sig heim en við vorum nokkur eftir til að ganga frá, svo þegar það var búið fórum við auðvitað að spjalla og héldum svo út og stoppuðum svo rétt hjá strætóstoppistöðinni til að halda áfram að spjalla og þegar ein var farin í strætó röltum við á sporvagnastoppi stöðina og spjölluðum við eina þar til sporvagninn kom, svo fórum við með innkaupakerruna sem hafði verið notuð til að bera matinn í og röltum svo á næstu stoppistöð þar sem ég fór í sporvagn og rölti svo heim... á leiðinni heim var ég viss um að klukkan væri rétt að verða 22 en þegar ég kom heim komst ég að því að kl var 23 og ég hafði ætlað að kíkja á verkefni sem við ætluðum að gera í skólanum í dag. En það varð lítið úr því... sofnaði við miðnætti... vaknaði kl 8. og var þokkalega rugluð í morgun... heilinn fór ekki í gang fyrr en um 11 leitið.
En við hittumst í skólanum kl 10 og ég tók seinni strætóinn í staðinn fyrir þann fyrri eins og ég var búin að ákveða, því að ég var svolítið meigluð og ruglaði þessum ágætu tímum saman; vera mætt 5 mín í eða leggja af stað 5 mín í... Svo var auðviða strætó seinn :S
En verkefnið gekk vel, svo ég var komin heim fyrr en ég bjóst við, sem var auðvitað bara gott mál... En ég er þreytt núna og ætla að reyna að fara snemma að sofa því það er LAB(verklegt) á morgun kl 8:30 og svo á ég að mæla "sjúkling" á fimmtudaginn og á að vera mætt 7:30 :S

En þetta er nóg í bili...

24 maí 2006

Að beiðni Huldu...

já.. sem sagt Huldu leiðist í vinnunni og vill að ég bloggi... ég hef svo sem lítið að segja núna en ég skal reyna... :)
Ég man ekki hvort ég var búin að láta vita hér hvenær ég kem heim en ég geri það bara hér með ... sem sagt þann 11. júní kl 14:20 og í dag eru ss 18 dagar þanngað til, vá hvað ég verð fegin að komast heim.
Skólinn klárar hjá mér 5. júní með heimaprófi, þeas við fáum það um morguninn á netið og svo höfum við tíma til kl. 16 að skila því inn... hefið frekar vilja fá það á föstudeginum en kennarinn ætlar víst að semja prófið þarna um helgina :/
Svo kemur J Hildur í heimsókn til mín 7. júní og verður hér þanngað til við förum saman heim og það beint frá Gautaborg jíbbíkóla... loksins beint flug... engin 4 tíma lest til Köben kl 7:50 að morgni. Ég er nú ekki alveg ákveðin hvenær ég fer út aftur en það verður eitthvað í kringum miðjan ágúst eða rétt eftir miðjan.

Það er búið að vera rigning og rok hérna í ca 2 vikur og ég er orðin þokkalega þreytt á því... kannski hjálpar þegar maður á að vera að læra... en það má nú aðeins breyta til...
Það lítur út fyrir að það eigi að batna um helgina... ég bara rétt vona það.

Fyrir Eurovision voru við með partý hjá Ragnari á fimmtudeginum, þe frjálsíþróttaliðið(Ragnar, Gauti, Alla, Bjössi og Rakel) og svo ég og Vilmar. Svo á laugardeginum vorum við 4 heima hjá Marie en þá voru hlutföllin jöfn... örugglega í fyrsta skipti, 2 sænskar og 2 íslenskar. Alla kom nefnilega með mér. Við vorum með 3ja rétta máltíð og svo nammi.... Við skemmtum okkur bara vel... alla vegana ég :) og urðum bara sáttar við úrslitin. Ég held að Eurovision sé aðeins að breytast... ekki lengur þessi staðlaða uppskrift af lögum, þe eins og sænskalagið sem var ekta eurovisionlag.

Ég var rosalega dugleg (að mínu mati) og fór í sund í morgun. Ég er að spá í að gera þetta einu sinni í viku þanngað til ég fer heim og svo er spuring hvort maður heldur þessu ekki bara áfram í sumar, sérstaklega þegar það er gott veður. Gott að taka smá sundsprett eftir vinnu.

Það er mikið af íslendingum að fara heim núna. Bjössi og Rakel fluttu heim í dag, Gauti fer heim snemma í næstu viku(þriðjudag ef ég man rétt), Sandra á sunnudaginn... og ég ekki einu sinni búin með önnina... en þetta er að fara að klárast...

Jæja þetta verður að vera nóg fyrir Huldu í bili... hún getur þá skoðað þetta næst þegar henni leiðist í vinnunni, þar sem að ég veit að hún er farin úr vinnunni núna að skemmta sér :)

18 maí 2006

Ein orið þreytt á útlanda verunni í bili

það er alveg 10 dagar síðan ég skrifaði síðast svo það er eins gott að maður fari að koma sér að verki...

Það sem mun fylgja hér á eftir er líklega aðalega vegna skólaleiða eftir veturinn, svo það ber ekki að taka of alvarlega, en við komumst að því frekar eftir 3 mánuði hvort þetta var bara skólaleiði, þegar tíminn er kominn til að kveðja Ísland eftir sumarið.

Og áður en þið haldið lengra vil ég benda á að þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir (þe þá sem þykir vænt um sænskt þjóðfélag eins og það leggur sig)

Eins og kannski margir vita er orðið "problem" eitt mestnotaða orðið í sænsku enda gengur þjóðfélagið út á eitt stórt sálfræðilegt problem. Þeir sem eru að vinna og eru kannski orðnir þreyttir á vinnunni, bæði andlega og líkamlega, fara til læknis og fá sjúkraleyfi í staðinn fyrir að leita sér að annari vinnu eða öðrum vinnustað bara svona til að breyta til.
Og svo þeir sem eru í skólanum gera verið endalaust þreyttir og eiga erfitt með að koma þegar búið er að skipuleggja hópvinnu. Og aðrir svíar vorkenna þeim þreyttu bara og segjast skilja svo vel, sem hjálpar auðvitað ekki, þreytta manneskjan fær bara minna samviskubit yfir því að vera 4 tímum of seint. Hin manneskjan sem vær vorkun fær lítið samviskubit fyrir að svara ekki hringum né sms-um um ákvörðun um að hittast daginn eftir og svo ekki láta sjá sig, hafði reyndar samband þegar fyrirfram ákveðni tíminn var búinn.

Það er ekki eins og þetta sálarlega þreytta lið geti ekki slappað af eins og það vill eftir 2-3 vikur og það í tæpa 3 mánuði, því fæstir vinna á sumrin og þeir sem gera það vinna eiginlega ekki neitt. Og svo er auðvitað kvartað yfir hvað þau fá lítinn pening í styrk(frá ríkinu) og í lán.... HALLÓ þið fáið þó ókeypis pening sem þið þurfið ekki að borga til baka... og sumarvinna gæti kannski aukið inneignina í bankanum.

Stundum held ég að ég sé að smitast af þessum problem-sjúkdómi... þar sem ég er nú einu sinni að kvarta yfir því að aðrir séu að kvarta. En ég held að rúmir 2 mánuðir í burtu hjálpi mikið, en tæpir 10 mánuðir (þó með pásum) er ofmikið. Vona að pásurnar verði fleiri (eða lengri) á næsta ári.

Heima er best...

08 maí 2006

Og enn skín blessuð sólin..

Ég er ekki alveg vön því að hafa sama veðrið í marga daga í röð, núna er búið að vera sól, heiðskírt og 20-25°C í 4 daga og verður það líklegast á morgun líka. Auðvitað á maður ekki að vera að kvarta yfir veðrinu, en það má alveg koma svona einn og einn skýdagur inn á milli með 15°C bara svona til þess að breyta til.
Þetta veður er sérstaklega erfitt þegar maður ætti að vera duglegur og sitja inni og læra, lesa greinar og skrifa 2 verkefni þar sem það er því miður ennþá mánuður eftir af skólanum. Ég var að tala um þetta veðurbreytingarleysi við Marie í dag og hún sagði að ég þyrfti bara að læra að það sé hægt að sitja inni og læra þó að það sé gott veður úti, ég held að ég velji breytileikan frekar :þ

Annars þá vorum við(hálfur bekkurinn) í heimsókn í Kannebäcksskolan í dag, en það er grunnskóli fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta nemendur. Þetta var alveg mjög skemmtilegt. Þar er heyrnarlausum og heyrnarskertum skipt í tvennt, þeas þeir sem nota táknmál eru í sér bekk og þeir sem nota talmál eru sér, allir bekkirnir eru ca 5-10 nemendur og 2 kennarar. Tæknin er alveg þvílík í skólanum en fyrir þá nemendur sem nota talmál er kennarinn með hljóðnema sem sendir í gegnum FM-kerfi eða T-spóli-kerfi(fyrir þá sem þekkja), og svo er annar sem nemendurnir nota, þannig að vinnu umhverfið er mjög gott.
Síðan fengum við að fara inn í tónlistarherbergi, þar sem gólfið er á púðum og undir gólfinu eru 96 hátalarar. Svo þegar kveikt er á tónlist eða bara einhverju örður þá titrar gólfið eins og það sé mjög sterkur bassi, þó að tónlistinn sjálf hafi ekki mikinn bassa. En þetta herbergi er notað til að læra að þekkja takt ofl. Við settumst nokkrar í gólfið og það var eiginlega svolítið óþæginleg tilfinning.
Núna langar mig bara að vita hvernig þetta er heima til að geta borið saman og kannski komið með einhverjar tillögur :þ Ég get varla beðið eftir að klára þetta nám og fara að vinna... en þar sem ég er eiginlega búin að ákveða að taka eitt aukaár þá verð ég að bíða aðeins lengur. En ég fæ nú aðeins að fikta í þessu í sumar :D

06 maí 2006

Sól, sól skín á mig...

Vá það er búið að vera æðislegt veður hérna sl daga 20-30°C og heiðskírt(alla vegana í gær og í dag)... æðislegt!! Við vorum í 3 tímapásu í skólanum í gær, þe helmingurinn af bekknum, svo við fórum út og sátum þar í 2 tíma... enda fékk mín smá lit. Svo eftir skóla fórum við Marie og Sofia og keyptum okkur ís í ísbúð sem er í verksmiðjunni fyrir Triump ísinn en þá fær maður risakúlur í staðinn fyrir þessar litlu sem maður fær í bænum og svo settumst við niður og höfðum það gott.

Ég er búin með dansinn fyrir þessa önnina, ég tók upp tíma núna í vikunni og sl viku, því ég missti svo mikið úr þegar ég var á þessum ferðalögum mínum. Þannig að í þessari viku dansaði ég 4 daga í röð. Vá ég skil ekki hvernig fólk getur gert þetta dagsdaglega, ég var alveg búin í líkamanum. En það er líka gott að púla smá. Svo ætla ég að reyna að vera dugleg á línuskautunum í sumar sérstaklega þar sem að ég er bara í 8-16 vinnum

Sem minnir mig á það; ég kem heim þann 11. júní ef einhver skildi vera að pæla í því. Og verð til 16. eða 20. ágúst... það er ekki alveg ákveðið.

Svo í sambandi við commenta-kerfið... Karól virtist ekki alveg nógu hrifin... :þ Undir "choose an identity" veljið þið bara "Other" og fyllið í það sem þið viljið eða veljið "Anonymous" en skrifið þá nafnið í "commentið" :D
Ég nenni ekki að vera að fara inn á síðuna til að athuga hvort einhver hafi skrifað, núna fæ ég e-mail.... Og Egill það þýðir ekkert að kvarta í þetta skiptið, þetta er ekki svo fljókið :Þ