Ég hafði svolítið gaman af kennaranum mínum í morgun. Við vorum í LAB(verklegu) að æfa okkur á OAE en það er mæling á hljóðum sem kuðungurinn gefur frá sér þegar hann tekur við hljóðum, td ef þú sendir inn hljóð sem er 65 dB þá sendir kuðungurinn út hljóð til baka sem er 20 dB. En alla vegana þá gerist þetta bara á þeim sem eru með kuðunginn í lagi. Þegar við mælum fáum við að vita við hvaða tónhæð hljóðið sem kemur út er, og það finnst visst bil þar sem er eðlilegt að vera á, ef maður er undir heyrir maður ekki nógu vel. En mín svör voru öll yfir þessu eðlilega bili, svo ég sagði til kennarast áður en ég sýndi henni niðurstöðurnar að ég væri ekki alveg með eðlileg svör og þegar hún sá svörin þá sagði hún "ohh... þið Íslendingar... Sko þetta hérna bil(og benti á bilið fyrir eðlileg svör) er gert út frá fólki út um allan heim... en þið Íslendingar eruð einhver staðar hér fyrir ofan" En þetta er auðvitað bara gott og þýðir að kuðungurinn minn virkar mjög vel ;o)
Svo æfðum við okkur líka á öðru tæki sem virkar aðeins öðru vísi og þar voru öll mín svör mjög örugg eða 99%(en þau gátu ekki orðið 100%, var ekki pláss fyrir 3 tölur) og tónninn var líka hærri en hjá flestum, td þá var hæsti tónninn hjá Marie sá sami og lægsti minn :oÞ Vá!! hvað ég er ánægð með kuðunginn minn í hægra eyranu :P
Ég fór svo á nemendafélagsfund þar sem við erum að koma okkar deild inn í nemendafélagið, þannig að það er gott að vita hvernig þetta virkar. Ég held að ég hafi bara fengið slatta af góðum upplýsingum. Var ekki komin heim fyrr en kl 21 :/ en ég er að fara að mæla sjúklinga á morgun og á að vera mætt upp á spítala kl 8:00 til að skipta um föt... já við eigum að vera í sjúkrahúsfötum... ekki alveg mín deil. Fyrst áttum við að mæta kl 7:30 en svo hringdi fyrsti sjúklingurinn og sagðist ekki geta komið fyrr en kl 8:30 en ekki kl 8. En þar sem við höfum 2 tíma fyrir hvern sjúkling þá hef ég engar áhyggjur af þessu að sá fyrsti hafi bara 1,5 tíma, í raun á þetta ekki að taka nema 30 mín í mestalagi fyrir þá sem eru vanir og það er ekkert vesen. En Inger(kennari) var mjög ánægð að geta sagt mér að ég þyrfti ekki að mæta fyrr en kl 8 því ég hafði verið að röfla um hvað það væri snemmt að mæta kl 7:30 ... :Þ
En núna ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir morgundaginn... heyrumst seinna :D