18 maí 2006

Ein orið þreytt á útlanda verunni í bili

það er alveg 10 dagar síðan ég skrifaði síðast svo það er eins gott að maður fari að koma sér að verki...

Það sem mun fylgja hér á eftir er líklega aðalega vegna skólaleiða eftir veturinn, svo það ber ekki að taka of alvarlega, en við komumst að því frekar eftir 3 mánuði hvort þetta var bara skólaleiði, þegar tíminn er kominn til að kveðja Ísland eftir sumarið.

Og áður en þið haldið lengra vil ég benda á að þetta er ekki fyrir viðkvæmar sálir (þe þá sem þykir vænt um sænskt þjóðfélag eins og það leggur sig)

Eins og kannski margir vita er orðið "problem" eitt mestnotaða orðið í sænsku enda gengur þjóðfélagið út á eitt stórt sálfræðilegt problem. Þeir sem eru að vinna og eru kannski orðnir þreyttir á vinnunni, bæði andlega og líkamlega, fara til læknis og fá sjúkraleyfi í staðinn fyrir að leita sér að annari vinnu eða öðrum vinnustað bara svona til að breyta til.
Og svo þeir sem eru í skólanum gera verið endalaust þreyttir og eiga erfitt með að koma þegar búið er að skipuleggja hópvinnu. Og aðrir svíar vorkenna þeim þreyttu bara og segjast skilja svo vel, sem hjálpar auðvitað ekki, þreytta manneskjan fær bara minna samviskubit yfir því að vera 4 tímum of seint. Hin manneskjan sem vær vorkun fær lítið samviskubit fyrir að svara ekki hringum né sms-um um ákvörðun um að hittast daginn eftir og svo ekki láta sjá sig, hafði reyndar samband þegar fyrirfram ákveðni tíminn var búinn.

Það er ekki eins og þetta sálarlega þreytta lið geti ekki slappað af eins og það vill eftir 2-3 vikur og það í tæpa 3 mánuði, því fæstir vinna á sumrin og þeir sem gera það vinna eiginlega ekki neitt. Og svo er auðvitað kvartað yfir hvað þau fá lítinn pening í styrk(frá ríkinu) og í lán.... HALLÓ þið fáið þó ókeypis pening sem þið þurfið ekki að borga til baka... og sumarvinna gæti kannski aukið inneignina í bankanum.

Stundum held ég að ég sé að smitast af þessum problem-sjúkdómi... þar sem ég er nú einu sinni að kvarta yfir því að aðrir séu að kvarta. En ég held að rúmir 2 mánuðir í burtu hjálpi mikið, en tæpir 10 mánuðir (þó með pásum) er ofmikið. Vona að pásurnar verði fleiri (eða lengri) á næsta ári.

Heima er best...