30 ágúst 2004

Fyrsti skóladagurinn

jáú...Þá er fyrsti skóladagurinn búinn. Ég get nú eiginlega sagt það að ég skildi mest lítið. Stundum vissi ég um hvað umræðuefnið var en ekki hvað var verið að segja um það tiltekna mál, en annars var þetta mest verið að segja okkur eitthvað um skólann og hvernig hlutirnir virka en við vorum ekkert að læra neitt sem tengist náminu, það byrjar á morgun :/
Ég kynntist þarna stelpu, sem heitir Helena, en hún labbaði upp að mér og spurði hvort ég væri frá Íslandi(á sænsku) svo þegar hún komst að því að ég skildi litla sænsku þá reyndi hún svona að segja mér eitthvað til. Annars þá er þetta mest stelpur, af 28 manna hópi þá eru 3-4 strákar. Og 3-4 konur um fertugt, en annars er þetta mest ungt fólk.
Ég vígði svo matreiðslubókina sem ég fékk í afmælisgjöf frá Ragnheiði og Karól. Rétturinn kom bara mjög vel út. Ég mæli með Hristist fyrir notkunn, alls ekki flókin.
Ég er búin að vera í þvílíku veseni að fá myndavélina mína til að tengjast tölvunni og Eyjó, gaurinn sem ég er að flytja inn í staðinn fyrir, er búin að vera að hjálpa mér en hann kann þó nokkuð á tölvur, en ekkert gekk. Svo datt mér í hug að nota kapalinn sem fylgdi tölvunni(sem er eiginlega eins og hinn sem ég var að nota) og þá gekk allt saman í sögu(Afhverju gerði ég þetta ekki strax? :/ ) En þá gæti ég farið að birta myndir á netinu :) Þetta er allt að koma!!

29 ágúst 2004

Nýtt heimili

Núna er ég loksins komin á staðinn þar sem ég verð í vetur. Á Nordostpassagen 6. Ég kom hér um hádegi, og fór og tékkaði á leiðinni upp í skóla, hún er ekki nema um svona 20 mín, svo er líka strætó sem ég gæti tekið en það tekur mig um 5 min að labba í hann, ég ætla að vera dugleg og labba í skólan á meðan veðrið er ekki mjög slæmt.
Ég fór svo út í búð áðan og verslaði smá inn, það getur verið svolíðið eftitt að ákveða hvað maður á að kaupa. En ég keypti þetta augljóa, mjólk og Kornflex, brauð, ost og skinku, vatn og djús. Svo þarf maður að fara að finna út hvað maður getur haft í kvöldmat :/ En þetta kemur allt saman.
Ég get ekki almennilega komið mér fyrir hérna í íbúðinni strax því að íslenski strákurinn var að leigja hér er ekki enn farinn út en hann er birjaður að pakka niður í kassa. Svo ég verð bara inni í vinnuherbergi hjá henni Eddu, en það er leigjandinn minn og meðleigjandi... En þetta á alltað vera komið í sitt horf 1.sept, en þá fer líka Eyjó(íslenski strákurinn) með dótið sitt í gám og flýgur heim.

27 ágúst 2004

Strætó

Jæja núna er ég búin að fara í strætó hér. Sem er í fyrsta skipti í tæp 4 ár sem ég fer í strætó. En ég mun fara að stunda þetta meira heldur en að ég hef gert. Þetta er ekki alveg eins og heima þar sem er bara borgað eitt gjald. Hér þarftu að borga mismikið eftir hvað þú ætlar langt, svo þetta gengur í raun út á hreinskilni, en ef þú borgar minna þá gætiru þurft að borga 5000kr ísl í sekt ef eftirlitið kemur. Ég fór og lét breyta heimilisfanginu mínu í dag, og konan sem tók við blaðinu blaðraði eitthvað á sænsku sem ég skildi ekki svo ég bað hana að tala ensku en það var víst ekki möguleiki fyrir hana svo ég komst aldrei að því hvað hún ætlaði að segja :/ Svo frá og með 1. sept verður heimilisfangið mitt: Nordostpassagen 6, 413 11 Göteborg

25 ágúst 2004

Komin til Svíþjóðar

Halló HallóLoksins er ég komin í netsamband til þess að skrifa hér inn á.Ég er komin til Gautaborgar og bý núna tímabundið hjá íslenskum hjónum sem búa hér rétt fyrir utan borgina í bæ sem heitir Pixbo. Svo frá og með 1. sept er ég komin með varanlega íbúð í um 20 mín göngufjarlægð frá skólanum.Þetta byrjaði ekki of vel hér í Svíaríki, en ég var í bókabúð á sunnudaginn, daginn eftir að ég kom, en þá var veskinu mínu stolið. Ég sá aldrei þjófinn en það var allt í einu horfið. En í því voru allir peningarnir mínir sem ég hafði með, debit og kredit kort, ökuskírteini og digital myndavél sem hafði verið keypt í fríhöfninni á leiðinni :/ En sem betur fer var síminn ekki í veskinu. En eins og er sagt "fall er fararheill", ég vona það.Ég fékk svo kennitölu á mánudaginn, og bankareikning. En ég gat ekki fengið ID-kort í bankanum fyrr en ég er búin að fá mér sænskan vin til að staðfesta hver ég er. Passinn dugir ekki. Regler är regler, eins og svíar segja :)Svo er ég búin að fá stundaskrá og á að byrja á mánudaginn kl. 13. Ég er einnig búin að fara í IKEA, sem er skilda þegar maður er í hér.Ég er ekki búin að læra á þetta stætókerfi, fyrir mér virðist það frekar flókið en ég hlýt að læra á það þegar ég byrja að nota það.Pabbi fór í morgun en hann er búinn að vera að hjálpa mér að gera það sem ég þurfti að gera, svo núna er ég ein eftir í Gautaborg og á margt eftir að læra.