24 mars 2005

Heima

Núna er ég komin heim. Ég vakanði kl 4:40 í morgun og tók lest kl 6:10 sem tók 4 tíma, og hálfa leiðina sátu einhverjar fyllibyttur á móti mér og það var ekki alveg hægt að sofa. Svo fór flugið kl 12:15 eða u.þ.b. og svo lentum við 14:30.
En annars þá er gott að vera komin heim. Ég ætla að fara upp í sumó yfir helgina, kem aftur á sunnudag. Svo tekur við ferming á mánudag, kistulagning á þriðjudag og jarðarför á miðvikudag svo það er alveg nóg að gera.
En ég ætla að reyna að fara snemma að sofa í kvöld því að við munum leggja af stað snemma í fyrramálið.

22 mars 2005

...

Amma mín er dáin....
ég kem heim á Skídag og verð heima þar til eftir jarðarför, hvenær sem hún nú verður.

Ég mun skrifa meira seinna...

21 mars 2005

Heimkoma...

...já ég mun koma heim yfir páskana, fyrir þá sem ekki þegar vissu það. Ég mun nú ekki stopa lengi. Ég kem á Skírdag og fer aftur á þriðjudag.. þe ef ekkert kemur í veg fyrir það. Fer kannski svolítið eftir líðan ömmu. Áður en að amma fékk blóðtappann var ætlunin að vera mestan tíman fyrir norðan í bústaðinn en núnar er ekki alveg víst hvað við gerum. Gætum skroppið smá norður. Svo ef allt fer á versta veg yfir páskana þá mun ég seinka fluginu út aftur.
En annars er bara allt í fína hér. Ég er að fara í smá próf á miðvikudaginn sem er það lítið að það er kallað "dugga" ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað það merkir. Í dag vorum við í LAB(verkl.tíma) þar sem við vorum að pófa jafnvægis "líffærð" 2/3 hlutar testsins voru ágætir, þar sem maður lá bara inni í herbergi í kolniða myrkri og átti ýmist að horfa út í loftið eða fylgja ljósi en síðasti hlutinn var verstur þar sem sprautað var vatni inn í eyrað á manni, annað hvort 44°C eða 30°C, ég valdi 44°C, og svo erftir 5-10 sek,en í myrku herbergi, fannst manni eins og maður snérist í hringi og svo átti maður að horfa upp i lofið. Ekki beint besta tilfinning sem ég hef fundið. Mér leið hálf illa á eftir, langaði helst að æla en svo gekk það yfir. NB þetta test er gert á fólki sem er oft með svima til þess að staðsetja vandamálið, og þá er sprautað inn í eyrað 4 sinnum(2x hvort eyra) en við þurftum bara að gera þetta 1x hvort eyra og ég er fegin. En svo er bara eftir að læra fyrir þessa "duggu" þar sem við verðum að fá 2/3 rétt, en þetta er ekki svo mikið efni.

Það var mjög einkennilegt hér fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég ein heima og ég heyrði geðveikt háa operutónlist einhver staðan utan frá. Svo eftir smá stund þá komst ég að því að tólistin kom frá íbúðinni fyrir neðan mig. En vá hvað það var hátt spilað, þetta hljómaði eins og sjónvarið inni í stofu væri geðveikt hátt stilt. Sumir taka lítið tillit til nágrannanna, svo var þetta líka af og á milli 22 og 23:30. Það var ekki alveg gert ráð fyrir að fólki langaði að fara að sofa á þessu tímabili. Mjög einkennilegt. Ég skil ekki hvernig fólk getur spilað svona hátt...vá!!!

15 mars 2005

Erfiður dagur

Mér tókst nú víst ekki að falla á þessu prófi, fékk 29 stig þar sem við þurftum 24 til að ná... ég var nú samt með 7,6, þar sem 29 af 38 er 7,63... eitthvað. En ég held að ég hafi fengið þessar örugglega ágætu upplýsingar á röngum degi til að vera ánægð... Í gærkvöldu hringdi nefnilega pabbi í mig og sagði mér að amma(mamma mömmu) hafi fengið blóðtappa í heilann og væri lömuð öðru megin og lægi á spítalanum. Ég talaði svo við mömmu og amma getur ekkert talað og hún horfir bara á þá sem eru í herberginu. Hún virðist vera búin að fá einhvern styrk í löppina aftur... en það getur víst brugðið til beggja vona svo það er bara að býða og sjá.

Ég fór svo í bíó áðan með Marie og Sofiu, það var ágætt til að hugsa um eitthvað annað. Og það tókst, enda fín mynd, Hitch, alveg hægt að hlægja.

En jæja ég vona bara að þessu erfiði dagur verðu búinn fljótlega.

13 mars 2005

Lífið...

Ég held að ég hafi fallið í mínu fyrsta prófi á þriðjudaginn... en maður getur víst aldrei verið viss, en þetta er smá spark í rassinn til að læra meira án þess að vera pressuð til þess. Og ef ég hef fallið þá læri ég þetta bara betur og tek upptökupróf, ekkert slæmt þannig bara óþarfa aukalærdómur. Ég get nú ekki sagt að þessa hafi verið létt efni, sjúkdómafræði...
En nóg um það. Í gær(laugardag) var ein bekkjarsystir mín með smá partý, en önnur stelpan sem hún býr með átti afmæli. Við vorum nokkrar úr bekknum sem mættu, mjög fínt. En besta við þetta var að fyrir um daginn fór ég í mitt fyrsta sinn í System Bolaget, sem er Ríkið hér. Og þar keypti ég með smá Smirnoff Ice og Bacardi Brezzer. S´vo byrjaði ég á því að fara til vinkonu minnar, Marie, og við elduðum saman og fórum svo saman í partýið... Svo á leiðinni komst ég að því að ég hafði gleymt áfenginu mínu heima hjá henni... Ég er snillingur!! En þetta var samt fínt partý og ég skemmti mér ágætlega, hitti þarf mismundi fólk sem var mismunandi erfitt að skilja.
Svo í dag fórum við Marie á leikrit, fengum frímiða svo það breytti ekki miklu hvort að ég skildi mikið eða ekki. En leikritið var bara ágætt, ég skildi auðvitað ekki 100% hvað þeir sögðu en ég náði þó samhenginu. Leikritið hét TOPDOG/DOWNDOG, og var eins konar tvíleikur ef maður getur notað það orð :) en það voru vara tveir leikarar sem léku bræður.
Svo fer maður víst aftur í raunveruleikann á morgun og er í skólanum í heilan dag, tvo daga í röð...gerist sjaldan að við tökum heilan dag.

11 mars 2005

Leit...

Ákveðið hefur verið að hætta leit, þar sem hún hefur engan árangur borið. En ef sá eftirlýsti sé þetta er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband.

04 mars 2005

Eftirlýstur

Hér með er lýst eftir 25 ára karlmanni að nafni Tobbi, hann er ljóshærður um 175 cm á hæð. Hann hefur ekki látið heyra frá sér í rúmar 4 vikur. Reynt hefur verið að senda honum e-mail og sms en ekkert fengið til baka. Gott væri að vita hvort hann væri látinn eða á líf, meðvitundalaus, eða bara með stæla. Ef einhver getur gefið mér einhverjar upplýsingar um högun hans þá endilega látið mig vita með tölvupósti á póstfangið krissap@simnet.is ... mín er nefnilega orðin frekar...

Það sem á dagana drífur

Jájá ég veit að ég hef ekki bloggað frekar lengi enda ekki verið í stuði. Ég er að fara í próf í Læknigfræði faginu á þriðjudag svo það er nóg að læra um sjúkdóma í eyranu og hvernig þeir eru með höndlaðir.
Annars þá er Sandra(úr MH) og Siggi(kærastinn hennar) hér í borg. En þau eru bæði í inntökuprófi í tónlistadeildina. Ég er búin að vera að hitta þau, svona á milli þess að ég er í skólanum og þau í inntökuprófi. Bauð þeim í mat á miðvikudaginn, mjög skemmtilegt. Svo er planið að fara út að borða í kvöld og svo í bíó á Closer. Þau eru nú ekki alveg búin að vera heppin með veður, kvöldið sem þau komu snjóaði og snjóaði og það er búið að vera -10°- -5°C frost allan tíman en það hlínaði allt í einu í dag og er svona 0°-1°C hiti. Ég er komin með leið á þessum kulda og vil bara að vorið komi. ;)
Svo erum við búin að vera að taka heyrnarpróf á hverri annari í gríð og erg svo ég er komin með ágæta niðurstöðu á hvernig heyrnin mín er, frekar mikill munur á hægra og vinstra, þar sem hægra er mun betra en samt vinstra mjög gott bara ekki eins gott. Við erum einnig orðnar sammála um að það er orðið þreytandi að láta taka próf á sér, enda búin að gera það mjög oft. Mun betra er að taka prófið þá er maður meira vaknadi heldur en að sitja inni í hljóðeinangraðu herbergi sem er illa loftræst, manni langar að sofna...