13 mars 2005

Lífið...

Ég held að ég hafi fallið í mínu fyrsta prófi á þriðjudaginn... en maður getur víst aldrei verið viss, en þetta er smá spark í rassinn til að læra meira án þess að vera pressuð til þess. Og ef ég hef fallið þá læri ég þetta bara betur og tek upptökupróf, ekkert slæmt þannig bara óþarfa aukalærdómur. Ég get nú ekki sagt að þessa hafi verið létt efni, sjúkdómafræði...
En nóg um það. Í gær(laugardag) var ein bekkjarsystir mín með smá partý, en önnur stelpan sem hún býr með átti afmæli. Við vorum nokkrar úr bekknum sem mættu, mjög fínt. En besta við þetta var að fyrir um daginn fór ég í mitt fyrsta sinn í System Bolaget, sem er Ríkið hér. Og þar keypti ég með smá Smirnoff Ice og Bacardi Brezzer. S´vo byrjaði ég á því að fara til vinkonu minnar, Marie, og við elduðum saman og fórum svo saman í partýið... Svo á leiðinni komst ég að því að ég hafði gleymt áfenginu mínu heima hjá henni... Ég er snillingur!! En þetta var samt fínt partý og ég skemmti mér ágætlega, hitti þarf mismundi fólk sem var mismunandi erfitt að skilja.
Svo í dag fórum við Marie á leikrit, fengum frímiða svo það breytti ekki miklu hvort að ég skildi mikið eða ekki. En leikritið var bara ágætt, ég skildi auðvitað ekki 100% hvað þeir sögðu en ég náði þó samhenginu. Leikritið hét TOPDOG/DOWNDOG, og var eins konar tvíleikur ef maður getur notað það orð :) en það voru vara tveir leikarar sem léku bræður.
Svo fer maður víst aftur í raunveruleikann á morgun og er í skólanum í heilan dag, tvo daga í röð...gerist sjaldan að við tökum heilan dag.