19 desember 2004

Heima

Jæja nú er ég komin heim og býst ekki við að skrifa mikið hér á meðan. En ef einhver vill hafa samband þá er ég í gamla númerinu mínu 897 4494. Ég er ekki að vinna enda þarf ég að læra smá, svo ef þið viljið hittast þá endilega hafið samband.
Ég fer svo aftur út 3. jan

12 desember 2004

Alveg að koma

Jæja núna er ég laveg að fara að koma heim. Ég kem heim á laugardaginn kl 15:3o svo það er bara vika í það.
Það er búið að vera mikið að gera sl. liðina daga. Ég er búin að fara í munnlegt próf í sálfræði sem var ekkert mjög slæmt an ég þurfti nú samt að lesa mikið fyrir það, slapp nú frekar vel las ekki einu sinni 2 af 4 bókum sem við vorum með (reyndar einn kafla í annari) Enda voru bækurnar flestar um sama efnið. En ég er búin að ná áfanganum svo þetta skipir ekki máli lengur, fyrir utan að áfanginn hafði lítið að gera með okkar atvinnu(Þroskasálfræði??). Svo í gær(föstud) var ég í Anatómíu og ég held að það hafi bara gengið ágætlega. Meira að segja þá var ég næstum því búin að sleppa að svara einni spurningu því ég hafði ekki hugmynd um svarið en ákvað svo að giska, svo komst ég að því að svarið var rétt, ég trúði því varla.
Svo er ég að byrja í Eðlisfræði á mánudaginn þannig að það er allt orðið rólegt aftur enda gott eftir þessa lestrar törn. En þar sem önnin er plönuð örðru vísi hér en á íslandi þá þarf ég að læra um jólin. Við klárum hvern áfanga fyrir sig og erum bara í einum áfanga í einu. Ég mun þurfa að vinna upp í jólafríinu það sem ég missi úr en ég býst ekki við að það verði erfitt, svo kemur próf í jan.
En ég hlakka til að koma heim, býst ekki við að skrifa mikið, ef eitthvað, hér inná á meðan ég er heima.

03 desember 2004

Ferðalagið til Vexjö vikan á eftir

Jæja ég er komin til baka úr þessu ferðalagi og gott betur en það. Þetta var mjög gott ferðalag. Á leiðinni keyrðum við fram hjá einskonar vöruhúsi sem er samt eiginlega eins og Hagkaup í Smáranaum en bara margfaldar það nokkrum sinnum. Og þar sem þetta er svona stórt þá er þetta líka mjög ódýrt. Ég keypti mér örbylgjuofn :) Loksins get ég fengið örbylgjupop enda var ofninn vígður með því að poppa. Svo þegar við komum til Vexjö þá sá ég svolítið merkilegt. Eldhúsið heima hjá foreldrum Marie, er með nákvæmlega sömu skápunum og heima hjá mér...!
Það sem við gerðum í Vexjö var að: baka piparkökur, steypa kerti, föndra jólakort, skoða gler vörur því verksmiðjur KostaBoda, Orrefors ofl. er þaðan, svo fórum við að höggva jólatré, fórum á Jólahlaðborð, og fórum auðvitað líka út á djammið ;) Svo auðvitað verð ég að taka það fram að ég talaði mikla sænsku þarna, ég reyndi að tala bara sænsku ef einhver annars var með í samræðunum heldur en bara ég og Marie. (solt, stolt :þ )
Ég mun reyna að setja inn myndir á eftir eða á morgun.
Svo í dag var ég í munnlegu lokaprófi í Sálfræði, ég er búin að vera með í maganum út af þessu og sem betur fer er þetta búið. Þetta gekk ágætlega að ég held en maður veit aldrei. Svo næsta föstudag er ég að fara í lokapróf í Anatómíu, svo ég mun vera að læra næstu daga því að við höfum ekki verið í anatómíu í 5 vikur svo ég þarf að ryfja mikið upp... :/