28 september 2004

Góða nótt

Jæja núna er dýnan mín komin og ég hlakka til að fara að sofa á eftir :)

Svo eru líka komnar nýjar myndir frá því að ég fór í keilu

Er þetta háskóli eða hvað...

Ég hélt að ég væri næstum því komin aftur í 6 ára bekk í morgun... eeehhh kannski ekki alveg en alla vegana í 10. bekk. Við vorum í stærðfræði og ég komst að því að ég hefði ekki þurft að læra jafn mikla stærðfræði og ég gerði í MH. Svona voru dæmin sem við vorum að fara í gegnum: x=4, y=3 12x+y=? ; a=8 a/2=? ; 5x+3x-x=? ; x+3=17 x=? ; 5xy+10x=? ?=5x(y+2). Svo auðvitað að ++=+, +-=- og --=+. Ef þú hefur farið í gegnum náttúrufræðibaut/eðlisfræðibraut í framhaldsskóla þá er þetta eiginlega djók. Það liggur við að ég hafi lært of mikið til að skilja þetta ;) Eina ástæðan fyrir að ég fór ekki heim var að ég þarf að skilja hugtökin á sænsku... svo var ég að hjálpa vinkonu minni. Svo lagði kennarinn áherslu á að við þyrftum að kunna þetta!!

27 september 2004

Á leið á sænskunámskeið...

Ég verð að segja að mér brá þegar ég sá frétt á mbl.is um að MH eigi að fá íþróttahús árið 2006 og þá mun þessi 40 ára bið vera á enda. Alveg ótrúleg...! Hvenær ætli þeir muni segja "ekki var hægt að klára bygginguna vegna fjárskorts en hún mun opna eftir x mörg ár"? Svipað eins og með Þjóðleikhúsið. En alla vegana þá vona ég að þetta gangi upp hjá þeim.
Ég fór í keilu á laugardaginn með nokkrum krökkum, mér gekk mjög vel í byrjun þar sem ég fékk 2 fellur í fyrstu tveim skotunum. En ekki gat ég haldið þessu lengi. Ég get þó huggað mig við eitt, ég tapaði ekki :)
Ég er farin að finna svolítið fyrir því að vera fátækur námsmaður sem þarf að hugsa um peninga, ég reyni samt að hugsa ekkert of mikið um það. En svo fær maður líka námslán eftir jól og þá verður þetta þæginlegra, ég er þá ekki bara að eiða heldur fæ ég einnig einhverja innkomu á móti.
Ég er að fara að byrja á sænskunámskeiði á eftir... ég er nú ekkert búin að vera neitt of dugleg að reyna að læra sænskuna, þ.e. málfræðilega. Ég keypti mér kennsku/verkefnabók fyrir byrjendur, kannski er það bara að hún er of létt fyrir mig þess vegna nenni ég lítið að gera í hana, en ég er nú samt búin með eitthvað.
Svo hringdi dýnumaðurinn í mig áðan og ég fæ dýnuna á morgun, gat fengið hana í dag en ég þarf að fara á námskeiðið. Svo nú fer ég að sofa betur og bakið verður ánægðara.

21 september 2004

Gestabókin

Jæja núna er ég loksins komin með gestabók... sérstaklega gert fyrir þig elsku besti frændi(Egill) ;) En auðvitað mega allir skrifa í hana eins oft og þeir vilja...

20 september 2004

Sofðu rótt..

Á sl. föstudag vorum við að gera heyrnarpróf á hverju öðru. Það var mjög gaman og áhugavert að sjá virkilega hvering þetta virkar. Ég er bara með mjög fína heyrn. Á tíðninni 500 - 2000 Hz er ég með -8 dB en á tíðninni 3000 - 8000 Hz er hún 0 dB. Og svo fyrir þá sem ekki vita er eðlileg heyrn undir 20 dB og algjört heyrnarleysi er yfir 120 dB.

Svo fór ég á nýnema kvöld uppi í skóla á föstudag. Það var bara mjög fínt. Það var einn strákur sem spurði mig hvort að ég skyldi "Elfish"(úr Lord of the Rings)...!?! Mér fannst þetta frekar skrítin spurning.

Svo komst ég að því um daginn að ég yrði að kaupa mér nýja dýnu í rúmið þar sem sú sem ég er með er allt of mjúk, ég hef ekki sofið vel sl. 2 vikur, sem er ekki gott. Vakna upp um 4 leytið illt í bakinu... Svo ég fór að skoða rúm og ég endaði auðvitað með að kaupa bestu fáanlegu dýnuna...TEMPUR. Ég fæ hana reyndar ekki fyrr en eftir viku en það liggur við að ég sofi betur vitandi að ég sé að fá betri dýnu. Það er nú eins gott að fá sér almennilega dýnu þar sem maður eyðir 8 tímum að meðaltali á dag í rúminu sofandi. Svo var maðurinn sem seldi mér dýnuna svo almennilegur að hann lét mig fá trégrindina(120cm) á verði 90cm því hann fann ekki verðlistann, svo gaf hann mér fluttninginn þar sem ég bý svo nálægt og svo að lokum gaf hann mér lak til að vernda dýnuna. Svo var vinkona mín með mér og ég held að hún sé eitthvað að spá í að fá sér yfirdýnu úr TEMPURefninu, því hún er að fara að fá sér nýtt rúm.

Í dag var ég svo í atvinnukynningu á Sahlgrenska, og fer aftur á morgun, þar sem ég var að fylgjast með heyrnarfræðingum mæla heyrn á fólki sem er með heyrnarvandamál. Það var bara frekar gaman ;) Ég hlakka til þegar ég er búin með námið og fer að vinna. :)

14 september 2004

Íslendingar

Ég fékk hringingu í dag sem ég skildi ekki í byrjun, ekki útaf því að sænska væri töluð... nei heldur var þetta hrein íslenska. Konan sem hringdi var frá Sendiráði Íslands í Stokkhólm.. hvað ættu þeir að vilja mér. Hún talaðu um að hafa fengið einhverjar upplýsingar (eða e-ð) frá Lögreglunni í "(staðurinn sem ég gerði skýrslu um þjófnaðinn)". Og enn var ég ekki alveg klár á því hvert manneskjan væri að fara. En svo jú, hún sagði að öllum skilríkjunum mínum hafi verið skilað inn og að hún væri með þau og myndi senda mér þau. Ja hérna!! Einhver hefur komist að því að hann hefði ekkert við þetta að gera og skilað því inn í staðinn fyrir að henda því. Þó að ég hafi mest lítið að gera við debit og kredit kortin, þar sem ég er búin að fá ný, þá er samt ágætt að vita að einginn sé að reyna að notfæra sér þetta. Það er líka fínt að fá ökuskírteinið, það sparar mér það að þurfa að mæta í eiginpersónu í Sendiráðið í Stokkhólm til að sækja um nýtt eða að þurfa að býða til jóla, fyrir utan kostnaðinn við að fá nýtt. Ég fór svo að hugsa eftir á... hvernig komst hún að númerinu mínu??? En þá fattaði ég að ég var nýbúin að tala inn á talhólfið og láta vita af númerinu hér... sem betur fer, því annars hefði hún sent allt draslið til Íslands. En myndavélin og peningurinn var ekki með í fundinum:( enda gat ég varla búist við því.

Svo er tölvan hans Tobba míns bilðuð þessa stundina, en er í viðgerð, svo ég hef ekki getað talað við hann eins mikið og mig langar:( Við erum nefnilega búin að vera að tala saman í gegnum netið á Skype, þá þar maður ekkert að hafa áhyggjur um að tala of lengi. Símreikningurinn minn var orðinn annsi hár, svo þetta var nauðsyn. En þetta virkar líka bara fínt. Núna er um við aftur bara í GSM sambandi... í bili.

Eins og þið kannski sjáið þá er ég búin að bæta útlitið. Búin að bæta við hérna til hliðar, en þetta tókst með dyggri hjálp frá Ragnheiði. Ég fer bara að verða tölvusérfræðinur... neihh held ekki...

11 september 2004

2 vikur í skólanum

Núna er búnar 2 vikur í skólanum og þetta gengur bara ótrúlega vel. Við erum mikið núna í hópavinnu þar sem eigum að skrifa ritgerð útfrá sögu sem við völdum, og hún átti auðvitað að hafa eitthvað að gera með heyrnarlausa eða heyrnarskerta. Ég er nú ekki en búin með bókina en hún er tæpar 300 bls, sem betur fer þá fann ég hana á ensku.
Í dag er fyrsti dagurinn sem það rignir í tæpar 2 vikur, veðrið er búið að vera mjög gott, svona um 20°C
Ég var að labba heim um daginn og þá rakst ég á búð sem seldi legsteina og merkti þá, sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að á einum steininum sem stóð í glugganum stóð: Selma Lagerlöf, en þetta minnti mig bara á Stellu í orlofi. Var hún ekki Lagerlöf?
Ég er núna komin með sænskt símanúmer, en mér tókst nú reynar að fá mér 2 númer. Ég keypti eitt í gegnum netið, sem var ódýrast en svo var ég með vinkonu minni og kona kom og vildi tala við okkur, og hún bauð upp á að borga 200 kr á mánuði og geta þá hringt í alla sem voru í þessu símfyrirtæki frítt. Vinkona mín tók þessu tilboði og konan gaf mér þá frelsis númer innan fyrirtækisins svo vinkona mín geti hringt í mig frítt. Svo ég býst við að taka það númer yfir þegar inneignin á hinu er búin, en annars kemur það bara í ljós. Númerin eru sem sagt: +46 73 594 8121 og +46 73 255 8949. Ég er aðalega með fyrra númerið til að valda sem minnstum misskilningi.
Svíarnir eru alveg ótrúlegir með reglurnar sínar. Ég gat ekki notað passan minn til að fá ID til þess að geta borgað með debitkortinu(það er ekki mynd á því), heldur varð ég að koma með vin/vinkonu með mér til að fá IDið en hins vegar gat ég alveg borgað í búðum með því að sína passan. Þetta "meikar" ekki alveg "sens" en ég þar sem ég vil ekki alltaf vera með passan þá fór ég með vinkonu minni í bankann og sótti um það. Reglur, reglur, reglur.
Jæja núna ætla ég að fara og gera fyrstu tilraun í að leigja DVD, það kemur svo í ljós hvernig það fer.

05 september 2004

Vika í Nordostpassagen 6

Núna er komin vika sem ég er búin að vera hérna í íbúðinni, sem er bara gott og blessað nema hvað ég er búin að vera með alveg þvílíkan maga verk í dag. Ég hélt á tímabili að maginn væri að sprynga. En ég er öll að skána.
Við fengum mjög áhuga vert verkefni í skólanum sem við eigum að skila á fimtudag. Þetta verkefni er í 3 liðum, fyrsti þá á maður að fara út í skóg, á gatnamót þar sem umferð er, vera í hljóðlátu herbergi og svo mátti velja um banka, strætóskiptistöð, pósthús eða eitthvað svoleið. Svo átti maður að vera í 10 min á hverjum stað og hluta á öll hljóð sem maður heyrði og taka eftir því hvernig manni liði við hin og þessi hljóð. Annar hlutinn átti maður að setja tappa í eyrað á sér og vera með hann í 6 tíma og taka eftir hvernig hljóðin eru, reyna að hafa samskiti við annað fólk, fara t.d. út í búð, ég endist ekki nema 3 tíma en þá var ég komin með höfðuverk vegna þrístings. Svo var þriðjihlutinn bara að lesa grein og svara spurningum.

Það var einn kennarinn með mjög leiðinlegt comment á fimmtudag, hún var eitthvað að tala um að þetta væri vandamál sem þyrfti að takast á við, útaf því hvað ég skil lítið. Og bekkurinn þarf að ræða málin hvort að þetta trufli hina vegna þess að ein stelpan er að þýða aðalatriðin yfir á ensku til að ég nái um hvað er verið að tala. Svo eigilega sagði hún að ég myndi ekki ná þessu, mér fannst hún mjög neikvæð. Ég var ekkert smá sár. Svo sagði ég stelpunum frá þessu og þeim fannst þetta bara fáránlegt af henni. Ein stelpan heyrði samræðurnar hún var bara "er ekki allt í lagi!!" Allir aðrir kennarar finnst þetta ekkert mál og bara mjög jákvæðir. Ég er ekkert smá pirruð út í þessa "kellingu"

Annars er lífið vara fínt hér í Gautaborg :)

01 september 2004

Skóli...

Núna er ég búin með 3 skóladaga og af þeim voru 2 og hálfur kynningar. Sem sagt helmingurinn í dag var fyrirlestur. Þetta gengur bara ágætlega. Ég er búin að kynnast fleiri stelpum, aðalega eftir daginn í gær. Hann byrjaði á því að ég labbaði í skólann eins og venjulega nema að það var ótrúlega mikil rigning, ímyndið ykkur MJÖG mikla rigningu(eins og hellt sé úr fötu) og labbið í því í 20 mín í jakka sem er ekki mjög vatnsheldur, og hver er útkoman? Jú gegnum blaut frá toppi til táar, og engar íkjur. Ég var að krókna, ég skalf í tímanum. Nærfötin mín voru blaut !!
Það endaði með því að ein stelpan lánaði mér bol svo minn gæti þornað.
Svo þurftum við að segja hver við værum og þá auðvitað komust allir að því að ég var frá Íslandi og skildi mest lítið af því sem sagt var. Svo var farið að vorkenna mér fyrir að skilja ekkert og vera köld og blaut. Upp frá því fékk ég lánaðan bolinn ;)
Þessi sama stelpa og lánaði mér bolinn, Marie, fór svo að þýða fyrir mig hvað kennarinn var að segja, sem kom sér mjög vel. Einnig var hún að þýða fyrir mig fyrirlesturinn í dag og útskírði einnig fyrir kennaranum hvað hún væri að gera. Þetta leit kannski illa út, sátum aftast og hún alltaf að hvísla einhverju að mér :/
En þetta var allt í lagi ;) Ég má meira að segja skila verkefni sem við eigum að gera á ensku :)
Svo var Eyjó, sá sem var í herbergjunum á undan mér að fara í dag svo ég er búin að vera að koma mér fyrir, það er mjög mikið hillu pláss en ég hef lítið til að setja í þær... Ég hlýt að geta reddað því ;) Núna sé ég svona hvað mig vantar.

Ef einhver veit um góða uppskrift af ágætis mat, fljótlegt og þæginlegt, endilega látið mig vita. Þetta er frekar einhæft hjá mér...