20 september 2004

Sofðu rótt..

Á sl. föstudag vorum við að gera heyrnarpróf á hverju öðru. Það var mjög gaman og áhugavert að sjá virkilega hvering þetta virkar. Ég er bara með mjög fína heyrn. Á tíðninni 500 - 2000 Hz er ég með -8 dB en á tíðninni 3000 - 8000 Hz er hún 0 dB. Og svo fyrir þá sem ekki vita er eðlileg heyrn undir 20 dB og algjört heyrnarleysi er yfir 120 dB.

Svo fór ég á nýnema kvöld uppi í skóla á föstudag. Það var bara mjög fínt. Það var einn strákur sem spurði mig hvort að ég skyldi "Elfish"(úr Lord of the Rings)...!?! Mér fannst þetta frekar skrítin spurning.

Svo komst ég að því um daginn að ég yrði að kaupa mér nýja dýnu í rúmið þar sem sú sem ég er með er allt of mjúk, ég hef ekki sofið vel sl. 2 vikur, sem er ekki gott. Vakna upp um 4 leytið illt í bakinu... Svo ég fór að skoða rúm og ég endaði auðvitað með að kaupa bestu fáanlegu dýnuna...TEMPUR. Ég fæ hana reyndar ekki fyrr en eftir viku en það liggur við að ég sofi betur vitandi að ég sé að fá betri dýnu. Það er nú eins gott að fá sér almennilega dýnu þar sem maður eyðir 8 tímum að meðaltali á dag í rúminu sofandi. Svo var maðurinn sem seldi mér dýnuna svo almennilegur að hann lét mig fá trégrindina(120cm) á verði 90cm því hann fann ekki verðlistann, svo gaf hann mér fluttninginn þar sem ég bý svo nálægt og svo að lokum gaf hann mér lak til að vernda dýnuna. Svo var vinkona mín með mér og ég held að hún sé eitthvað að spá í að fá sér yfirdýnu úr TEMPURefninu, því hún er að fara að fá sér nýtt rúm.

Í dag var ég svo í atvinnukynningu á Sahlgrenska, og fer aftur á morgun, þar sem ég var að fylgjast með heyrnarfræðingum mæla heyrn á fólki sem er með heyrnarvandamál. Það var bara frekar gaman ;) Ég hlakka til þegar ég er búin með námið og fer að vinna. :)