27 september 2004

Á leið á sænskunámskeið...

Ég verð að segja að mér brá þegar ég sá frétt á mbl.is um að MH eigi að fá íþróttahús árið 2006 og þá mun þessi 40 ára bið vera á enda. Alveg ótrúleg...! Hvenær ætli þeir muni segja "ekki var hægt að klára bygginguna vegna fjárskorts en hún mun opna eftir x mörg ár"? Svipað eins og með Þjóðleikhúsið. En alla vegana þá vona ég að þetta gangi upp hjá þeim.
Ég fór í keilu á laugardaginn með nokkrum krökkum, mér gekk mjög vel í byrjun þar sem ég fékk 2 fellur í fyrstu tveim skotunum. En ekki gat ég haldið þessu lengi. Ég get þó huggað mig við eitt, ég tapaði ekki :)
Ég er farin að finna svolítið fyrir því að vera fátækur námsmaður sem þarf að hugsa um peninga, ég reyni samt að hugsa ekkert of mikið um það. En svo fær maður líka námslán eftir jól og þá verður þetta þæginlegra, ég er þá ekki bara að eiða heldur fæ ég einnig einhverja innkomu á móti.
Ég er að fara að byrja á sænskunámskeiði á eftir... ég er nú ekkert búin að vera neitt of dugleg að reyna að læra sænskuna, þ.e. málfræðilega. Ég keypti mér kennsku/verkefnabók fyrir byrjendur, kannski er það bara að hún er of létt fyrir mig þess vegna nenni ég lítið að gera í hana, en ég er nú samt búin með eitthvað.
Svo hringdi dýnumaðurinn í mig áðan og ég fæ dýnuna á morgun, gat fengið hana í dag en ég þarf að fara á námskeiðið. Svo nú fer ég að sofa betur og bakið verður ánægðara.