14 september 2004

Íslendingar

Ég fékk hringingu í dag sem ég skildi ekki í byrjun, ekki útaf því að sænska væri töluð... nei heldur var þetta hrein íslenska. Konan sem hringdi var frá Sendiráði Íslands í Stokkhólm.. hvað ættu þeir að vilja mér. Hún talaðu um að hafa fengið einhverjar upplýsingar (eða e-ð) frá Lögreglunni í "(staðurinn sem ég gerði skýrslu um þjófnaðinn)". Og enn var ég ekki alveg klár á því hvert manneskjan væri að fara. En svo jú, hún sagði að öllum skilríkjunum mínum hafi verið skilað inn og að hún væri með þau og myndi senda mér þau. Ja hérna!! Einhver hefur komist að því að hann hefði ekkert við þetta að gera og skilað því inn í staðinn fyrir að henda því. Þó að ég hafi mest lítið að gera við debit og kredit kortin, þar sem ég er búin að fá ný, þá er samt ágætt að vita að einginn sé að reyna að notfæra sér þetta. Það er líka fínt að fá ökuskírteinið, það sparar mér það að þurfa að mæta í eiginpersónu í Sendiráðið í Stokkhólm til að sækja um nýtt eða að þurfa að býða til jóla, fyrir utan kostnaðinn við að fá nýtt. Ég fór svo að hugsa eftir á... hvernig komst hún að númerinu mínu??? En þá fattaði ég að ég var nýbúin að tala inn á talhólfið og láta vita af númerinu hér... sem betur fer, því annars hefði hún sent allt draslið til Íslands. En myndavélin og peningurinn var ekki með í fundinum:( enda gat ég varla búist við því.

Svo er tölvan hans Tobba míns bilðuð þessa stundina, en er í viðgerð, svo ég hef ekki getað talað við hann eins mikið og mig langar:( Við erum nefnilega búin að vera að tala saman í gegnum netið á Skype, þá þar maður ekkert að hafa áhyggjur um að tala of lengi. Símreikningurinn minn var orðinn annsi hár, svo þetta var nauðsyn. En þetta virkar líka bara fínt. Núna er um við aftur bara í GSM sambandi... í bili.

Eins og þið kannski sjáið þá er ég búin að bæta útlitið. Búin að bæta við hérna til hliðar, en þetta tókst með dyggri hjálp frá Ragnheiði. Ég fer bara að verða tölvusérfræðinur... neihh held ekki...