05 september 2004

Vika í Nordostpassagen 6

Núna er komin vika sem ég er búin að vera hérna í íbúðinni, sem er bara gott og blessað nema hvað ég er búin að vera með alveg þvílíkan maga verk í dag. Ég hélt á tímabili að maginn væri að sprynga. En ég er öll að skána.
Við fengum mjög áhuga vert verkefni í skólanum sem við eigum að skila á fimtudag. Þetta verkefni er í 3 liðum, fyrsti þá á maður að fara út í skóg, á gatnamót þar sem umferð er, vera í hljóðlátu herbergi og svo mátti velja um banka, strætóskiptistöð, pósthús eða eitthvað svoleið. Svo átti maður að vera í 10 min á hverjum stað og hluta á öll hljóð sem maður heyrði og taka eftir því hvernig manni liði við hin og þessi hljóð. Annar hlutinn átti maður að setja tappa í eyrað á sér og vera með hann í 6 tíma og taka eftir hvernig hljóðin eru, reyna að hafa samskiti við annað fólk, fara t.d. út í búð, ég endist ekki nema 3 tíma en þá var ég komin með höfðuverk vegna þrístings. Svo var þriðjihlutinn bara að lesa grein og svara spurningum.

Það var einn kennarinn með mjög leiðinlegt comment á fimmtudag, hún var eitthvað að tala um að þetta væri vandamál sem þyrfti að takast á við, útaf því hvað ég skil lítið. Og bekkurinn þarf að ræða málin hvort að þetta trufli hina vegna þess að ein stelpan er að þýða aðalatriðin yfir á ensku til að ég nái um hvað er verið að tala. Svo eigilega sagði hún að ég myndi ekki ná þessu, mér fannst hún mjög neikvæð. Ég var ekkert smá sár. Svo sagði ég stelpunum frá þessu og þeim fannst þetta bara fáránlegt af henni. Ein stelpan heyrði samræðurnar hún var bara "er ekki allt í lagi!!" Allir aðrir kennarar finnst þetta ekkert mál og bara mjög jákvæðir. Ég er ekkert smá pirruð út í þessa "kellingu"

Annars er lífið vara fínt hér í Gautaborg :)