30 ágúst 2006

Skólinn kominn á skrið

Já sem sagt skólinn er byrjaður en ég hef lítið getað lært fyrir skólann þar sem ég hef verið mjög lítið frísk sl daga. Og eins og einhverjir vita þá get ég ekki sleppt því að mæta í skólann þó að ég sé frekar mikið kvefuð og hálf lúin. Sem sagt ég er búin að vera í skólanum í 3 daga og hef ekki lesið neitt fyrir tímana né svarað spurningunum sem á að fara yfir, þó að það sé hálfpartinn ætlast til þess. Stundum skil ég ekki alveg hvernig ég hef komist í gegnum skóladaginn því að meiri hlutinn af því sem kennarinn segir næ ég engu samhengi. En það sem heldur mér lifandi í gegnum skóladaginn er Íbúfen (sem minnkar hausverk sem stafar af hósta og sníti), Otrivin (sem opnar nefið svo að ég hafi fræðilegan möguleika á að anda), pappírsþurrkur (til að losna við það sem nefið framleiðir eins og því sé borgað fyrir það) og svo hálstöflur til að minnka hóstaköstin sem ég á til að fá í tíma.
Ég meina þetta er að verða rugl, ég sem hélt að særindin í hálsinum eftir djamm á Menningarnótt hefði bara verið út af sígarettureik. En neeeei.... þetta er orðið af hálsbólgu/kvefi sem er búið að standa yfir í 11 daga núna og þeir verða fleiri, síðan á laugardag hef ég ekki fundið neina lykt en ég vona að það fari að koma til baka bráðum, og þar með hefur bragðskinið ekki verið upp á sitt besta heldur.
Ég held að ég sé búin að prufa flest húsráð... sofa með hærra undir höfði, sem gerði það að verkum að vöðvarnir í hálsinum og upp í höfuð stirðnuðu og bjuggu til höfuðverk, anda að mér gufu undir handklæði, gengur mis vel þar sem nefið er ekki alltaf tilbúið til samvinnu, fara snemma að sofa... og fl.

En planið er að vinna upp, það sem ég átti að vera búin að gera fyrir tímana í dag og í gær, á föstudaginn og um helgina.

Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðug og vakna smá snemma í morgun og kjósa Magna en komst síðan að því að ég virðist ekki geta það héðan úr svía ríki. Þegar í reyndi í gegnum MSN þá stóð Voting closed, og á heimasíðunni ýtti ég á VOTE en þar voru bara upplýsingar um hvernig ég ætti að kjósa... "ýttu á VOTE á forsíðunni og kjóstu þann sem þér líst best á" Svo því miður gat ég ekki kosið en við vonum bara að þetta hafi genguð vel.

En núna er þetta orðið nóg að rugli hjá mér og er ég því að spá í að fá mér kvöldmat.

27 ágúst 2006

Í Gautaborg, Erla kom og farin

Maður átti sem sagt að treysta einum einn daginn og hinum hinn daginn....

Ég er sem sagt komin til Gautaborgar aftur og ég verð að viðurkenna að það er bara þæginlegt enda tel ég mig ekki vera í útlöndum þegar ég er hér.

Erla frænka kom með mér en hún er farin núna. Við gerðum ýmislegt á meðan hún var hér, fórum í verslunarleiðangur, Liseberg, Universeum, 2x í bíó og löbbuðum alveg ótrúlega mikið um bæinn. Veðrið var bara fínt mest allan tíman, 20° hiti einhver sól, lítil rigning nema á nóttunni. En í dag er heilmikil rigning.

Ég hef verið með hálsbólgu og kvef sl. viku en ég hef lítið látið það aftra mér enda fæ ég að borga fyrir það í dag. Hálsinn er aumur eftir alla hóstana og nefið er mjög aumt eftir alla hnerrana og snítingarnar og þar af auki mikið stíflað. Ég hef alveg verið hressari en ég er í dag. En skólinn byrjar á morgun svo ég verð að vera orðin góð, þannig að dagurinn í dag er tekinn í afslöppun. Er að fara á eftir til Marie að hanga yfir sjónvarpinu hennar á meðan hún er í vinnunni og læt hana svo vorkenna mér þegar hún kemur heim... segi bara svona :þ

22 ágúst 2006

Hverjum á maður að treysta...
Weather.com eða MSN/NBC weather??... ég bara spyr
Ég veit ekki hvort þetta sést vel en Weather.com segir: Wed: light rain, thu: light rain, Fri: showers, Sat: showers, Sun: showers og Mon: showers
MSN segir: Wed: sprinkles, Thu: Shower/clear, Fri: Clear, Sat: Clear, Sun: Fair og Mon: clear.

Við alla vegna sjáum til hvor hefur réttara fyrir sér og hefur betri spámenn að störfum

21 ágúst 2006

Á leiðinni út 23. ágúst

já ss eftir 2 sólahringa fer ég til Gautaborgar aftur... og ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega bara fegin því að komast aftur út af misjöfnum ástæðum sem ekki verða taldar upp hér :þ

Skólinn byrjar þann 28. ágúst sem er eftir viku. En Erla frænka ætlar að koma með mér út og vera hjá mér í nokkra daga... það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn :) Svo munið að þið eruð velkomin!!!