27 ágúst 2006

Í Gautaborg, Erla kom og farin

Maður átti sem sagt að treysta einum einn daginn og hinum hinn daginn....

Ég er sem sagt komin til Gautaborgar aftur og ég verð að viðurkenna að það er bara þæginlegt enda tel ég mig ekki vera í útlöndum þegar ég er hér.

Erla frænka kom með mér en hún er farin núna. Við gerðum ýmislegt á meðan hún var hér, fórum í verslunarleiðangur, Liseberg, Universeum, 2x í bíó og löbbuðum alveg ótrúlega mikið um bæinn. Veðrið var bara fínt mest allan tíman, 20° hiti einhver sól, lítil rigning nema á nóttunni. En í dag er heilmikil rigning.

Ég hef verið með hálsbólgu og kvef sl. viku en ég hef lítið látið það aftra mér enda fæ ég að borga fyrir það í dag. Hálsinn er aumur eftir alla hóstana og nefið er mjög aumt eftir alla hnerrana og snítingarnar og þar af auki mikið stíflað. Ég hef alveg verið hressari en ég er í dag. En skólinn byrjar á morgun svo ég verð að vera orðin góð, þannig að dagurinn í dag er tekinn í afslöppun. Er að fara á eftir til Marie að hanga yfir sjónvarpinu hennar á meðan hún er í vinnunni og læt hana svo vorkenna mér þegar hún kemur heim... segi bara svona :þ