22 desember 2005

Heima

Núna er ég komin heim...loksins.

Það var mikið að gera í dag að redda öllu sem átti eftir að redda fyrir jólin... þe það sem ég gat ekki reddað úti.

Ég býst ekki við að skrifa meira hér inn á meðan ég er heima, alla vega ekki fyrst um sinn. En ég er í góðu símasambandi... þe með 2 síma bæði ísl og sæn númerið. Og auðvitað er ég með sama ísl númerið enda ætla ég ekki að gefa það neitt :p

Gleðileg jól!!!

20 desember 2005

Næsti sólahringur...

...mun einkennast af stressi, tilhlökkun og þreytu.

Ég tók sem sagt þá ákvörðun að fara með töskuna niður á lestarstöð núna í kvöld, svo ég þyrfti ekki að gera það í fyrramálið, þar sem ég var búin að pakka og sá ekki fram á að ég myndi setja neitt meira ofan í töskuna. Þá er bara eftir að fara í skólann á morgun, sem er víst skildumæting komst að því í dag og var líka skildumæting í dag. Reyna að halda einhverri einbeitningu í þessa 3 tíma. Koma sér svo niður á lestarstöð og fara í lestina. Líka best að muna eftir töskunni :p

En jæja það er best að fara og þrífa baðið, lakka á sér neglurnar og fara að sofa. og vera tilbúin, andlega og líkamlega fyrir morgundaginn.... lending eftir ca 25 tíma.

18 desember 2005

3 dagar í heimkomu + myndir

Ég get eiginlega ekki beðið lengur... svo ég er byrjuð að pakka :) Reyndar er ég ekki búin að þvo allt sem ég þarf að þvo en ég er búin að taka hluti frá sem ég ætla með heim. Svo er ég búin að sækja ferðatöskun og hún er komin hér á gólfið og það er ágætis hrúa ofan á henni... ætli ég komi öllu ofan í tösku??

Svo þegar ég var að sækja spariskóna sem ég fer með heim... haldið þið ekki að ég hafi ekki bara fundið K-hálsmenið mitt sem er búið að vera týnt í ca. 2 mánuði og ég hafði sárt sakknað. En það var ofan í skónum... ég varð rosalega glöð. Og auðvitað búin að setja það á mig.

Ég er búin að setja inn myndir á myndasíðuna undir 'byrjun des'. En þetta er bara svona sitt lítið af hverju.

17 desember 2005

4 dagar í jólafrí

Það fer að styttast ógurlega í heimkomu sem er auðvitað ekkert nema gott. Ég er búin að gera verkefnið í taugasálfræði sem ég á að skila inn á þri.d/miðv.d. Ég var uppi í skóla frá 10:30 til 15 að gera þetta verkefni. Og það var varla pásað svo ég var þokkalega þreytt á eftir og gerði mest lítið í gærkvöldi nema að hluta á tónlist. Ég held að ég hafi verið komin með svefngalsa um 23 leytið og var á leiðinni í rúmið í tæpa 2 tíma áður en ég loksins fór að sofa.

Það er kalt hér í dag ég sá mælinn sýna -5,9°C fyrir ca 2 tímum en hljómar ekki vel. Svo var 18°C hér inni þegar ég vaknaði, en ég setti ofnana á fullt til að hita herbergið sem gengur eitthvað dreglega. En það er búið að hlýna ótrúlega á stuttum tíma, en núna er -3,5°C reyndar er hitinn alltaf að rokka eitthvað. Ég þarf að fara með pakka niður í bæ en ég nenni ekki út í þennan kulda.

Ég get varla beðið þanngað til á miðvikudaginn. En þar sem þessi önn er búin að vera ótrúlega fljót að líða þá hljóta þessir 4 dagar vera fljótir að líða. Ég er í skólanum á milli 9 og 12 á mið.v.d og svo fer lestin kl 13:25 þannig að ég ætla ekki að treysta á að ég nái heim í milli tíðinni. Þannig að ég verð með ferðatöskuna í skólanum.... mjög gaman. Og svo á ég frammi hið skemmtilega 10 tíma ferðalag. En svo hitti ég líklega Tinnu, vinkonu Öllu í Köben, en hún er fara með sama flugi. Svo ég verð ekki ein alla leiðina.

Jæja ég þarf að fara koma þessum pakka niður í bæ. Gott að vera búin að því!!

Svo vil ég endilega rukka Jón og Lilju um parketmyndir. En þau ákváðu að ráðast í að leggja parket... sem er auðvitað bara flott.

14 desember 2005

Vika í heimkomu :Þ

Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er þreytt eftir daginn. Ég var í skólanum milli 10 og 12. Svo hitti ég Öllu og við fengum okkur að borða í hádeginu og röltum í bænum og ég keypti jólagjafir, en ég er bara orðin í góðum málum í þeim efnum... sem er auðvitað bara gott mál.
Svo fórum við í Liseberg og röltum þar um heillengi, og auðvitað keyptum ýmislegt, jólaskraut og jólagjafir. Jú og svo auðvitað lakkrís og brenndar möndlur... mjög gott.
Ég er að spá í að vera mjög dugleg í fyrramálið og fara upp í skóla kl 9 og fara að lesa taugasálfræði og gera verkefnið úr því... en við eigum að skila því inn áður en við förum í fyrirlestur um það... einkennilegt mál. Ég á að vera á fyrirlestri milli 13 og 15 svo ég ætti að geta gert nokkuð mikið fyrir fyrirlesturinn, milli 9 og 12 en svo þarf ég alveg klukkutíma í að borða og rölta niður í Handelshögskola þar sem við erum á fyrirlestrum núna því við erum svo mörg(Heyrnarfræði-, iðjuþjálfa- og sjúkraþjáfanemar)... og já við erum meira að segja með strákum í tímum :) Sem er auðvitað bara skemmtileg tilbreyting :)

En núna ætla ég að fara að leggja mig... kannski lesa smá, þe ekki skólabók.

13 desember 2005

Sálfræðin er byrjuð

Nú er síðasti áfangi annarinnar byrjaður og ég sé fram á mikinn lestur í hinum ólíku útgáfum af sálfræði...Heilsusálfræði, vinnusálfræði, viðtals- og samtalsvinnubrögð, Taugasálfræði, erfiðleikasálfræði og félagssálfræði(nb beinar þýðingar)
Og þar sem mér þykir ekkert sérstaklega gaman að lesa fræðibækur þá er ég ekkert í skýunum yfir þessu. Mig langar bara að komast heim í jólafrí eins og aðrir. Ég kemst ekki alveg jafn vel upp með lítinn lærdóm þessi jól eins og síðustu jól, þegar ég lærði í 3 eða 4 tíma.

En í gær fór ég til Ragnars og fékk að skrifa nokkur lög en drengurinn á rúmlega 1500 lög á tölvunni sinni. Ég skrifaði ca 270 lög niður á disk og á núna slatta af tónlist, auðvitað fyrir utan það sem ég átti fyrir.

En jæja best að hlada áfram að lesa Som man frågar får man svar, ein af þessum 9 bókum sem við þurfum að lesa. Sem betur fer þurfum við bara að lesa valda kafla úr nokkrum bókum en aðrar eigum við að lesa alla. Eins og staðan er núna er ég búin með 57 bls af þeim 961 sem ég á að lesa... engin frábær frammistaða enda lengi að lesa.

11 desember 2005

Sú fríska skrifar.. :þ

Þá er síðasta prófið búið fyrir jól en engin sérstök ástæða fyrir að fagna þar sem sálfræðin byrjar á morgun, en ég hef ca. 1000 bls að lesa um jólin.

Á föstudagskvöldið fór ég með Marie og foreldrum hennar á söngleikin Kharmen,(venjulega er þetta ópera) en það var búið að setja þetta í nútímabúning. Þetta var bara mjög skemmtilegt. Átti stundum erfitt með að skilja það sem sagt var(ekki ein um það) en ég náði alveg söguþræðinum.

Í gær fór ég með Marie og foreldrum hennar að rölta í gegnu jólamarkaðinn í Haga, en hann var ekki alveg jafn góður og í fyrra kannski hafði rigningin sitt að segja. Svo eftir það röltum við í gegnum bæinn og fórum í Liseberg á jólamarkaðinn þar. Ég keypti glögg og sinnep til að fara með heim. Keypti eina jólagjöf og fann aðra sem ég mun kaupa næst þegar ég fer. Vorum ekkert voðalega lengi þarna þar sem það rigndi og manni varð hrollkalt inn að beini. Og þó að ég væri í íþróttaskóm í þetta skiptið varð mér samt kalt á tánum. Svo þegar við vorum á leiðinni út hringdi Chris frá USA... hef ekki heyrt í honum í langan tíma, alltaf gaman að fá hringingu frá útlöndum.

Svo var Alla að klára prófin sín í gær svo við fórum út að borða á O'Lerys og fengum okkur hamborgara og djúpsteiktan ís... mjög gott en við vorum ekkert smá saddar. Fórum svo og hittum vini Öllu sem voru að fara á djammið en við ákváðum bara að fara heim því við vorum svo þreyttar. En ég var komin heim um eitt leytið svo þetta var ágætt.

Nú er bara spurning hvað maður gerir í dag. Það sést í eitthvað blátt á himni svo það er spurning hvort maður fari út!!??!!

08 desember 2005

dagurinn í hnotskurn

Eftir að hafa sagt mömmu frá þessu yfirliði þá vildi hún að ég færi í blóðprufu. Svo sagði ég Marie frá þessu og hún vildi að ég færi á slysavarðsstofuna(bráðamóttökuna) eða hringdi og talaði við einhvern(þe hjúkrunarkonu).
Eftir smá pressu hringdi ég og talaði við einhverja hjúkku sem vildi að ég færi upp á slysó sem ég og gerði.
Fyrst tók tíma að bíða eftir að vera kölluð upp til að vera skráð inn og borga(300 sek kr takk fyrir), þó enginn væri á undan mér í röðinni. Svo var ég kölluð inn ótrúlega fljótt í eitthvað tékk. Þar sem ég fór í hjartalínurit, blóðþrýstingsmælingu og sýrustigsmælingu(en þá var einhverjum svampi(2cm í þvermál) stungið upp í nefið á mér á frekari viðvarannar eða upplýsinga. Svo var mér sagt að bíða í biðstofunni og það gæti tekið smá tíma. Sem betur fer spurði ég hvað smá tími gæti verið langur... tja.. "ett par timmar" ss ca. tveir klukkutímar... vegna þess að ég var ekki alvarlega veik. Og þá hófst biðin. Sem betur fer kom Marie og stytti mér stundir. Eftir eins og hálfs tíma bið var ég kölluð inn þar sem ég átti að bíða inni á stofu eftir lækni, sem tók ca. klukkutíma, ræddi við hana í smá stund en hún var viss um að það væri ekkert að mér og þar sem ég var ekki lífshættulega veik hefði ég ekki þurft að koma. En hún lét taka blóðprufu til að athuga hvort nokkuð væri að. Allt var í góðu lagi. Ég held að ég hafi verið að eyða tímanum hennar og annarra á að hafa komið. Ég spurði hvað ég ætti að gera ef þetta gerðist aftur en ég fékk lítil sem engin svör.
Sem sagt eftir 4 tíma sjúkrahúsvist held ég að ég gæti ekki verið frískari.

yfirlið 2

Í nótt gerðist það í annað skiptið á hálfu ári að ég vakna upp um miðja nótt og er það illt í maganum og flökurt að það líður fyrir mig... ekki skemmtilegt. Ég vona bara að ég sé ekki að fara að taka þetta upp í vana. En í þetta sinn tókst mér að koma frá þessu yfirliði ósködduð. En það er svo skrítið að ég bara dett út... það er ekki eins og allt verði svar og mig svimar neinei ég bara vakna upp á gólfinu... tekur smá tíma að fata hvar ég er og hvað hefur gerst.

En svo er prófið í málvísindum á morgun, eins gott að geta myndað sér skoðanir og rökrætt þær. Dæmi um spurningu á prófinu frá því í fyrra: Getur maður tjáð sig um sömu hluti á öllum tungumálum? Rökstuddu svarið. Ég get ekki alveg ákveðið mig hvort ég myndi svara já eða nei...

07 desember 2005

Sniðugt

Þetta fólk sem sér um þetta stúdentasvæði hérna er stundum ekki alveg heilt held ég. En alla vegana í gær þegar ég var að fara upp í eldhús að fá mér morgun mat, þá sé ég að gólfið á stigaganginum er blaut og miðað við lyktina þá var örugglega verið að lakka/bera á gólfið. Ég svona reyni að ganga á þurrusvæðunum en undra mig á afhverju við vorum ekki látin vita að. Svo fer ég að þvo sem þýðir að ég þarf að fara nokkrum sinnum inn og út og ekkert mál með það. Gólfið, að ég held, orðið þurrt. Svo fer ég út og hitti Marie í einhverja klukkutíma. Svo kem ég heim og fer svo til Marie um kvöldið og þegar ég kem heim þá stendur miðið á hurðinni um að það búið sé að bóna gólfið og vinsamlegast ekki ganaga á blautu gólfinu... Þessi miði var hengdur upp á kolraungum tíma þar sem gólfið var orðið þurrt enda bónuðu um ca 10 leitið um morguninn en ég kom heim rétt fyrir 23. Það hefði verið betra hefðum við fengið miða þar sem stæði... Gólfið á stigaganginum verðu bónað á morgun svo vinsamlegast reynið að vera ekki á ferðinni milli 10 og 11. En ekki setja miða á útidyra hurðina.

Svo eitt annað sem ég rakst á um daginn... Sígarettu-sjálfsala sem er ekki frá sögu færandi fyrir utan að þetta var á skemmtistað, og hér er bannað að reykja inni á skemmtistöðum... En eitt tók ér sérstaklega eftir á þessum sjálfsala, það var límmiði sem á stóð "Sýnið skilríki" þar sem bannað er að kaupa sígarettur ef maður er undir 18 ára... Ég skildi nú bara ekki alveg hverjum maður átti að sýna skilríkið...?

Svíar geta stundum verið undarlegir

05 desember 2005

16. dagar þar til ég lendi á klakanum

Það styttist óðfluga í jólin annar í aðventu er búinn.
Ég fór í Liseberg með Öllu og Mariu(sænsk vinkonu Öllu) á laugardagskvöldið. Mjög gaman að komast í smá jólafíling. Ég get nú ekki sagt að það hafi verið mjög hlýtt úti en maður lét það ekki hafa áhrif á sig. Ég á örugglega eftir að fara svona 2-3 í viðbót í Liseberg... kaupa smá jólaskraut en nú var ég bara að skoða.

Svo í gær kom Marie í heimsókn til mín og ég eldaði fyrir hana. Ég borða svo oft eitthvað hjá henni að ég verð að gera eitthvað á móti líka. Hún fékk hjá mér BBQ kjúklingakássuna en hún er alveg í uppáhaldi hjá henni.

Í dag var svo síðasti skóladagurinn fyrir próf í málvísindum sem er á föstudaginn. Ég skil ekki alveg afhverju við fáum svona langan tíma til að lesa fyrir þetta próf þar sem prófið samanstendur af 3 spurningum sem maður á að segja sitt viðhorf og rökstyðja. En það er líka ágætt að fá smá pásu :þ

E-mailið(ísl) mitt er búið að vera í einhverju veseni í nokkra daga núna en það lagaðist í dag loksins en viti menn þá lokaðist skóla e-mailið og verður lokað þar til á morgun.

03 desember 2005

Jólin nálgast greinilega

Það er nú svo sem ekki mikið að frétta héðan. Ég kíkti aðeins í bæinn áðan og þvílíkt magn af fólki. Ég ætlaði aðeins að athuga hvort maður gæti fundið einhverjar jólagjafir en ég ákvað fljótlega að skoða bara og kaupa seinna, þar sem það var ekki fræðilegur að ég nennti að bíða í röð. En útkoman var bar góð er komin alveg með einhverjar hugmyndir. Mun geta reddað nokkrum gjöfum hér en svo verður restin bara ákveðin á síðustu mínútu eftir að ég kem heim.

Það er svo gaman að því hvað Svíar eru rosalega mikið fyrir Glögg. Það til svo mikið af allskonar ílátum fyrir glögg. En það er bara gaman af svona hefðum. Bjóða fólki heim í heitt glögg og piparkökur með. Það má vel vera að ég komi með þessa hefð með mér heim einhvern tíman.

01 desember 2005

Grátt, blautt og kalt

...já sem sagt það fór að rigna í dag og snjórinn er farinn, hann var reyndar farinn að minnka all verulega.

Ég sit hérna og er að reyna að skrifa umsögn um bók. Við áttum að velja okkur bók sem fjallaði um mál og/eða samskipti, með mál meina ég: leið til að tjá sig, tungumál, talmál, táknmál, skrifmál osfrv. Mér tókst nú ekki að velja mér skemmtilega bók en tókst samt að lesa í gegnum hana. Og nú sit ég og reyna að finna eitthvað úr bókinn sem ég get haft einhverja skoðanir um, en málið er að bókin gefur svo lítið svigrúm til að hafa skoðun. Við eigum að skrifa 2-3 bls og ég er komin með 1 1/3 bls... gengur frekar treglega. Svo er próf í Málvísindum á föstudaginn eftir viku...gaman gaman.

...en það er alveg að koma helgi...jibbý... reyndar hef ég ekkert planað fyrir helgina... en það er allt annað mál :þ

29 nóvember 2005

Myndir

...ennþá er allt hvít...

En það eru komnar inn myndir frá saumastundum okkar Ragnars... vá hvað þetta hljómar eitthvað asnalega...
...þátttaka mín í saumaskapnum kemur ekki vel fram á þessum myndum... enda voru myndirnar meira sem sönnun um að hann gæti gert þetta... og það er meira að segja til myndband (skoða) ...en ég sá mest um að mæla og títa faldinn svo hann gæti saumað :þ

... ég ætti kannski að gerast saumakennari... þetta kom svo vel út... eða taka að mér að saumagardínur :þ

28 nóvember 2005

Hvítt

wooow maður skrifar eitt blogg og lítur svo út og allt er orðið hvítt. Sem sagt fyrsti almennilegi snjór(sem festist) vetrarins er kominn. Spurningin er bara hve langt er þanngað til allt bráðnar ??

Saumadagur

Já sem sagt laugardagurinn fór í það að hjálpa Ragnari að saumagardínur. Sem var bara hin mesta upplifun, og bara mjög skemmtilegt. Réttu áhöldin voru nú af skornum skammti en við redduðum þessu, t.d. var notaður tommustokkur í stað málbands og nálar í stað títuprjóna. En hann var mjög duglegur og saumaði sjálfur á saumavélina og sýndi bara góða takta. En þar sem ég þurfi að fara áður en við kláruðum að sauma allar gardínurnar þá tók hann sig bara til og kláraði þær sjálfur.

Svo fór ég með Öllu í partý til vinkonu hennar. Þetta var bara ágætis partý þó að við þekktum fáa. En við reyndar lentum í einum gaur sem talaði stöðugt og af "miklum áhuga" við okkur um Íslands og það var í raun ekki hægt að losna við hann. En váá hvað maður verður þreyttur á þessum umræðum og heimskulegum spurningum um Ísland. Það er allt í lagi ef fólk spyr smá og sýnir áhuga en það má líka alveg tala um eitthvað annað.
En við vorum svo hvorugar í stuði til að fara niður í bæ, veit ekki einu sinni hvort að fólkið var á leiðinni þanngað. Þannig að Alla fékk þá hugmynd að koma við hjá Ragnari til að kíkja á gardínurnar. Klukkan var rétt fyrir 1 þegar við bönkuðum upp á.. og váá hvað sumir voru meiglaðir.. við vorum vissar að hann væri vakandi því kveikt var á sjónvarpinu en hann hafði sofnað...greyið..

Svo í gær fór ég í bíó með Öllu og Gauta á Harry Potter, sem var bara hin ágætasta mynd. Þær verða ofbeldisfyllri með tímanum. Svo var það bara tekið rólega í gærkvöldi.
Í kvöld er ég svo að fara til Ragnars að hjálpa honum með eina gardínuna sem varð of stutt, smá byrjendamistök í mælingu hjá Ragnari. En þá ætti þetta líka að vera komið hjá honum í bili... vonum bara að þetta reddist :)

26 nóvember 2005

Snjókorn í Gbg

Já sem sagt það snjóaði áðan... þó að það sé 3 stiga hiti, enda festist snjórinn ekki. En núna er bara allt blautt.

Í gær fór ég til Öllu og við breyttum flugmiðanum okkar, ætlum sem sagt að fljúga saman þann 8. jan aftur til Gbg, eða Köben og lest til Gbg.
Alla á inneign á Skype svo við hringdum þaðan... mjög sniðugt... en váá hvað konan í símanum var leiðinleg... Ég hafði nefnilega ekki tekið eftir því að ég hafði ekki fengið sendan E-miðan í e-maili... og þegar ég sagði henni það þá sagði hún strax: (leiðinlegur tónn)"Þú getur ekkert flogið án e-miðans" ég:(reyna hljóma góðlega)"en er ekki nóg að vísa kk-kortið" hún: jú en það eru ekkert allir sem skrá það inn!!... úff hún var bara leiðinleg...
En alla vegana þá kíkti ég með Öllu á æfingu... gaman að fá að sjá hvernig þetta lítur út þar sem hún, Ragnar og Gauti eru að æfa. Þetta var svolítið örðuvísi en ég bjóst við... en mjög gaman að sjá þetta... aldrei að vita nema að maður kíki aftur :)

Svo er ég að fara að hjálpa Ragnari að sauma gardínur á eftir... eða meira leiðbeina honum því hann ætlar að gera þetta sjálfur. En á meðan ætla ég að downloada tónlist frá hans tölvu fyrir á mína ...jej...

Svo í kvöld er ég að fara með Öllu í partý til bekkjasystur hennar... gott að komast á alvöru djamm... hef ekki farið á djammið lengi.

25 nóvember 2005

Fimmtudagsdjamm..

Ég er búin að fá verkefnið til baka sem við þurtum að gera um samskipti okkar við sjúklinga og ég náði(ekki alveg viss hvort ég fékk G eða G- en það skitir ekki öllu)... var eiginlega alveg viss um að ég myndi þufa að gera eitthvað aukaverkefni... meira að segja áður en ég skilaði þessu inn. En ég er alltaf að koma sjálfri mér á óvart.

Svo í gær var ég plötuð í eitthvað Landvetter(flugstöðin hér í Gbg) partý. Ann-Cathrine, sem er með mér í bekk og ég umgengst smá, er að vinna á Landvetter. Svo var eitthvað partý í gær á einum skemmtistað niðri í bæ. Ég get nú alveg viðurkennt það að ég nennti ekki að fara. Í byrjun var þetta eins og ég hafði ímyndað mér, við stóðum þarna 4, ég, Marie, AC og ein sem AC er að vinna með, og vorum að "spjalla". Og við Marie þekktum auðvitað engan þarna. Ég var ekki alveg í stuði til að vera þarna. En það skánaði þegar við fórum að dansa, þá skemmti ég mér ágætlega. En það stóð ekki lengi og við vorum farnar kl hálf tólf. Ég fatta ekki alveg þá pælingu að djamma á fimmtudegi... ekki alveg mín deild.

Svo er Alla búin að bjóða mér með sér í partý á laugardaginn, sem verður örugglega gaman... ég er alla vegana í meira stuði fyrir það.
En ég ætla reynar að nota daginn í að læra smá svo er alveg óákveðið hvað maður gerir í kvöld... það kemur bara í ljós :)

23 nóvember 2005

Þá er skólinn þessa vikuna búinn... reyndar var ég ekki nema 2 sinnum í skólanum :þ
En ég fékk að vita það í dag að ég muni kannski ekki byrja fyrr en 11. jan í skólanum eftir áramót... sem er auðvitað bara snilld. Er þá að spá í að fljúga til baka sunnudaginn 8. eða mánudaginn 9.... hallast reyndar frekar að 8. en það kemur svo í ljós. Svo er Alla eitthvað að pæla að breyta kannski miðanum sínum líka og fljúga 8. sem er bara cool... þá getum við verið samfó :þ En það kemur bara í ljós seinna.

Annars er lítið að frétta héðan... bara að bíða með að fá þessa sálfræði stundatöflu.

HEY...já... ef einhver á/eða getur tekið mynd af umbúðum utan af gömlum hlutum(matvöru), einhverju sem er ekki til lengur í dag eða með öðruvísi lúkk... þá megið þið endilega senda mér mynd/ir... ég var nefnilega að spá í að teikna svoleiðs myndir en það er erfitt að finna svoleiðis á netinu. Þeir sem eru með eitthvað í huga geta líka haft samband eða þeir sem skilja ekki hvað ég meina en vilja hjálpa :)

19 nóvember 2005

IKEA dagurinn mikli

Í gær kvöldi fór ég í heimsókn til Öllu og við horfðum á 2 myndir sem eru enn í bíó hér. Crash, skil ekki alveg afhverju hún er enn í bíó en það örugglega búið að sýna hana í 3 mánuði, en við erum ekki klárar um hvað hún fjallar nema kynþáttafordóma, svo horfðum við á Monster-in-law sem var bara fín, ekta mynd þar sem allt er gott í byrjun og svo fer allt í klessu og endar á að allir eru sátti, mjög fyrirséð og fínt.

Svo í dag var IKEA dagurinn okkar Ragnars. Ég var komin til hans rétt fyrir 11 og þá byrjaði ferðalagið. Fyrst gleymdi hann að við ættum að fara út á einum stað svo við fórum einni stoppi stöð lengra og þegar við komum til baka var strætóinn sem fer upp í IKEA að fara. Svo eftir nokkrar stuttar sporvagna ferðir, til að þurfa ekki að bíða í 30 mín, náðum við örðum strætó sem fer líka upp í IKEA.
Vorum komin þanngað örugglega rétt fyrir 1 :þ Eyddum klukkutíma í gardínu/efnadeildinni þar sem Ragnar var að fá sér gardínur eða þeas efni í gardínur, en eftir símtal til Íslands og smá tíma í ákvörðunartöku þá héldum við áfram.
Mér tókst á 2 tímum að versla fyrir 1075kr... sem er bara ekki slæmt við vorum komin út um 3 leitið. Innkaupalisti:
2x skraut steinar = 30kr
rammi f/3 myndir = 99kr
2x tímastillt innstunga = 29 kr
2x fjöltengi = 24kr
3x kerti = 77kr
8x herðatré = 19kr
5x buxnaherðatré = 45kr
2x stórir koddar = 118kr
lak = 149 kr
rúmteppi = 89kr
2x koddaver = 178kr
borðlampi = 79kr
4x bollar = 76kr
mjólkurþeytari f/Öllu = 15kr
sítrónupressa = 19kr
plastdallar = 19kr
2x uppþvottaburstar = 5kr
IKEA poki(stór) = 5kr

Þetta gerir sem sagt 1075kr sem er skv. mbl.is í dag 8143kr ísl. Hvað ætli þetta kosti í IKEA á klakanum...? :þ
En þetta var bara hin skemmtilegasta IKEA ferð en það var samt rosalega gott að koma heim. Svo þegar ég er komin með alvöru íbúð sem inniheldur eigið eldhús þá fer ég aftur með bíl og kaupi stærri hluti en það verður ekki fyrr en á næsta ári.

Svo er bara bíó með Öllu í kvöld, ætlaði að fara með Marie en hún gat það svo ekki vegna mígrenis. Og Öllu langaði líka í bíó, planið er Legend of Zorro.

17 nóvember 2005

Frost

Mælirinn sýndi -2,6 í morgun þegar ég vaknaði til að fara að þvo, en það hlýnaði svo eftir því sem leið á daginn og fór alveg upp í 2°C þegar ég sá mælirinn í sem mestum hita.
En vá hvað það tók langan tíma að þvo, ég var á stöðugu röllti fram og til baka því vélarnar voru ekki jafn lengi að þvo, svo þurfti ég auðvitað að setja smá í þurrkarann. Mér tókst meira að segja að þvo naglaþjölina mína, veit ekki hve góð hún er núna en hún er alla vegana hrein, en ég ákvað samt að setja hana ekkert í þurrkarann :þ Ég held að ég hafi rölt 5x í og úr þvottahúsinu... nennti ekki að hanga þar og bíða. En það er ágætt að halda á sér hita svona í kuldanum.

Ég er að reyna að breyta heimasíðunni svo ekki láta ykkur bregða ef hún breytist einhvern daginn. Ég held að ég hafi náð að plata Ragnar til að hjálpa mér með þetta svona þegar hann hefur tíma... sjáum til hvenær það verður :þ

16 nóvember 2005

Kuldi

Nú er farið að kólna all svakalega, þessa stundina segir mælirinn 0.3...burrrr held að ég hafi séð mest 4 í dag en það var samt fínt veður í dag... sólin lét sjá sig :)

Ég er búin að vera í skólanum í heilar 3 klukkustundir, í gær var ég í 1,5 tíma og í dag líka. Ég skil ekki alveg afhverju tímarnir eru ekki lengur því kennarinn hefur svo mikið að segja að hann nær ekki að fara í allt sem hann ætlar sér. Og við erum alveg til í að hlusta á meira... áhugavert efni. Við eigum víst að nota tímann til að lesa heima... sem gegnur mis vel.

Ég er búin að komast af því afhverju flestir fara niður í herbergi að borða kvöldmatinn sinn, ekki bara af því að enginn er í eldhúsinu, heldur borðar maður miklu hraða... alla vegana ég. Var rosalega duglega áðan og eldaði mat þar sem urðu 4 skammtar afgangs. :)

Því miður er ég ekki enn búin að fá staðfest hvort að við byrjum 9. jan eftir jólafríið. :/ en ég fæ örugglega að vita það fljótlega.... vonandi :þ

14 nóvember 2005

Mánudagur

Helgin er búin en þetta var hin rólegasta helgi. Fór í bíó með Öllu á laugardaginn á In Her Shoes eða I hennes skor eins og svíarnir vilja kalla myndina. Bara hin fínasta mynd. Svo las ég smá í skólabókunum svona fyrir vikuna. Annars bara hin rólegasta helgi, sem var kannski alveg þörf á.

Komst að því í gær að ég byrja líklega ekki í skólanum fyrr en 9.jan. En þetta er ekki orðið 100% en ef svo er þá verð ég lengur heima auðvitað. Færi þá til baka 6 eða 7. jan. En ég vil fá þetta betur staðfest áður en ég fagna of mikið. Ég er að pressa á umsjónarmenn kúrsins til láta okkur vita þetta sem fyrst.

Svo fór ég í ljós áðan, sem var eiginlega bara frítt. Ég hafði fengið auglýsingu um sólbaðstofu hérna nálægt og ég gæti farið í ljós fyrir 10kr sænskar. Svo þegar ég kom á staðinn þá var þetta svona sjálfsali sem maður þufti að setja mis mikið af 10kr eftir því sem maður ætlaði að vera lengi. Ég borgaði auðvitað mínar 10kr og fékk af manninum 6x10kr því honum fannst ég ætti alveg að geta verið í 18 mín en mér þótti 15 mín alveg vera nóg svo ég setti bara 5x10kr í sjálfsalann og þá stóð ég uppi með auka 10kr sem ég var ekkert að skila. En ég fer bara aftur bráðum svona til að friða samviskuna ;)

11 nóvember 2005

Föstudagspælingar

Ég og Alla fórum að tala um stráka á tímabili í rútunni á leið til og frá Köben, samt ótrúlega lítið. En það kom upp smá pæling... sem er að í rauninni höfum við(sem íslendingar) ekki úr of mörgum strákum að velja, sérstaklega ekki ef að við gerum kröfur um aldur. Svo ég ákvað að kanna þetta aðeins betur, fór inn á vef hagstofunnar þar sem maður getur skoðað tölur um mannfjölda á ýmsan hátt.
Svo auðvitað miðaði ég við mínar eigin aldurs(og kyn) kröfur sem er karlmaður fæddur '82 til '79 og fékk það út að ég hef um 9091 karlmann að velja. En inn í þetta er ekki tekið að einhver hluti þessara karlmanna er nú þegar í sambandi og kannski giftir(ónákvæm tala giftinga karlmanna fyrir þetta aldursbil er 120) og að hluti þeirra býr kannski í öðru landi sem ég hef engin samskipti við.
Svo er það auðvitað líka þannig að maður heillast ekki af öllum þessum tæplega 9000 karlmönnum, sem maður hefur möguleika á. Og ofan á það þá, af þessum sem maður heillast af þá er hluti af þeim þar sem tilfinningarnar eru ekki gagnkvæmar þannig að það gegnur heldur ekki upp. Hvað ætli það séu eiginlega margir karlmenn?
Ég býst ekki alveg við neitt sérstaklega hárri tölu.

Niðurstaða: Lífið er erfitt og karlmenn flóknir.

En ég segi það kannski ekki að ég geti ekki minnkað kröfurnar aðeins, fært aldursbilið aðeins upp eða niður ef sú staða kæmi upp en ég sé ekki tilgang í því eins og staðan er í dag.

10 nóvember 2005

Húsmóðir dagsins

Ég er sko í fríi í dag, eins og gerist oftast einu sinni í viku eða oftar, og ákvað að vera rosalega dugleg.
Ég bakaði köku, og hún lítur bara vel út miðað við að vera fysta tilraun mín til að baka þessa köku, appelsínukaka. Svo er bara að bíða og sjá hvernig hún smakkast.
Svo bauð ég Öllu að koma í mat í kvöld svo ég þarf að elda handa okkur en það verður bara einfaldur BBQ kjúklingaréttur, en samt mjög góður :)

Svo það er bara að fara að koma sér út í búð að kaupa kjúklinginn, en ég kaupi hann tilbúinn úti í búð ;)

En svo er fólk bara velkomið að koma í heimsókn og fá köku. Þið látið bara vita áður en þið komið :)

08 nóvember 2005

Hvernig tröll ert þú?Partítröll


Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.
Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvernig tröll ert þú?

100asta bloggið

... mikið eða lítið ?? svo sem skiptir ekki máli
En já það er víst verið að býða eftir að ég skrifi um helgina.
Helgin var bara frábær. Ég og Alla tókum rútu upp úr hádeginu á föstudaginn og vorum komnar í Köben rétt eftir 18, en tímin leið fljótt þar sem að við töluðum alla leiðina. Ég hitti svo Karól á lestarstöðinni. Eftir að hafa fenigð okkur að borða fórum við á fredagsbar í skólanum hjá henni þar sem var íslenskur DJ og þar af leiðandi fullt af íslendingum sem var ekki í skólanum... kannski 30 stk eða meira... Eitthvað af þessu liði var í Köben út af tónleikunum.

Svo á laugardaginn röltum við Karól um í bænum... auðvitað á Stikinu. Og hittum svo Öllu og Tinnu(vinkonu Öllu) og fórum á kaffihús. En svo var bara farið heim til að gera sig tilbúna fyrir kvöldið. Tókst að leggja mig enda heilsan ekki alveg 100%. Fyrir tónleikana fórum við svo út að borða og borðuðum mjög góðan mat á Jensen's Bøfhus. Karól þurfti reyndar að fara fyrr því hún var að fara á aðra tónleika þannig að hún missti af eftirréttinum.
Svo voru það bara tónleikarnir. Þetta var ekta íslensk stemning og ekkert smá ólíkar týpur af fólki. Það var eitt par þarna sem var örugglega yfir sextugt. Fyrir suma var þetta bara höslferð. En það voru 1200 manns þarna og þar af voru 900 sem komu frá klakanum. Ég hitti þarna Beggu Gunnars úr Való en hún býr í DK. Svo var þarna fullt af fólki sem maður kannaðist við út MH og frá Símanum. En Sálin var dugleg að spila gömlu lögin sem en auðvitað spiluðu þeir nýju lögin inni á milli. Svo í lokin tókst Karól að koma sér inn því hún nennti ekki að bíða eftir okkur fyrir utan. Tónleikarnir voru búnir kl 3 og húsið var opið til 4 en ég var alveg búin á því kl 3:30 þannig að við fórum heim.
Það var ekki mikið gert á sunnudaginn enda lítið hægt að gera í Köben á sunnudögum. En við Alla tókum svo rútuna til baka kl 14:30 og eins og fyrri daginn töluðum við alla leiðina. Höfðum kannski átt að leggja okkur miðað við hvað ég var ótrúlega þreytt þegar ég kom heim, nennti ekki einu sinni að borða matinn minn.

Ég get nú ekki sagt að þessi mánudagur sem var í gær væri skemmtilegur dagur. Byrjaði með því að ég svaf yfir mig, vaknaði á sama tíma og strætóinn kom en það tekur mig nokkrar mín að rölta út á stoppistöð. En ég kom mér út á 10 mín og tók næsta. Mætti 10 mín of seint en við áttum að hittas nokkrar kl 10:30 og taka upp samtal en ég var víst ekki sú eins sem var sein svo þetta hafði engin áhrif. Fór svo heim í hléinu sem var 2 hálfur tími og hressti mig við. En svo var ég með höfuðverk allan daginn og ibufen gerði hjálpaði lítið.
En við vorum að byrja á nýjum kúrs, Málvísindi. Og kennarinn talaði smá íslensku, en það var frekar lítið og einfalt, en samt var gaman að því. Þetta virðist mjög áhuga verður kúrs þó að það sé voða mikið verið að tala um sænsku núna, en það verður vonandi meira almennt.

Þetta er orðið frekar langt svo ég hætti hér ;) enda þarf ég að fara að taka til og þrífa.

04 nóvember 2005

Eldhúsupplifun

Morgunmatur: Upphituð mjólk í skál og Ballerina kex sem dýft er ofan í, rúmlega hálfur pakkinn... eigandi: Spænski gaurinn...
...á meðan sat ég og borðaði ristað brauð og drakk te... ætli hann haldi að ég sé skrýtin?

03 nóvember 2005

Hvað er eiginlega málið með þennan spænsk gaur sem deilir með mér og fleirum eldhúsinu... hann var að steikja sér kjöt í dag... sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema hann var með gúmmíhanska... Ég skil þennan gaur ekki alveg... ég er viss um að hann hafi aldrei komið nálægt eldamensku áður en hann flutti hingað og varla eldhúsi yfir höfuð.

Annar þá var ég á samkomu hjá heyrnarfræði nemum og kennurum í gær. Gaman að hitta fyrsta og þriðja ársnema líka. Ég hef víst verið nefnd(á jákvæðan hátt) í tímum hjá fyrsta ári sem er auðvitað bara gott mál.

En svo er það bara Köben um helgina. Svo þetta er síðasta blogg fyrir helgi. Ég kem svo með myndir frá samkomunni og Köben eftir helgi :)

01 nóvember 2005

Myndir

Var að setja inn myndir í albúm sem heitir lok okt.

31 október 2005

Þá er búið að breyta klukkunni og er ég núna bara einum tíma á undan Íslandi sem er auðvitað bara mjög gott.

Á laugardaginn fór ég út með Öllu og vinkonum hennar úr frjálsum, fórum fyrst á lítinn bar svolítið frá bænum og röltum svo í bæinn. Þegar við komum í bæinn skildum við við vinkonurnar og hittum aðra vini Öllu og fórum inn á skemmtistað. En þar sem var verið að breyta klukkunni þá voru skemmtistaðirnir opnir extra lengi.
Þegar ég var á leiðinni heim talaði ég við Ragnar og hann bauð mér að koma til sín í eftirpartý heima hjá sér með honum og frænda sínum, og ákvað að kíkja þar sem þetta var nú í leiðinni. Við sátum bara þarna og horfðum á sjónvarpið og spjölluðum.
Ragnar reyndar steinsofnaði í rúminu þannig að ég spjallaði bara við frænda hans. OG var komin mun seinna heim heldur en ég ætlaði mér, enda fór gærdagurinn í ekki neitt.
Reyndar kíkti ég á kaffihús með Öllu... gott að komast út meðal fólks ;)

Svo er bara að klára eitt verkefni og undirbúa 10 mín fyrirlestur um einn sjúkling úr praktíkinni og þá er þessi áfangi búinn. Í næstu viku er það svo málvísindi og næstu 5 vikurnar.

29 október 2005

Lítill heimur!!!

Ég er alveg á því að heimurinn sé pínku lítill.
Ég fór sem sagt í partý í gær hjá íslensku pari(Bjössa og Rakel) sem flutti hingað út í haust. En ég þekki þau í gegnum Ragnar. Hef séð þau 2 sinnum áður hér.

Eftir smá umræðu um nöfn komumst við að því að ég og Bjössi værum frændskystkini, og það bara náskild, afar okkar voru bærður. Og hann var víst á fyrri hluta ættarmótsins sem haldið var fyrir 2 árum. Og ég er einmitt í mestum samskiptum við þessa ætt mína og sérstaklega bóðir mömmu Bjössa. HEIMURINN ER LÍTILL

Málið er líka að mér fannst ég kannast eitthvað við Bjössa þegar ég sá hann fyst en ég gerði mér ekki grein fyrir afhverju. En núna skil ég það :þ

Svo er líka eitt annað merkilegt við þetta par... sem ég reyndar vissi áður og er örugglega búin að skirfa um, er að Rakel er bekkjarsystir J Hildar úr MR. Og J Hildur vissi alveg að Bjössi væri að norðan.

En annars var partýið bara fínt, Alla, Ragnar, Gauti og frændi Ragnars(sem er í heimsókn) voru þarna líka. Það var ekkert farið niður í bæ en við fórum heim um 2, sem var bar ágætt. Þeim tókst að láta mig smakka íslenskt brennivín... þvílíkur viðbjóður.

En svona fyrir utan partý þá er ég búin í praktík. Skóli einn dag eftir hádegi í næstu viku.
Er að fara á Sálartónleikana í Köben um næstu helgi með Öllu. Mun gista hjá Karól, það verður gaman að hitta hana :)

26 október 2005

Ekkert net en samt

Þegar ég kom heim áðan var ég kannski ekki í besta skapinu... af einhverri fáranlegri ástæðu. Og svo kveikti ég á tölvunni eins og vanalega nema að netið virkaði ekki... varð bara enn pirraðari. En svo fattaði ég að gæti ath hvort einhver í nágreninu væri með þráðlaust net sem ekki væri læst... og það reyndist vera svo :) Þá tók ég gleði mína af hluta til á ný. Og er sem sagt að vinna núna á neti í gegnum einhvern annan, en þar sem það kostar hinn aðilann ekkert þá hef ég engar ágyggjur... bara aðeins hægari tenging.

Svo opnaði ég e-mailið mitt og hafði þá fengið e-mail frá framkvæmdastjóra Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands. Og hún var bara að tékka á mér og athuga hvort ég væri til í að koma og vinna hjá þeim næsta sumar og gera hluta sf verknáminu hjá þeim... Sem er auðvitað bara cool... ætlaði að bíða þar til í jan/feb með að hafa samband um sumar vinnuna en það var haft samband við mig að fyrrabragði. Gerist varla betra. En þegar/ef ég mun vinna hjá þeim þá mun ég líklega vera með meiri þekkingu en allir sem vinna þarna. Því ég verð eina sem hef stundað þetta nám... 'stolt'...

Svo er síðasti praktíkdagurinn á morgun og ég er búin að kaupa smá súkkulaði bita kökur með kaffinu... By the way.. ég er farin að drekka te. Sem er auðvitað bara sniðugt... og það án mjólks og sykurs, hef ekki prófað ennþá.

25 október 2005

Síðasta praktík vikan

Ég veit að ég er ekki búin að skrifa lengi... ég hef bara eiginlega ekki nennt því.

En helgin var fín. Á föstudaginn fór ég með Möggu út að borða þar sem þetta var nú síðasta helgin hennar hér í útlandinu í bili en hún fer heim á föstudaginn.. :(
Ég hitti reyndar leiðbeinandan minn úr praktíkinni þarna um kvöldið þegar ég og Magga sátum niðri í bæ og höfðum keypt okkur ís í eftirrétt... En hún(leiðbeinandinn) býr ekki einu sinni í Gautaborg.

Svo á laugardagskvöldið fór ég í smá bekkjarpartý með Ragnari. Ég var reyndar bara eina stelpan... en það skipti ekki svo miklu máli. Ég drakk reyndar einum of mikið og einum of hratt og er búin að ákveða að þetta geri ég ekki aftur, nú veit ég hvenær ég á að stoppa. Enda leið mér ekkert sérstaklega vel en það skánaði eftir að við vorum komin niður í bæ.

Í gær hringdi mamma í mig sérstaklega til að láta mig kíkja á RÚV fréttirnar um kvennafrídaginn. Ég var ekki heima þegar hún hringdi svo ég kíkti á þetta þegar ég kom heim áðan... og viti menn... mamma var bara í nærmynd í sjónvarpinu, þar sem kennfólkið á hennar deild hafði klætt sig upp eins og karlmenn... Ég held að mamma sé bara orðin fræg :þ

Svo er þetta núna síðasta vikan í praktíkinni... vá hvað þessar 4 vikur hafa liðið hratt. Ég held að tíminn gangi hraðar og hraðar. Svo er það bara einn skóladagur í næstu viku, þarf reyndar að skila inn verkefni og svo helgina þar á eftir er Sálin að spila í köben, 5. nóv. Við Alla erum ákveðnar að fara enda hún búin að redda sér miða. Svo er um við að spá í að reyna að fá fleira lið með okkur í ferðina.

18 október 2005

heim um jólin

Núna er ég búin að kaupa flugmiða heim um jólin. Ákvað að gera það núna þó að ég sé ekki 100% hvenær ég á að vera í tímum í des og jan. Ég ákvað að vera svolítið djörf á því og panta flug 21. des. kl 20:10 og út aftur 2. jan. kl 8:15 þó að kennarinn í faginu sem við verðum í segir möguleika á að fyrsti tíminn verði kl 9:00 2. jan.
Þá frekar breyti ég því til 1.jan. Það verður örugglega fyrr fullbókað í flug 2. jan heldur en 1. jan
Svo er líka fræðilegur möguleiki á að ég gæti komið fyrr heim... og ég sé þá bara til hvort að ég breyti þessu. En ég kemst alla vegana heim og út aftur um jólin það er fyrir mestu.
Það væri gott að vera í mánaðar jólafríi eins og krakkarnir í Chalmers... frá miðjum des til miðjan Jan en við fáum ekki svo mikinn lúxus. En alla vegna er vikan milli jóla og ný-árs skráð sem frí... ekki "självstudy"(einstaklings lærdómur) eins og það var í fyrra...

16 október 2005

Myndir

Núnar eru komnar inn myndir... undir Myndir Haust '05
Ég ætla reyna að vera dugleg með myndavélina og að setja inn myndir ;)

Helgin

Jæja ég er búin að komast að því að ég geti komist heim 21. des. En það er samt líka möguleiki að ég komist fyrr eða fara til baka seinna... fer eftir hvernig tímunum verður raðað niður.

Ég var í smá partýi hjá Ragnari á föstudaginn. Við vorum 6, 3 ísl. og 3 svíar. Reyndar var kynjahlutfallið ekki jafnt. Ég og Magga og svo Ragnar og 3 sænskir vinir hans. En við skemmtum okkur mjög vel. Planið var að fara í bæinn en það varð víst ekkert úr því. Strákarnir fóru heim 3:30 en ég og Magga gistum. Magga svaf í rúminu, Ragnar á dýnu á gólfinu og ég í sófanum. Ég svaf reyndar alveg ótrúlega miðað við aðstæður... þe sófinn var ekki alveg nógu langur þannig að ég svaf í fósturstellingu. :þ En ég er að vinna í að koma upp nýrri myndasíðu og þá verða einhverjar myndir úr partýinu þar inni.

Svo í gær átti ein bekkjasystir mín afmæli, sem ég umgengst smá í skólanum. Svo ég fór til hennar... nennti reyndar ekki að fara. En við vorum 7 stelpur, af okkur 7 voru 3 vinnufélagar hennar. Ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið það skemmtilegasta en þetta var allt í lagi. Ég var líka svo ótrúlega þreytt eftir nóttina áður.

En svo er það bara afslöppun í dag. Mér finnst reyndar eins og ég sé að fá hálsbólgu eða eitthvað álíka en ég vona að ég nái að stoppa það áður en það verður eitthvað meira.

14 október 2005

Jólin

Ég var að komast að því að ég mun verða líklega mjööög lítið heima um jólin. Getur verið að ég komist ekki fyrr en 23. des og þarf að mæta í tíma 2.jan. ....grenj...

en þetta er ekki 100% ég vona að þetta verði ekki svona..

12 október 2005

Ímyndunarveiki á háu stigi

Ég var sem sagt áðan með íslendingu og einum svía á pub að "horfa" á leikinn Svíþjóð - Ísland. Var eiginlega búin að ákveð að fara ekki en svo var verið að suða í mér að koma þannig að ég lét undan. Við vorum meira að segja með ísl.fánann og hengdum upp fyrir ofan borðið. Stoltir Íslendingar...

Og ég er sem sagt búin að komast að því að ég þjáist af ímyndunarveiki á háu stigi. Ég er meira að segja orðin þreytt á þessri ímyndunarveiki í sjálfri mér. Ég ætti kannski að fara slappa af og þá kannski verð ég minna pirruð á þessu.
Þetta er það slæmt að ég get alveg ímyndað mér að leikurinn áðan hafi farið Íslendingum í vil...

En ég ætti bara að fara sofa núna og slappa af og athuga hvort að ímyndunarveikin gangi ekki yfir á næstu dögum... hún verður eiginlega að gera það annars fer ég yfirum og kannski fleiri með mér.

Annars þá var ég rosalega dugleg í praktíkinni í dag. Leiðbeinandinn var rosa stolt(ur). Sá alveg sjálf um viðtal við sjúkling sem er að spá í að fá sér heyrnartæki...stolt...stolt... ;)
Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg á morgun... og kannski duglegri..

11 október 2005

Dagbók helgarinnar

Núna er ég byrjuð á annarri viku í praktík. Ég var í fríi í gær og það var mjög þæginlegt. Í dag var ég svo spurð að því hvort ég væri með norskan hreim, en ég gerði manneskjunni ljóst að ég væri íslensk en ekki norsk. Reyndar er það kostur að vera spurð hvort ég sé norsk því þá er maður að ná hreimnum meir... en ef maður er spurður hvort maður sé finnskur þá gefur það til kynna að maður noti íslensku hljóðin of mikið.

Á föstudaginn var ég og Magga heima hjá Ragnari að horfa á sjónvarpið. Við horfðum á hvern þáttinn/myndina á færur annari og þegar klukkan var að verða 5 þá fannst mér þetta orðið gott og ákvað að fara heim. Það er ótrúlegt hvað maður getur setið fyrir framan sjónvarpið og bara horft á eitthvað.
Svo á laugardaginn hitti ég loksins Söndru og fór með henni í óvissu ferð með 3 kunningjum hennar. Þetta var það mikil óvissuferð að tilgangur ferðarinnar er ekki enn vitaður. Svo um kvöldið fór ég út að borða með Öllu, bekkjarsystur hennar og 3 öðrum. Við fórum á mexikanskan stað, aðeins öðru vísi en það sem ég var vön en mjög góður matur. Við mættum ekki á staðinn fyrr en 21:30 en svo breyttist staðurinn í skemmtistað þegar klukkan nálgaðist meira miðnætti. Svo eftir matinn vildi helmingurinn fara heim og helmingurinn fara á djammið, en það var ég, Alla og strákur að nafni Emil sem fórum á djammið. Svo vissi ég að Ragnar og Magga ætluðu í bæinn svo ég hafði samband við Möggu og við hittum þau. Við vorum ekkert sérstaklega lengi úti, til rúmlega 2, en það var líka bara ágætt.
Sunnudagurinn var svo bara tekinn rólega.

Vaknaði svo snemma í gær(mán) aðalega til að geta sofnað um kvöldið. Var rosalega dugleg að vinna smá í verkefni og þvo. Svo fór ég að hitta Möggu í bænum. Kíktum smá í búðir og settumst svo niður og fengum okkur næringu... og spjölluðum þar örugglega í 2 tíma.
Svo í gærkvöldi reyndu Alla, Magga og Ragnar að sanfæra mig um að koma með þeim á pub og horfa á Svíþjóð-Ísland... Ég er ekki enn búin að ákveða mig, en það gæti verið smá stemning í því að sjá Ragnar málaðan í framan í íslensku fánalitunum. En við sjáum til hvernig stuði ég verð í á morgun.

En jæja þetta er orðið þokkalega langt held ég bara.

10 október 2005

Ekki leiðum að líkjast...

giggles
You're Little Miss Giggles!! :D You have a good
sense of humour and you're probably a bit of a
flirt!


Which Little Miss are you?
brought to you by Quizilla


Hefur þetta einhverja merkingu...? Góð spurning.
Ég held að ég geti ekki þverneitað þessu... einhvern vegin er hægt að finna út úr þessu :þ

07 október 2005

1. praktík vikan er búin

loksins föstudagur ... mmmmm ...
Ég tek alltaf meiri og meir þátt í heimsókn sjúklingana á Heyrnarstöðina í Alingsås, og það er auðvitað bara ekkert nema gaman. Fæ reynar frí á mánudaginn þar sem allt staffið er að fara á fund eða eitthvað álíka. Má reyndar ekki segja kennurunum mínum frá þessu :þ ekki líklegt að þið getið lekið þessu í kennarana.

Ég skil ekki þetta með hásinina á mér. Þegar ég var að fara að sofa í gær þá sá ég að ég var að fá marblett þar sem mér er búið að vera illt. Mjög einkennilegt. Svo var mjög sérstök tilfinning í hásininni þegar ég labba. Ég er búin að hugsa mikið um hvernig er hægt að lýsa þessari tilfinningu og fann það út að þetta sé eins og þegar maður nuddar saman rússkinni... sem mér finnst einstaklega klígjulegt. Heyrnarfræðingurinn sem ég var hjá í dag sagði mér að tala við lækni ef þetta lagast ekki. Kannski ráðlegt... sjáum tilhvað gerist um helgina. Mér er samt ekki illt í þessu eins og mér var, þegar ég hélt að þetta væru harðsperrur.

En í dag er búið að vera sólskin og 20° hiti... mjög næs. Ég vona að morgundagurinn verði svipaður :)

06 október 2005

Faaaaaaan!!!!!!

...eins og maður segir á góðri sænsku. Það var búið að stela út ísskápnum mínum þegar ég kom upp í eldhús í morgun. Heilu skinnkupakka... ég var búin að taka eina sneið úr og svo pokanum mínum sem hafði að geyma Smirnoff Ice 2 st... en það sást ekki á pokanum hvað var í honum. Ég fór svo að athuga hvort ég fyndi eitthvað í honum ísskápunum og viti menn ég fann skinnkupakkan nema hann var tómur. Og svo skrifaði ég á krítartöfluna okkar að einhver hafði verið að stela. Og viti menn þegar ég kom upp áðan þá var pokinn minn á borðinu og auðvitað tómur.. mér datt svo sem ekkert annað í hug... En hvað er málið með að stela heilum skinnkupakka og skilja pakkan eftir tómann inni í ísskáp..ég hefði skilið ef einhver hefði tekið eina sneið en HALLÓ!!!!

En það er rosalega gaman í praktíkinni. Reyndar bara gamalt fólk en það getur verið svo fyndið stundum. Það hefur ekki enn verið vandamál með tungumálið ;) Fólk verður bara hissa þegar ég segist vera frá Íslandi. Svo í dag var ein kona svo ánægð með þjónustuna sem hún fékk hjá okkur að hún gaf okkur 20kr(sek), til að kaupa eitthvað gott með kaffinu. Heimsóknin kosta 80kr og sonur hennar sá um að borga úr hennar veski en svo vildi hún fá veskið og gaf okkur 20kr. Þetta held ég að fólk geri hreinlega ekki á Íslandi. Svo líka í fyrra dag þá harð neitaði ein kona að fá 20kr sínar til baka.

Ég skil ekki hvað mér er illt í hásininni... mér byrjaði að vera smá illt á sunnudag en það var ekkert slæmt en núna versnar þetta með hverjum deginu. Það er eins og sé verið að rífa hana í sundur þegar ég geng meir heldur en 50 metar í einu. Hvað á maður eiginleg að gera??P.S. fyrir þá sem ekki vita er "fan" blót á sænsku :þ

03 október 2005

Mamma Mia

Þá er ég komin aftur frá Stokkhólmi. Ég og Marie flugum þanngað á föstudaginn eftir skólann og vorum komnar um 6 í íbúðina. Við vorum 6 sem bjuggum í pínkulítilli eins herbergja íbúð, hún hefur líklega verið ca. 35 fermetrar. Við sváfum 4 í stofunni og svo voru 2 í pínku lítlu herbergi.
Á laugardaginn sáum við vaktaskipti við höllina þar sem var verið að skipta um flokkinn sem sér um að vakta höllina. En þetta gerist á 6 mánaða fresti.
Um kvöldið fórum við svo á Mamma Mia söngleikinn sem var alveg frábær. Ég mæli með honum ef einhver hefur möguleika á að sjá hann.
Á leiðinni til og frá leikhúsinu sáum við ótrúlega marga strætóa með sama númer, 47. Það mætti halda að þeir keyrðu á 5 mín fresti og þá alltaf 2 í einu. Það er greinilega ekki verið að spara í samgöngum í Stokkhólmi.

Ég fór í mína fyrstu praktík í morgun. Vaknaði kl 6 og það var myrkur úti... úfff.
Sú sem að ég var með í dag ætlaði að byrja bara strax á því að láta mig gera allt sem ég á að læra en mér tókst að hægja fljótt á henni. En ég gerði samt eitt heyrnartest, sem var reyndar svolítið erfitt þar sem að tækin sem þau eru með eru ekki sömu og ég er vön við.
En svo verð ég hjá annari á morgun, og svo fæ ég frí næsta mánudag því allt staffið er að fara á eitthvað námskeið/fund. En annars verð ég þarna næstu 4 vikurnar frá 8:30 til 16:15 alls ekki svo slæmt

Þegar ég kom heim og kítið í póstinn minn sá ég mér til mikillar furðu mjúkan pakka frá Skattinum(Sænska RSK) en ég hafði fengið handklæði. Það tók mig svolítinn tíma að fatta afhverju en svo mundi ég að ég hafði tekið þátt í einhverri spurninga keppni hjá skattinum.... og ég vann... cool. Það eru ekki allir sem eiga handklæði merkt Sænska Skattinum :þ

Svo er það bara afslöppun í kvöld... held ég bara.

28 september 2005

Kokkur

Váá.... Ég var að prufa að elda mér eitthvað nýtt áðan og þvílík snilld. Kjúklingur í ostasósu með pasta, úr þeirri ágætu bók Hristist fyrir notkun, sem Karól og Ragnheiður gáfu mér í fyrra... alveg snilldar bók. Ég held að ég sé bara að verða meirstara kokkur... ne ég segi það nú kannski ekki. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra að baka.

En á meðan ég er að tala um eldhúsið... ég held að fólkið sem býr hér séu sem skrítnustu eldhúsvenjur, reyndar er Spánverjinn búinn eð uppgötva skál. En ég kom inn í eldhús í morgun og þá var einhver að smyrja sér brauð sem er svo sem ekkert skrítið nema að hann notaði ostaskera þe. smurði brauðið með ostaskera í staðinn fyrir hníf.

Ég er að fara til Stokkhólms um helgina að sjá Mamma Mia. Ég fer á föstudaginn eftir prófið og kem aftur í hádeginu á sunnudag.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag að læra fyrir prófið og svo er bara að sjá hvernig gengur.

27 september 2005

Of snemma...

Rosalega var ég utan við mig í morgun.. eða þetta byrjaði allt saman í gærkvöldi þegar ég stillti vekjaraklukkuna. Ég sem sagt stilti hana 1 tíma of snemma, enda fannst mér frekar dimmt. Síðan var svo skrítið að þegar ég fór upp í eldhús hugsaði ég "það er eins og búið sé að breyta klukkunni og að ég sé 1 á undan öllum" Ég skil ekki alveg afhverju ég pældi í þessu því ég sé aldrei neinn í eldhúsinu á morgnanna. En svo fór ég bara í gegnum mína rútinu og fór upp í skóla... ég var ekki einu sinni að fara í tíma heldur ætluðum við bara að hittast uppi í skóla kl 9 og læra. Svo þegar ég var að koma að skólanum lít ég á klukkuna bara til að athuga hvað klukkan sé... og svo hugsaði ég "Var hún 8!!!" og leit aftur jájá hún var 8. Ég mæti ekki einu sinni svona snemma þegar ég er að fara á fyrirlestur því þeir byrja í fyrstalagi kl 8:30. En ég fann mér einhvern sofa og lagði mig þar.

Svo fór ég í dag að athuga með hvernig ég á að koma mér til Alingsås þegar ég fer í praktíkina. Þurfi að kaupa kort sem gildir í öll zone, og kostar 1050kr(sek) með stúdenta afslætti. Ég þarf líklega að leggja af stað frá herberginu kl 6:45 og á að vera mætt 8:30... úff... sporvagnin og lestin passa bara svo illa saman...
sporvagninn kemur 1 mín áður en lestin á að fara og lestin kemur 5 mín áður en ég á að mæta og það tekur kannski 10 mín að labba :/

En ég ætla að læra núna... það er próf á föstudaginn, eins gott að ná því.

24 september 2005

Alvöru dæmi...

Eftir nokkra daga stress þá gerðum við heyrnarpróf á okkar fyrsta alvöru sjúkling. Við vorum 2 og 2 saman og ég var fyrst, að mínu mati var það betra því þá var maður búinn með þetta fyrr og gat slappað af.
Minn sjúklingur var fæddur 27 sem gerir hann 78 ára, en fyrst hélt ég að hann væri fæddur 1918, en þá var hann fæddur 18. dag mánaðarins... ég rugla stundum íslensku og sænsku kennitölunum saman... Svíjar verða auðvitað vera svolítið örðu vísi og skrifa dagsettningar þver öfugt við okkar... 050924 í staðinn fyrir 240905 sem er í dag ;p
En annars þá gekk þetta bara ágætlega vel að minni hálfu þótt að ég hafi verið að drepast úr stressi... ég til og með titraði, sem er svo sem ekkert nýtt.
Annars þá var karlinn með mjög slæma heyrnaskerðingu og ekki tókst að mæla allt sem þufti því... hann heyrði ekki rassgat...

Svo í gærkvöldi bauð einn íslendingurinn hér, Vilmar, okkur hinum íslendingunum heim. En auðvitað gátu ekki allir mætt og við enduðum bara að vera 4, ég, Vilmar, Ragnar og Alla. Sem var bara ágætt... ég varð bara smá full :þ Vilmar átti tóbasvodka sem við vorum að staupa. Þetta er órtrúlega gott en mér fannst best að taka bara lítinn sopa í einu annars var eins og maður settu upp í sig einn heilan tópaspakka. Við vorum svo aðeins of þreytt til að fara í bæinn svo við 3 tókum bara sporvagnin heim um 2 leitið minnir mig.

NB bara fyrir þá sem eru að spurja sig þá er ég ekki þunn... eftir mín 3 tópasvodka staup og 3 Smirnoff Ice/Breezer.

En ég nenni alls ekki að læra núna... einbeitningaskortur dauðans

19 september 2005

Skemmtilega reynsla í eldhúsinu

Ég bara verð að skrifa um það sem ég varð vitni af í eldhúsinu áðan...
Ég sem sagt kom inn og þar var spánverji sem er nýfluttur inn og greinilega þekkir ekki lífið hér á í norðurhluta Evrópu.
Fyrst ætlaði hann að opna mjólkurfernuna með skærum en mjólkurfernan er með svona topp eins og 1,5 lítra mjólurfernan heima. En ég var svo góð að ég sýndi honum hvernig átti að opna þetta.
Svo náði hann sér í glas og helti mjólk í glasið sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að hann var að fá sér kronflex... tók smá kornfelx í hendina og setti út í mjólkina og át svo upp úr glasinu méð skeið... það var til nóg af hreinum skálum og djúpum diskum...
Svo þegar ég var búin að hita upp matinn minn þá settist ég niður og hann spurði MJÖG hissa... "ertu að fara að borða kvöldmat núna??" (klukkan var rúmlega 19) ég svaraði "jáa" hann: "á Spánu borðum við alltaf kl 22" ég "ookiiii" wow hvað ég gæti ekki hugsað mér að fara að sofa kannski rúmlega klukkutíma eftir að ég væri búin að borða.

Helgin

Jæja þá er aftur kominn mánudagur... en tíminn er svo fljótur að líða það það verður kominn föstudagur áður en ég veit af... svo maður ætti kannski að fara að plana helgina ;þ

Ég fór aðeins út á laugardaginn með Öllu. Það var gott að komst aðeins út. En það var svolítið fyndið að við sátum bara á einum stað og töluðum saman og drukkum cider, sem var svo sem allt í lagi. En þegar við ákváðum að fara og ég stóð upp...woooow... þá fann ég fyrir áfenginu. Mér fannst þetta ekkert smá óþæginlegt að þetta gerðist svona bara allt í einu um leið og ég stóð upp...

Ég fór svo til Marie að horfa á sjónvarpið og þegar ég fór til bara þá þurfti ég að skipta um sporvagn eins og vanalega. En þá var Magga á stoppistöðinni með alla fjölskylduna en þau voru í heimsókn hjá henni. Gaman að þessu ;)

Ég hef heyrt miklu oftar í íslendingum í bænum núna í haust en allt árið í fyrra. Ég var í bænum áðan og heyrði í einhverjum íslendingum en ég fattaði það ekki fyrr en of sein... það var eitthvað fólk sem gekk framhjá mér og svo segir stelpan "þetta er töff merki" og ég snéri mér við en ég sá bara í bakið á stáknum. Svo annars staðan heyrði ég í móður segja við dóttur sína "þú fékkst peysu um daginn..."
Hvað er málið með að heyra í íslendingum alls staðar núna.

16 september 2005

Kellingin

Ég held að ég verði bara að hella úr reiði minni núna.
Ég veit ekki leiðinlegri og sjálfselskaðri kellingu en Eva Andersson rektor heyrnarfræðideildarinnar í Gautborgar Háskóla.

Málið er að við erum að fara í praktík í október og við erum það margar að við getum ekki allar verið á Gautaborgarsvæðinu(Gbg).. ok allt í lagi með það. Það voru 16 sem sóttu um Gbg en bara 14 pláss. Kellingin bað þá sem voru með einhverja afsökun til að geta ekki farið eitthvað annað að tala við sig. Ég sótti auðvitað um Gbg og sagði svo við hana að það væri erfitt fyrir mig að ferðast eitthvað langt þar sem að ég þekkti mig svo lítið utan borgarsvæðisins... sem eru kannski ekki alveg bestu rök en samt... svo sagði hún "þú kannski þekkir þá Svíþjóð betur á næsta ári" Hún var að vissu leiti að segja að ég gæti fengið Gbg núna með því skilirði að ég færi út fyrir borgina á næsta ári sem er í raunninni ekkert mál.
Og svo án þess að hlusta á neina einustu skýringu frá nokkrum, ákvað hún að það yrði bara dregið um hver væri hvar í Gbg. Og auðvitað var ég ein af þeim 2 sem komust ekki inn, og Ann-Cathrine. Ann-Cathrine valdi stað sem heitir Varberg þar sem foreldrar hennar búa þar og hún gæti búið hjá þeim á virkum dögum. Ég valdi svo Alingsås sem er kannski 50 mín í burtu.
Svo hitti ég eina sem komst inn í Gbg en hún vildi ekki vera þar svo hún ætlaði að taka eitthvað annað. Þannig að ég sendi Kellingunni e-mail um að ég væri tilbúin að taka hennar pláss. En NEI það var ekki nógu gott!!! Það varð auðvitað að draga um hver fengi plássið. Og ég fékk auðvitað ekki plássið. Kellingin tók ekkert tillit til þess sem ég sagði við hana í byrjun og að ég hef enga tengingu við Alingsås en Ann-Cathrine hefur tengingu við Varberg.

Ég er svo sem búin að vera "problem(með sænskum hreim)" í augum Evu frá upphafi þannig að það er kannski ekkert skrítið að hún taki ekkert tillit til mín.

Svo er ekki nóg með þessa heldur er afmælishátið hjá Heyrnarfræði og Talmeinafræði deildunum síðasta daginn sem við erum í praktík og margir hefðu viljað fara á fyrilestrana sem verða þá. Þannig að við spurðum hana hvort það væri ekki lagi að þeim sem vildu fara á hátíðina myndum sleppa síðasta praktík deginum. Hún kom til okkar í tíma og bryjaði að dissa hátíðina og gera lítið úr henni. Sjálf gat hún ekki mætt. Allir uðru geðveikt pirraðir út í hana

Og hér með lýkir pistlinum um kellingar tussuna Evu Andresson rektor, vonandi var þetta ekki of langdregið... ég er bara pirruð. Skrifa vonandi um eitthvað skemmtilegt næst

11 september 2005

heimilisfang

Fyrir þá sem vilja fá heimilisfangið mitt þá er það hér:

Kristbjörg Pálsdóttir
Motgången 324:24 eða Motgången 324 läg: 24 bæði skilst
412 80 Göteborg
Sverige

Vika í herberginu

Þá er ég búin að vera hér í 2 vikur og þar af eina í þessu blessaða herbergi sem er kannski ekki svo slæmt.
ég fór í bæinn í gærdag, það var svo rosalega gott veður, alveg heiðskýrt. Mér tókst að kaupa mér 1 gallabuxur í Vero Moda og peysu þar líka... ekki slæmt

Svo vorum við með smá íslendinga partý í gær, það komust nú reyndar ekki nærrum því allir en það var samt gaman. Magga mætti á svæðið en Sandra sofnaði víst heima hjá sér, stundum er maður bara þreyttari en maður heldur. Gauti, hann flutti hingað í haust, mætti svo með systur sína sem var í heimsókn en þau fóru ekki með okkur í bæinn. Við vorum heima hjá Ragnari eins og síðast. Við þrjú, ég Ragnar og Magga, röltum svo í bæinn. Stór hluti af kvöldinu fór í að stríða Ragnari á sinni mjög svo sænsk singjandi íslensku, sem bara varð meiri eftir því sem leið á kvöldið og áfengis magnið í blóðnu fór hækkandi. Við fórum úr bænum um 4 leitið og héldum eftir partý hjá Ragnari þar sem hann átti svo mikið af eftirpartýs tónlist. Ég og Magga fórum svo heim um 6 leitið.

Áður en ég fór í partýið var ég að spá í að fara í nýju buxunum en hætti við það, sem betur fer, Magga var í alveg eins buxum. Það hefði verið fyndið ef við hefðum báðar mætt í alveg eins buxum, hehehehe

Nú er bara afslöppun í dag, er að reyna að lesa eitthvað af þessu efni fyrir skólan um samskipta leiðir og endurhæfingartækni fyrir fólk með heyrnarskerðingu. Þetta er nú ekkert leiðinlegt, ég bara nenni ekki að lesa.

04 september 2005

Nýtt húsnæði

Jæja núna er ég flutt inn í mitt nýja húsnæði, já eða herbergið. Mér leist ekkert of vel á þetta í fyrstu en núna eftir að ég er búin að koma mér nokkurn vegin fyrir þá er þetta bara ágætt.
Við fluttum allt dótið í gær. Fyrst hjálpaði Ásgeir(sá sem ég bjó hjá fyrstu vikuna í fyrra) mér með dýnuna og það sem komst með sem var í rauninni fullt. Svo kom Marie með dótið sem ég hafði verið með hjá henni og við fórum eina ferð að skækja restina af dótinu hjá Eddu.
Svo röðuðum við aðeins dótinu og komum þessu svona nokkurn vegin fyrir, þe tókum í burtu sem ég ætlaði ekki að vera með og setti það niður í geymslu.
Við fórum svo auðvitað í IKEA og keyptum nokkra nauðsinlega hluti, eins og dyramottu og baðherbergismottu. Já og auðvitað verkfæra settið mitt sem ég er rosalega stolt af, það inniheldur: Hamar, taung skiptilykil og skrúfjárn sem hægt er að skipta um hausa og 11 hausar.(stollt, stollt)

Ég gær kvöldi fór ég í smá partý með nokkrum íslendingum, við vorum 7 saman en 4 af þeim íslendingum sem ég vissi um hér voru uppteknir, svo held ég að þau hin hafi þekkt fleir þannig að við erum frekar mörg hér á svipuðum aldri.

Svo núna er ég loksins búin að taka upp úr öllum töskum og kössum og koma öllu fyrir. Dagurinn í dag var tekinn í það. Ég er líka að spá í að fara að rölta um svæðið og sjá hvort að ég finni ekki eitthvað skemmtilegt. Það á að vera sjónvarpsherbergi hér nálægt, sem kæmi að góðum notum þar till ég kaupi sjónvarp.

02 september 2005

Strætó/sporvagna ferðir gærdagsins

Í gær fór ég og Marie í skólann með sporvagni og svo strætó, þurfum að skipta á leiðinni. Svo í hádeginu fór ég á Olofshojd að ná í lykilinn og auðvitað var það strætóferð fram og til baka. Eftir skóla fórum við í strætó og sporvagn heim. Svo þurfti ég að fara aftur á Olofshojd til að sækja um netið svo það væri örugglega komið inn þegar ég flytti inn. Og auðvitað þurfti ég að taka 2 sporvagna þanngað fram og til baka. En í rauninni á leiðinni þanngað tók ég fleiri sporvagna þar sem að ég fattaði þegar ég var komin ca 5 stoppistöðvar í burtu að ég gleymdi lyklinum svo ég fór aftur til baka. En þá gat ég líka kíkt á herbergið og ég ætla að setja inn myndir af því.

En þetta verður kannski kallaður Almenningssamgangnadagurinn hinn mikli... vá hvað þetta varð langt orð.

En nú erð það bara að kaupa snúru til að geta tengst netinu... ég gleymdi að kíkja hvernig hún átti að vera á endanum. Ég tek bara sénsinn.

31 ágúst 2005

Minna stress

Jæja ég er loksins komin með samastað. Ekki íbúð eins og ég hafði vonað en þetta er herbergi upp á 18,5 fermetra. Ég er búin að skrifa undir og fæ lyklana á morgun eftir kl 12, ég býst við að skreppa í hádeginu. Svo get ég farið að flytja inn vibbíí. ;)
Það var svolíðið gaman að heyra eitt fyrsta daginn í skólanum. Í byrjun kennslustundar fór kennarinn að tala um hvað henni fyndist eins og við hefðum byrjað á 1. önn í gær, nema það var ein stór breyting og það var ÉG... ég skildi í þetta skiptið, mjög gaman að heyra svona.
Svo hringdi pabbi í mig áðan frá Færeyjum, og sagði mér að hann hafi hitt nokkrar konum frá Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra, og hann hafi spjallað heilmikið við þær. Hann mundi nú ekki nöfnin á þeim öllum en hann mundi eftir Júlíu. Hann hafði mjög gaman af því að spjalla svona í gegnum túlk. Og svo sagði hann að einhverjar/nokkrar/allar(ég man ekki alveg) hafi vitað hver ég var... sem mér fannst bara mjög gaman að heyra.

Jæja nú er bara að fara að finna einhvern sem getur hjálpað mér að flytja og fara að koma sér fyrir, já og auðvitað borga leiguna ;)

28 ágúst 2005

Komin aftur til Svíþjóðar

Ég veit að ég gleymdi að kveðja marga en þaðö var aðalega vegna þess hvað var mikið að gera. Marie var í heimsókn hjá mér frá 16. ágúst og svo kom Chris 20. ágúst svo það var nóg að gera með 2 útlendinga.
En ég er komin aftur út. Við komum hingað seinni partinn í gær. Ferðataskan mín var 20 kg og Marie 30 enda var hún með stærri tösku, ég átti örugglega 10 í hennar tösku. En Iceland Express var svo æðislegt að rukka okkur ekki um yfirvigt. Ég býð bara eftir þeim degi sem ég þarf að greiða yfirvikt á þessu ferðalagi mínu.

Skólinn er að byrja á morgun en við eigum ekki að mæta fyrr en kl 11. Sem er mjög fínt. Við erum loksins búin að fá stundatöflu fyrir þennan áfanga, frekar mikið af tímum en við fáum samt frí inni á milli. Svo kemur bara í ljós hvar ég lendi í praktíkinni en hún er allan október.

Ég er ekki enn komin með íbúð en ég er að reyna að leyta allra leiða til að redda mér einhverjum samastað þó það verði ekki nema tímabundið. Eins og er sef ég á svefnsofanum í stofunni hjá Marie.

Enn og aftur, mér þykir það leitt að hafa ekki náð að kveðja alla.

Ég set inn myndir fljótlega frá sumrinu.

10 júlí 2005

Heima

Núna eru mánuður síðan ég koma heim. Ég er aðalega búin að vera að vinna eins og vanalega. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að vinna hjá Símanum í Ármúlanum. Það er alveg nóg að gera þarna og dagurinn líður frekar fljótt. Það eru bara rúmar 5 vikur eftir af vinnunni og þá kemur Marie til mín í heimsókn(16.ágú) og verður hér til 27. ágúst en þá förum við saman út aftur, svo byrjar skólinn 29. ágú.
Ég er búin að lenda í því að fólk komi til mín í vinnuna sem búa eða eru að flytja frá Gautaborg... eða að Svíi komi og byrji á að tala sænsku... svolítið skemmtilegar tilviljanir.

Ég komst að því þegar ég sá launaseðilinn að ég var látið borga 28.000kr í skatt. Mín var ekki sátt. Persónuafslátturinn minn tók ekki gildi fyrr en á komu degi en ekki frá áramótum eins og hjá flestum. En það er víst hægt að leiðrétta þetta með því að skrá sig með skattalegtheimilisfesti og sýna fram á að maður sé í námi í útlöndum. Ég þarf að ganga frá þessu einn morguninn, fara niður á Ríkisskattstjóra með staðfestinguna um að ég sé í námi, og með skattkortið og svo sækja um þetta skattalegaheimilisfesti... því líkt orð. En auðvitað fær maður ekki peninginn sinn tilbaka eins og skot.

Ég komst loksins á Sálar ball um helgina... búin að heyra um þessi böll í allan vetur og ég gat ekki slept því þegar ég loksins fékk tækifæri á því.

Ég læt kannski heyra í mér fljótlega aftur.

09 júní 2005

Ca. 22 klst 30 mín í lendingu

Jæja ég hef þetta síðasta blogg mitt í bili frá Svíþjóð... ég veit ekki hversu mikið ég mun blogga í sumar en það kemur bara í ljós.
En það gekk bara vel í upptökuprófinu í dag enda var ég búin að læra eins og vitleysingur. Svo var það þannig að 5 spurningar af 6 voru nákvæmlega orðrétt eins og fyrra prófið. Og svo þessi eina var ekkert svo erfið heldur... ég skil ekki alveg núna afhverju ég féll á þessu í byrjun... þetta er svo auðvelt :Þ

Eftir prófið fór ég heim að pakka og var að því í 4 og hálfan tíma enda að verða vitlaus. Ég hringdi í Marie og við fórum í Liseberg... sem vara bara mjög fínt... mín heitasta ósk var að fara í Parísarhjólið svo við fórum þanngað þó að Marie er svolítið lofthrædd... Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í Parísarhjól. Svo eftir að hafa verið í Liseberg í ca 2:30 tíma þá fórum við og fengum okkur að borða og svo var það að fara heim og klára að pakka.. loksins búin :) Allt dótið sem ég skil eftir er pakkað niður í tösku, kassa og bréfpoka og er inni í skáp. Ótrúlega tómlegt hérna inni.

Í morgun fyrir prófið fór ég og lét lita á mér augabrúnirnar og ég held að konan hafi plokkað af augabrúnirnar þær eru ekkert smá þunnar... svo þurfti hún að lita þær þrisvar sinnum því ég var aldrei nógu ánægð með litinn... ég fer ekki þarna aftur. Ég er ekkert smá pirruð út af þessu... en þetta vex víst sem betur fer...

En já ég er sem sagt að koma heim og verð heima til 27. ágúst. Ég verð með sama gamla símanúmerið ;)

05 júní 2005

4. dagar í heimkomu

Þá er ég búin í síðasta lokaprófiu og bara 1/3 af upptökuprófi eftir. Það gekk bara vel í prófinu á föstudaginn... svo vel að ég ætlast til að fá minnst 9 í einkunn.
Nú er það bara að læra fyrir upptöku prófið... þar sem ég verða að standast 4 spurningar af 6... maður getur ekkert safnað saman stigum... annað hvort kann maður eða ekki. Og ég ætla að kunna í þetta skiptið.

Í dag fór ég í Universeum... sem var mjög fínt... þetta er svona náttúru-safn. Ein uppsettningin er vatnið og hvað lifir í/við vatninu/ð, hér í Svíþjóð. Svo var regnskógur og ýmisleg dýr sem búa í regnskóginum... ég gleymdi að taka með mér myndavélina eða ég fattaði það ekki fyrr en of seint.
Svo eftir þetta fórum við Marie og Sofia á kaffihús og spjölluðum saman.
Ég fór svo að hugsa um hvað í ósköpunum ég gæti haft í kvöldmat... þá kom sú uppástunga að gera hakkpæ(kjötpæ eða köttfärspaj eins og það heitir hér) Og það varð úr að tilraun hefðist í eldhúsinu... Fyrst gerði ég þau mistök að setja 100gr sykur í stað fyrir 100gr smjör, þegar ég var að gera degið... veit ekki alveg hvernig mér tókst að hugsa svona rosalega vitlaust!?! Svo til að krydda kjötið notaði ég Tacos-krydd... og þetta kom bara ágætlega út, nema hvað degið datt mikið í sundur þarf að komast að því fyrri næstu prufi hvað heldur deginu saman.

Það er alveg merkilegt hvað maður getur búið til þegar maður á eiginlega ekki neitt og vill ekki kaupa of mikið... þar sem ég er nú einu sinni að koma heim eftir nokkra daga. Þetta pæ verður í matinn næstu daga enda alveg nógur afgangur... Mér er borgið, þe kvöldmatslega séð :þ

Svo er ég byrjuð að pakka öllu dótinu mínu, það gegnur bara ágætlega þó að margt sé enn eftir. Búin að fylla einn kassa af skóladóti og aðra ferðatöskuna sem ég var með, sú sem ég fer ekki heim með. Þetta reddast allt á endanum... enda er það lífsmottóið mitt :)

Jæja ég ætla aðeins að kíkja í bækurnar...

02 júní 2005

Allt að koma

Ég er öll að koma til eftir þetta afrek á laugastdagskvöld/nótt... Er ennþá aum í enninu en það merkilegasta er að ég mun líklegast ekki fá marblett enda er hann ekki enn farinn að sýna sig... Sem er bara jákvætt.

Já svo er lokaprófið í "Grunder i audiologisk rehabilitering" á morgun. Miðað við prófið í fyrra þá getur þetta ekki verið mjög stórt próf enda erum við búin að gera önnur verkefni líka.
Í gær höfðum við í bekknum ákveðið að hittast seinni part dags og setjast saman í "Slottskogen"(Hallarskógi) og kannski fara í einhverja leiki eða grilla bara eftir því sem okkur datt í hug. Af okkur 26 í bekknum þá vorum við 3 sem mættum... sem er skrítið þar sem talað var um þetta í skólanum komu góðar undirtektir... En við sátum saman og spjölluðum og fórum svo í mini-golf...

Það er sem sagt vika í heimkomu... alveg ótrúlegt að vera búinn með eitt ár í skólanum og bara 2 ár eftir...

30 maí 2005

Mæli ekki með...

...að vera búin að drekka frekar lítið yfir daginn
...verða svooo illt í maganum að líkaminn þoli ekki sársaukann
...þufa að kasta upp og þess vegna falli blóðþrýstingurinn of mikið
...yfirlið sem endar í roti eða vægum heilahristingi

Þetta er einmitt það sem gerðist fyrir mig aðfaranótt sunnudag eða líklegustu skýringar á því afhverju ég ranka við mér á gólfinu inni á baði og allt snýst í kringum mig eftir að hafa hallað mér yfir vaskinn og að ég er með dásamlega kúlu á enninu sem er ca. 5 cm í þvermál. Kúlan er ekki ennþá orðin fagur blá en ég er ekki frá því að hún sé smá bláleit. Alla vegana þá nógu ótrúlega vont að lyfta augabrúnunum eða klóra sér á enninu þegar hárið kítlar...

NB: ég var ekki full þó að ég hafi verið í partýi fyrr um kvöldið, þar sem strákarnir sem ég talaði við töluðu BARA um Ísland...

4 dagar þar til lokapróf í þessum kúrs
9 dagar í upptökupróf
10 dagar í heimkomu

P.S. ég er rosalega stolt af sjálfi mér þar sem ég náði prófi sem 16 af 26 féllu í þar á meðal 2 vinkonur mínar sem ég læri með.

26 maí 2005

Fleiri myndir

Ég vildi bara koma því á framfæri að ég er búin að setja inn myndir frá Stokkhólm og Destiny's Child tónleikunum.... allt í einu er ég orðin svo dugleg... En þetta er allt Lilja að þakka, hún ýtti aðeins á mig... þarf það við og við...

Og svo að því að það er fimmtudagur í dag þá vil ég segja að það eru 2 vikur þanngð til ég kem heim... í gær hélt ég að það væru enn 3 vikur í það... vá hvað tíminn líður hratt... ein vika eftir að skólanum...aaaaa

Svo er hún J Hildur mín að fara að útskrifast á morgun en ég kemst því miður ekki í útskriftina. En langar alveg roooosalega.... Maður getur ekki verið allstaðar..

25 maí 2005

Skólinn alveg að klárast

Við konurnar hjá Íslendinga félaginu vorum ekki alveg sáttar með úrslitin sl. fimmtudag...
Á föstudaginn gerði ég heyrnarpróf á íslenskri stelpu sem kom bara vel út, betur en við bjuggumst við. Svo á laugardag var Göteborgs Varvet sem er einskonar maraþon, hlaupið 21km. Það voru tæp 38.000 manns sem tóku þátt og hleypt af stað í nokkrum hollum,við þekkrum 3. Vorum að fylgjast með og rétt eftir að þetta byrjaði fór ég að skoða númerin, lægsta númerið sem ég sá var 4 og hæsta 37995... var alltaf að býða eftir 38xxx.
Svo fórum við til Växjö um kvöldið og horðum á Eurovision þar... Svíar voru ánægðir með úrslitin þar sem Gríska stelpan er fædd og uppalin í Gautaborg. En sjálfir munu þeir vera með okkur í forkeppninni á næsta ári.
Á mánudaginn var ég og Marie í praktík á heyrnarstöðinni í Växjö. Sem var bara mjög fín.... fengum að sjá hvernig plast stykkið, sem sett er inní eyrað, verður til.
Svo í gær var síðasti fyrirlesturinn á þessari önn. Nú er bara einn LAB eftir sem ég er að fara í eftir klukkutíma, 2 munnleg-hóp-próf(seminarium) og eitt lokapróf, ein og hálf vika og þá er önnin búin.
Svo er ég búin að setja inn smá myndir frá því í apríl... svo mun ég fljótlega setja inn myndir frá maí.

19 maí 2005

Eftir Desnity's Child tónleikana í Stokkhólm

Núna er ég búin að fara á mína fyrstu tónleika í útlöndum og þeir voru alveg frábærir. Þær syngja ekkert smá vel... ég er alveg rosalega sátt og svo sá ég gagnrýni í blöðunum þar sem tónleikunum voru gefnar 5 stjörnur.
Ég og Marie fórum í flug strax eftir skólann á mánudaginn og vorum komnar til Stokkhólm um kl 19, flugið var ca. 50 min. Við gistum heima hjá vinkonu Marie og manninum hennar. Á þriðjudaginn fórum við down town og skoðuðum ýmislegt, sáum vaktaskipti fyrir utan höllina. Hittum svo frænda Marie sem býr í Stokkhólm og fórum með honum út að borða fyrir tónleikana og hann rölti með okkur að Globen þar sem tónleikarnir voru og fór svo sjálfur í heimsókn til vinar síns. Svo fórum við á tónleikana og þar sem við erum nú einu sinni heyrnarfræðinemar urðum við að sýna gott fordæmi og nota eyrnartappa, enda var ekki vit í öðru, tónlistin varð mun skírari(engin distortion). Við sátum á góðum stað og sáum sviðið mjög vel, ég mun setja inn myndir fljótlega. Frábærir tónleikar. Svo eftir tónleikana tókum við neðan-jarðarlesina til Centrum og þegar við fórum þar af hittum við frænda Marie en hann hafði verið í sama vagni og við... þvílík tilviljun, ég meina hverjar eru líkurnar??? þessar lestar fara á nokkra mínútna fresti.
Svo á miðvikudagsmorgunin(í gær) vöknuðum við kl 4:30 og fórum út á völl til að fara í flug 6:10, lentum um 7 tókum rútuna í bæinn og mættum í skólann 15 mín áður en hann byrjaði... perfekt. Og svo þegar við mættum í skólann hittum við nokkrar stelpur úr bekknum og þær voru eitt spurningarmerki þegar ég sagði(kl var ca. 8:20):"við vorum í Stokkhólm í morgun" Svo skildi enginn afhverju ég var svona hress en Marie alveg að deyja úr þreytu... ég held að ég hafi aðalega verið með svefngalsa

En svo er forkeppnin í Eurovision í kvöld og ég er að fara á Konukvöld hjá Íslendingafélaginu og við ætlum að styðja Selmu :)

Þetta er orðið ágætt í bili :) 3 vikur í dag þar til ég kem heim ;)

15 maí 2005

Sól, sumar og Stokkhólm

Já það er búið að vera æðislegt veður hérna sl. daga heiðskýrt og sól... enda búin að vera í sólbaði... hvað annað.
Mín skellti sér bara út á lífið í gær og það vara bara fínt. Kannski ekki besta tónlistin inni á þessum stað sem við vorum á en þá bara fínt. Hittum fólk sem þau sem ég ver með þekktu svo þetta kom bara vel út allt saman. Gott að komast á djammið svona við og við.
En vitið þið hvað ég er að fara að gera..... Á morgun(mánudag), eftir skólan mun ég og Marie fljúga til Stokkhólms og svo á þriðjudag erum við að fara á Destiny's Child tónleika..vúhú... við keyptum miða einhvern tíman í haust og það er loksins komið að þessu. Svo komum við heim aftur á miðvikudagsmorgun...eld snemma... tökum vélina kl 6:10 og náum því í skólann... þið sem þekkið mig finnst þetta kannski ekkert skrítið enda átti ég þátt í því að valið var fyrsta flug :þ
En ég skrifa svo þegar ég kem til baka....

09 maí 2005

Liseberg og próf

Núna er ég búin að fara í Liseberg. Ég keypti mér svona árskort fyrir inngöngu. Maður þarf bara að fara 3x og þá er það búið að borga sig, maður getur líka notað það á jólamarkaðinum... kostar bara 140kr sek.
En það var mjög gaman þó að ég hafi verið skíthrædd í rússíbönunum og ekki liðið sérstaklega vel á meðan á því stóð. Td eftir fyrsta þá skulfu á mér lappirnar :Þ
Síðan manaði Marie mig og kærastan sinn til að fara í svona þar sem maður er lyft hátt upp og svo sleppt og látinn falla niður... hún þorði ekki sjálf... en mér fannst þetta mun auðveldara heldur en rússíbanarnir. Svo var nýr rússíbani opnaður í ár sem er kallað Kanonen.. frekar stutt en mjöööög mikill hraði. Ég myndi giska á að augun mín hafi verið lokuð svona ca. 2/3 hluta... eftir á sagði ég: ég sá ekki þegar við fórum þarna og þarna og þarna... !!! hehe var með augunlokuð...
En þetta var mjög gaman allt saman. Á alveg eftir að fara oftar og kannski að maður venjist að lokum ;)
Svo var prófið í morgun og ég er bara þokkalega jákvæð, ég skrifaði og skrifaði og þegar ég var hálfnuð var mér orðið ill í úliðnum. Það voru nú ekki allir sáttir við prófið en ég held að við Marie og Sofia höfum lagt áherslu á réttu hlutina. Það var meira að segja eitt verkefnið(spurning) þar sem við höfðum svarið og áttum að búa til spurninguna sjálfa.
Svo er einn áfangi og 1 próf eftir...já og eitt upptökupróf. Og í dag er akkúrat mánuður þar til ég kem heim...9. júní. Það verður ágætt að koma heim og hætta að læra í smá tíma... þetta er búin að vera mikil törn núna með mörgum litlum kúrsum sem þýðir oftar próf. En núna er ekki próf í 4 vikur...jeijí.. :)

08 maí 2005

Próf á morgun

Ég vil byrja að óska öllum mæðrum til hamingju með daginn :)
Ég er nú búin að vera frekar upptekin upp á síðkastið við að læra enda að fara í próf á morgun... Við vinkonurnar, þe. ég, Marie og Sofia, erum búnar að vera mjög duglegar að hittast og læra fyrir prófið. Enda vil ég alls ekki falla aftur. En þetta er ekki nema 3ja eininga próf svo maður ætti að ná því, en reyndar er þetta frekar flókið efni. Svo er næsta próf síðasta prófið, 3. júní, og ég ætla að reyna að vera dugleg við að læra vel með áfanganum.
Svo 19. maí verður Íslendinga félagið hér með konukvöld þar sem fylgst verður með frammistöðu Selmu. Þó að ég verði með öllum líkindum ynst á svæðinu þá ætla ég nú samt að mæta því ég var með í því að styðja að þetta væri góð hugmynd. Enda eru Svíarnir ekkert rosalega spenntir fyrir þessari forkeppni.
Núna er kærasti Marie, Englendingurinn, hér í heimsókn. Við gerðumst því ferðamenn í gær og fórum í síkjasiglingu sem var bara mjög fínt, lærði smá um Gautaborg sem ég vissi ekki, t.d. það er hús hérnar sem er númer 17 og hálft, það var víst eitthvað rugl þegar þeir númeruðu húsin þannig að eitt hús varð eftir. Ég held að abc kerfið hafi ekki verið komið í gagnið þannig að það varð bara 17 1/2.
Svo fórum við í bíó á Kingdom of Heaven, sem er bara fín mynd.. enda Orlando Bloom ótrúlega fallegur :)
Svo er planið að fara í Liseberg í dag, og fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það þekktasta tívolí Svía, jæks... Ég hef nú bara 2svar sinnum farið í tívóli. Það er spurning hvað ég þori miklu í dag:)
Þetta er ágætt í bili ég segi ykkur svo hvernig var í Liseberg og hvernig prófið gekk seinna/næst :)

29 apríl 2005

1. fallið

Jæja þá er maður búinn að falla á fyrsta prófinu sínu. Ég get nú ekki sagt að ég hafi alveg fallið en prófinu var skipt í 3 hluta og maður þurfti að ná bara hverjum fyrir sig, en ég náði ekki einum hluta. Ég bjóst svo sem alveg við því þar sem það efni er það sem var farið í að mestum hluta þegar ég var heima á Íslandi. Ég held að ég viti á hverju ég hafi fallið, ég er ekki búin að fá prófið ennþá. Og ef ég hef rétt fyrir mér þá er ég svo sem sátt. En í þokkabót þá er endurtektarprófið sama dag og ég kem heim. Ég á flug 9. júní kl 19:45 en prófið er milli 8:30 og 12. En ég tek bara próf úr þessum eina hluta svo þetta reddast.
Annars þá er búið að vera ótrúlega gott veður hér alla vikuna en ég dag var ákveðið að hafa smá ský og vökva blómin aðeins enda voru þau örugglega farin að þorna all verulega.
Í gær keypti ég mér rosalega sætt og sumarlegt pils. Ég ætla að reyna að venjast því að vera í pilsi svona við og við, ekki endilega bara spari. Það er svo sumarlegt að vera í pilsi.
Það var svolítið fyndið þegar ég var að koma heim í gærkvöldi og var að ganga meðfram blokkinni sem ég bý í að mínum stigagang. Þá var leit ég inn um einn gluggan á fystu hæðinni og þá var einn maður að vesenast inni í eldhúsi á nærbuxunum, og það eru ekkert litlir gluggar hér á húsinu, svo labbar maður líka í 2-3m fjarlægð svo allt sést vel. Ég get nú ekki heldur sagt að hann hafi verið eitthvað vel vaxinn. Ég held að ég hefði ekki verið á svona strippi án þess að hafa gardínurnar dregnar fyrir.
Svo daga í þessari viku þegar ég hef verið á leiðinni í skólann þar sem ég labba í gegnum smá skóg, þá hef ég rekist á svolítið ógeðslegt. Fyrst þá var ég bara að labba og heyrði eitthvað þrusk og bjóst bara við að þetta væri fugl, en svo leit ég við og sá eitthvað hreifast og hélt að þetta væri íkorni en neinei þetta var stór rotta. Svo daginn eftir sá ég hana aftur á sama stað en þá sá ég hvar hún hvarf inn í holu milli steina. ojjjj....
En ég er að spá í að leiga mér DVD og hafa það næs í kvöld enda þreytt eftir vikuna, búið að vera mikið að gera. Gott að slappa af í róleg heitum.

25 apríl 2005

Reyna að skrifa eitthvað

Jæja kannski tími til kominn að blogga smá.
Það er búið að vera frekar gott veður hérna undan farið. Þannig að í gær fórum við Marie út til að liggja í sólinni. Við vorum ekki í nema 2 tíma en vá hvað ég varð rauð í framan. Það fór ekki fram hjá neinum í skólanum í morgun að ég hafði verið úti í sólinni. Ég vogaði mér ekki að setjast út í dag, enda var líka skýjað á köflum. Svo er Edda, sem ég bý hjá, eiginlega flutt í burtu, þannig að ég hef eiginlega alla íbúðina fyrir mig. Get notað sófann hennar og sjónvarpið sem hún mun ekki taka strax :)
Við erum ekki enn búin að fá út úr prófinu en það hlítur að koma í vikunni.

Æ ég hef ekkert meira að segja sem ég man eftir, en endilega hafið samband og segið hvað er að gerast hjá ykkur. Ég nota enn MSN e-mailið. Það væri gaman að heyra frá ykkur sem ég hef ekki heyrt í lengi og auðvitað ykkur hinum líka.

18 apríl 2005

úr prófi til Köben

Jæja það er svolítið síðan ég skrifaði síðast, ég var nefnilega í 7 eininga prófi á föstudaginn og var lítið heima, mest að lesa. Svo var Ola frændi Marie í heimsókn, hann er í Lögregluskólanum í Växjö og var í praktík hér í síðustu viku, svo ég var mikið með þeim þegar við vorum ekki að læra. Marie er búin að vera að segja lengi að hún vilji að ég og frændi hennar séum saman, en ég er ekki alveg á því að það muni virka. Í fyrsta lagi þar sem ég þekki hann lítið og hann býr í 3 tíma fjarlæð. Og svo líka miðað við fyrri reynslu. Og ég ætla ekki að búa hér "forever", þannig að svíi er ekki besti kosturinn. Enda er hún líka mest að grínast, en öllu gríni fylgir alvara :þ
Svo fór ég og Marie til Köben um helgina, vorum að hitta mömmu, pabba, Jón og Lilju. Þetta var bara fínasta helgi. Enda var ég alveg dauð af þreytu í gærkvöldi þegar ég kom heim. Það var rosalega gott veður allan tíman, smá vindur en ekkert svakalegt. Ég keypti mér buxur, bol og veski... rosalega sumarlegt. Svo hitti ég líka Karól, fórum saman á kaffihús.
Landsvirkjun var með árshátið á hótelinu sem við vorum á svo þið getið ímyndað ykkur hvað maður heyrði mikla íslensku, enda reyni ég að segja ekki of mikið þar inni.
Á föstudaginn fórum við í mat hjá dönskum vini pabba og þar var aðalega töluð enska svo allir skildu og ég átti í mestu vandræðum. Ég er eigilega ekkert búin að tala ensku upp á síðkastið, þar sem ég hef byrjað að reyna að tala sænsku í símann og skrifa á MSN á sænksu. Svo enskan ætlaði ekki að geta komið út, ég varð bara kjaftstop. En það lagaðist svo og við Marie töluðum bara saman á ensku til að vera ekki alveg að rugla öllu. Í byrjun vorum við að víxla tungumálunum, hún sagði eitthvað á sænsku og ég svaraði á ensku án þess að husga út í það :S
Svo er líka bara að fara að læra, enda nóg að gera á næstunni.

07 apríl 2005

Komin út aftur

Í gær lagði ég af stað til Svíþjóðar aftur eftir tæpar tvær vikur á Íslandi. Þetta er búinn að vera ágætis tími heima, og ég var bara alveg merkilega upptekin. Ég fór norður í bústað yfir páskahelgina svo var ferming hjá Björgvin frænda á Annan í páskum. Daginn eftir var svo kistulagning sem var frekar erfið fyrir mig og á miðvikudeginum var útförin sem var ekki heldur auðveld. En mér líður betur eftir þetta allt saman.
Ég píndi Tobba aðeins, fór í Melabúðina. Hann sagðist ætla að hringja um kvöldið en gerði það auðvitað ekki en sendi þó sms daginn eftir, eitthvað sem hann hefði getað gert 1 og hálfum mánuði áður. iss piss
Ég fór í heimsókn í Heyrnartækni en sú sem vinnur þar var í þessu sama námi og ég fyrir nokkrum árum, ég er búin að vera í msn sambandi við hana og það var gaman að hitta hana loksins. Ég fór líka með pabba í mælingu, hann er á mörkunum að þurfa heyrnartæki. Svo fór ég líka í kynningu upp á Heyrnar- og talmeinastöð. En þetta var bara allt mjög gaman.
Já og svo fór ég á Reunion, langaði ekkert sérstaklega að fara en ég lét mig hafa það fyrst ég var á landinu og þetta kom mér bara á óvart, svolítið skrítið að hitta allt þetta fólk aftur á saman. Sumir höfðu breyst en aðrir því miður ekki.
Ég held að þetta sé orðið nóg að dvölinni minni heima, enda þarf ég að fara að rölta upp í skóla.

24 mars 2005

Heima

Núna er ég komin heim. Ég vakanði kl 4:40 í morgun og tók lest kl 6:10 sem tók 4 tíma, og hálfa leiðina sátu einhverjar fyllibyttur á móti mér og það var ekki alveg hægt að sofa. Svo fór flugið kl 12:15 eða u.þ.b. og svo lentum við 14:30.
En annars þá er gott að vera komin heim. Ég ætla að fara upp í sumó yfir helgina, kem aftur á sunnudag. Svo tekur við ferming á mánudag, kistulagning á þriðjudag og jarðarför á miðvikudag svo það er alveg nóg að gera.
En ég ætla að reyna að fara snemma að sofa í kvöld því að við munum leggja af stað snemma í fyrramálið.

22 mars 2005

...

Amma mín er dáin....
ég kem heim á Skídag og verð heima þar til eftir jarðarför, hvenær sem hún nú verður.

Ég mun skrifa meira seinna...

21 mars 2005

Heimkoma...

...já ég mun koma heim yfir páskana, fyrir þá sem ekki þegar vissu það. Ég mun nú ekki stopa lengi. Ég kem á Skírdag og fer aftur á þriðjudag.. þe ef ekkert kemur í veg fyrir það. Fer kannski svolítið eftir líðan ömmu. Áður en að amma fékk blóðtappann var ætlunin að vera mestan tíman fyrir norðan í bústaðinn en núnar er ekki alveg víst hvað við gerum. Gætum skroppið smá norður. Svo ef allt fer á versta veg yfir páskana þá mun ég seinka fluginu út aftur.
En annars er bara allt í fína hér. Ég er að fara í smá próf á miðvikudaginn sem er það lítið að það er kallað "dugga" ekki það að ég hafi nokkra hugmynd um hvað það merkir. Í dag vorum við í LAB(verkl.tíma) þar sem við vorum að pófa jafnvægis "líffærð" 2/3 hlutar testsins voru ágætir, þar sem maður lá bara inni í herbergi í kolniða myrkri og átti ýmist að horfa út í loftið eða fylgja ljósi en síðasti hlutinn var verstur þar sem sprautað var vatni inn í eyrað á manni, annað hvort 44°C eða 30°C, ég valdi 44°C, og svo erftir 5-10 sek,en í myrku herbergi, fannst manni eins og maður snérist í hringi og svo átti maður að horfa upp i lofið. Ekki beint besta tilfinning sem ég hef fundið. Mér leið hálf illa á eftir, langaði helst að æla en svo gekk það yfir. NB þetta test er gert á fólki sem er oft með svima til þess að staðsetja vandamálið, og þá er sprautað inn í eyrað 4 sinnum(2x hvort eyra) en við þurftum bara að gera þetta 1x hvort eyra og ég er fegin. En svo er bara eftir að læra fyrir þessa "duggu" þar sem við verðum að fá 2/3 rétt, en þetta er ekki svo mikið efni.

Það var mjög einkennilegt hér fyrir nokkrum dögum síðan þá var ég ein heima og ég heyrði geðveikt háa operutónlist einhver staðan utan frá. Svo eftir smá stund þá komst ég að því að tólistin kom frá íbúðinni fyrir neðan mig. En vá hvað það var hátt spilað, þetta hljómaði eins og sjónvarið inni í stofu væri geðveikt hátt stilt. Sumir taka lítið tillit til nágrannanna, svo var þetta líka af og á milli 22 og 23:30. Það var ekki alveg gert ráð fyrir að fólki langaði að fara að sofa á þessu tímabili. Mjög einkennilegt. Ég skil ekki hvernig fólk getur spilað svona hátt...vá!!!

15 mars 2005

Erfiður dagur

Mér tókst nú víst ekki að falla á þessu prófi, fékk 29 stig þar sem við þurftum 24 til að ná... ég var nú samt með 7,6, þar sem 29 af 38 er 7,63... eitthvað. En ég held að ég hafi fengið þessar örugglega ágætu upplýsingar á röngum degi til að vera ánægð... Í gærkvöldu hringdi nefnilega pabbi í mig og sagði mér að amma(mamma mömmu) hafi fengið blóðtappa í heilann og væri lömuð öðru megin og lægi á spítalanum. Ég talaði svo við mömmu og amma getur ekkert talað og hún horfir bara á þá sem eru í herberginu. Hún virðist vera búin að fá einhvern styrk í löppina aftur... en það getur víst brugðið til beggja vona svo það er bara að býða og sjá.

Ég fór svo í bíó áðan með Marie og Sofiu, það var ágætt til að hugsa um eitthvað annað. Og það tókst, enda fín mynd, Hitch, alveg hægt að hlægja.

En jæja ég vona bara að þessu erfiði dagur verðu búinn fljótlega.

13 mars 2005

Lífið...

Ég held að ég hafi fallið í mínu fyrsta prófi á þriðjudaginn... en maður getur víst aldrei verið viss, en þetta er smá spark í rassinn til að læra meira án þess að vera pressuð til þess. Og ef ég hef fallið þá læri ég þetta bara betur og tek upptökupróf, ekkert slæmt þannig bara óþarfa aukalærdómur. Ég get nú ekki sagt að þessa hafi verið létt efni, sjúkdómafræði...
En nóg um það. Í gær(laugardag) var ein bekkjarsystir mín með smá partý, en önnur stelpan sem hún býr með átti afmæli. Við vorum nokkrar úr bekknum sem mættu, mjög fínt. En besta við þetta var að fyrir um daginn fór ég í mitt fyrsta sinn í System Bolaget, sem er Ríkið hér. Og þar keypti ég með smá Smirnoff Ice og Bacardi Brezzer. S´vo byrjaði ég á því að fara til vinkonu minnar, Marie, og við elduðum saman og fórum svo saman í partýið... Svo á leiðinni komst ég að því að ég hafði gleymt áfenginu mínu heima hjá henni... Ég er snillingur!! En þetta var samt fínt partý og ég skemmti mér ágætlega, hitti þarf mismundi fólk sem var mismunandi erfitt að skilja.
Svo í dag fórum við Marie á leikrit, fengum frímiða svo það breytti ekki miklu hvort að ég skildi mikið eða ekki. En leikritið var bara ágætt, ég skildi auðvitað ekki 100% hvað þeir sögðu en ég náði þó samhenginu. Leikritið hét TOPDOG/DOWNDOG, og var eins konar tvíleikur ef maður getur notað það orð :) en það voru vara tveir leikarar sem léku bræður.
Svo fer maður víst aftur í raunveruleikann á morgun og er í skólanum í heilan dag, tvo daga í röð...gerist sjaldan að við tökum heilan dag.

11 mars 2005

Leit...

Ákveðið hefur verið að hætta leit, þar sem hún hefur engan árangur borið. En ef sá eftirlýsti sé þetta er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband.

04 mars 2005

Eftirlýstur

Hér með er lýst eftir 25 ára karlmanni að nafni Tobbi, hann er ljóshærður um 175 cm á hæð. Hann hefur ekki látið heyra frá sér í rúmar 4 vikur. Reynt hefur verið að senda honum e-mail og sms en ekkert fengið til baka. Gott væri að vita hvort hann væri látinn eða á líf, meðvitundalaus, eða bara með stæla. Ef einhver getur gefið mér einhverjar upplýsingar um högun hans þá endilega látið mig vita með tölvupósti á póstfangið krissap@simnet.is ... mín er nefnilega orðin frekar...

Það sem á dagana drífur

Jájá ég veit að ég hef ekki bloggað frekar lengi enda ekki verið í stuði. Ég er að fara í próf í Læknigfræði faginu á þriðjudag svo það er nóg að læra um sjúkdóma í eyranu og hvernig þeir eru með höndlaðir.
Annars þá er Sandra(úr MH) og Siggi(kærastinn hennar) hér í borg. En þau eru bæði í inntökuprófi í tónlistadeildina. Ég er búin að vera að hitta þau, svona á milli þess að ég er í skólanum og þau í inntökuprófi. Bauð þeim í mat á miðvikudaginn, mjög skemmtilegt. Svo er planið að fara út að borða í kvöld og svo í bíó á Closer. Þau eru nú ekki alveg búin að vera heppin með veður, kvöldið sem þau komu snjóaði og snjóaði og það er búið að vera -10°- -5°C frost allan tíman en það hlínaði allt í einu í dag og er svona 0°-1°C hiti. Ég er komin með leið á þessum kulda og vil bara að vorið komi. ;)
Svo erum við búin að vera að taka heyrnarpróf á hverri annari í gríð og erg svo ég er komin með ágæta niðurstöðu á hvernig heyrnin mín er, frekar mikill munur á hægra og vinstra, þar sem hægra er mun betra en samt vinstra mjög gott bara ekki eins gott. Við erum einnig orðnar sammála um að það er orðið þreytandi að láta taka próf á sér, enda búin að gera það mjög oft. Mun betra er að taka prófið þá er maður meira vaknadi heldur en að sitja inni í hljóðeinangraðu herbergi sem er illa loftræst, manni langar að sofna...

21 febrúar 2005

Komin frá Köben

Þetta var bara fínasta helgi. Ég mætti í Köben rétt um fjögur á fimmtudag, og hitti Karól. Svo fórum við heim á herbergið hennar og skiluðum töskunni. Svo fórum við út að borða... nauðsinlegt að hafa það huggulegt :) Svo á föstudaginn var hún í skólanum og ég eyddi deginum í að rölta um Strikið - en ekki hvað - Svo eftir að Karól var búin í skólanum fórum við á kaffihús með Kæju vinkonu hennar og kærasta Kæju. Fengum myntu-kakó - snilld - Svo seinna um kvöldið elduðum við saman og fórum í afmæli til einhverrar stelpu sem Karól þekkir, vorum ekkert rosalega lengi þar því Karól þekkti ekkert marga þar. En við fórum svo í Stúdentahúið þar sem fullt af fólki, sem býr á sama gangi og Karól, var og auðvitað íslendingar sem hún þekkir. Það var meira að segja einn ísl. gaur þar sem vissi hver ég var úr MH en ég man eiginlega ekkert eftir honum, kannski að ég kannist aðeins við hann en tengi ekkert... oftast er það öfugt :þ Svo var bara slappað af á laugardaginn og gengið um borgina og langur tími tekinn í að skoða Illum Bolinghus(ef ég skrifa það rétt) en það var mjög fínt, gaman að skoða mismunandi hönnun :) Svo fórum við á kaffihús þar sem við sátum í 3 tíma ef ekki meir og svo fórum við á veitingastað sem var mjög ódýr og mjög góðan mat, góð steik og drykkur á undir 100 kr dankar. Kvöldið var svo bara tekið rólega og horft að flesta þættina í fyrstu seríu af Sex and the City :) Ég lagði svo lagði ég af stað kl hálf þrú og var komin til baka kl hálf sjö.

Í morgun komst ég svo að því að ég fékk 6 á síðasta prófi, eða 36 af 60. Málið er að til að ná þarf maður 36 svo ég náði en ég er ekki sátt. Reyndar er kennarinn þekktur fyrir snúnar spurningar svo ég bara verð að sætta mig við þetta :/ En kosturinn er að við fáum bara staðist.

16 febrúar 2005

Á leið til Köben...

Ég er á leiðinni í heimsókn til Karólar í Köben. Ég fer í hádeginu á morgun á slaginu 12:00. Ég fer með rútu sem tekur 4 tíma og 5 mínútur. Svo á meðan Karól er í skólanum á föstudaginn ætla ég að rölta um Köben, aldrei að vita nema að maður taki Strikið. Nú er ég orðin svo vön að labba um allt þannig að ég er í góðum málum, þarf bara kort :) Svo kem ég aftur á sunnudaginn um kvöldmatarleytið. Það er ekkert búið að plana svo það kemur bara allt í ljós, ég er viss um að það rætist eitthvað úr þessu :) Ég verð með myndavélina og set inn myndir eftir að ég kem til baka!

Fyrir hádegi í dag vorum við í "medicin"tíma og í hléum fengum við að skoða hvor aðra í eyrun...iiúúú... Að vissu leit var þetta frekar ógeðslegt, en við verðum víst að venjast þessum merg sem er þarna. En það er ósköp venjulegt að vera með merg, það er enginn með 100% hreina hlust. Svona til upplýsinga þá er STRANGLEGA BANNAÐ að nota eyrnarpinna, eða eins og kennarinn sagði þá má pota í eyrað með olnboganum :) En sumir voru með meir merg en aðrir og tvær þurftu að láta hann fjarlægja merginn...jakk

13 febrúar 2005

Keila með myndum

Ég fór í keilu með Marie, vinkonu hennar Elenor, kærasta Elenor Daniel, vini Elenor Jörgen og kærustu Jörgens Maria. En ég fór einnig með Daniel og vini hans á djammið um daginn. En Daniel er einn fyndnasti gaur sem ég hef hitt. Maður er eiginlega í hláturs kasti frá því að maður hittir hann og í 10 mín eftir að hann er farinn. Það er ekki eins og hann sé stöðugt að segja brandara, hann er bara fyndinn og mjög fínn gaur. Svo fórum við á bar á móti keilustaðnum og þar var borðað smá og farið í foosball. Þetta var mjög skemmtilegt, svo þegar við vorum að býða eftir sporvagninum þá vildi Daniel meina að við færum á Íslandi, þar sem það var svo mikill snjór en það var um 15 cm snjór yfir öllu, og fór svo að búa til snjóbolta...
En í dag er búið að snjóa meira og það er um 20-30 cm snjór yfir öllu.
Ég ákvað svo að baka kanilsnúða í dag, ég held bara að það hafi heppnast vel :) Ég er orðin rosaleg húsmóðir :) Fyrst bollur og svo snúðar...
Annars þá var ég að tala við Karól áðan á MSN og það getur verið að ég fari til Köben um næstu helgi, ég þarf bara aðeins að skoða þetta betur, alveg líklegra en ekki :)

08 febrúar 2005

Loksins...

Núna er ég loksins komin með betri myndasíðu og ég er búin að laga myndirnar svo þær eru ekki eins stórar og í gær. Ég ætla að reyna að setja inn myndir um leið og ég hef nýjar til að setja inn. Ég á nú oftast fleiri myndir heldur en ég set inn, set bara þær sem mér líst best og á lýsa því sem ég hef verið að gera :)

Endilega skoðið nýju myndasíðuna...

07 febrúar 2005

Myndir

Jæja það eru loks komnar inn myndir, Ný Myndasíða. Ég á reyndar eftir að minnka myndirnar og snúa einni, þær eru þokkalega stórar. Þetta kemur allt saman. En þar sem ég breytti um myndasíðu þá lítur þetta betur út, hitt var svo rosalega booooriiing.

Bæ ðe wei! Bollurnar voru bara mjög fínar, saknaði svolítið að hafa ekki rommfrómasinn eins og mamma gerir. Bjó reyndar til minn eiginn sem var ekkert of bragðmikill. En þetta heppnaðist ótrúlega vel fyrir fyrstu tilraun :)

06 febrúar 2005

Snillingur á ferð?

Ég var í prófi á föstudaginn sem ég var búin að kvíða fyrir, en 2 síðustu dagana fyrir prófið lærðum við eins mikið og við gátu svo kvíðinn skánaði. En svo kom prófið og mér fannst ég ekki kunna mikið þar sem við höfðum ekki farið yfir allt efnið sem kom á prófinu svo eftir prófið höfðu nokkrar stelpur talað við kennarann og þá kom í ljós að flestir höfði misskilið eina spurning illilega, ss þetta snérist ekki endilega um að skilja efnið heldur að fatta spurningar líka, en hvað með það við fáum líklega einkunnina fljótlega.

Svo í dag gerðist mín bara bakari :) Ég bakaði vatnsdeigsbollur eftir uppskrift og leiðsögn frá mömmu. Svo þar sem ekki er til frómas hér þá þurfti ég að búa til einn slíkann. Ég er núna búin að baka þessar elskur og þær líta bara þokkalega út þó þær hafi fallið eftir að ég tók þær út úr ofninum, sérstaklega miðað við þær fréttir að bollurnar hennar mömmu hafi bara alsekki lyft sér í þetta skiptið. En ég á svo eftir að setja inní þær og smakka og athuga hvernig þær bragðast. Vonandi eins og heima :)
Ég læt ykkur svo vita hvernig þetta fer allt saman.

Bless í bili

30 janúar 2005

DVD

Mig langaði bara að athuga hvort einhver eigi Með allt á hreinu á DVD og ef svo er þá er ég með spurningu. Er hægt að setja enskan(eða sænskan) texta. Ef þú hefur svar endilega skrifaðu komment eða sendu mér mail á krissap@simnet.is :)

p.s. það er eitthvað að myndaforridinu svo þær koma seinna :/

Ágætis helgi

Ég hef ekki nennt að skrifa mikið, en nú ákvað ég að skrifa smá. Ég var sem sagt í Vexjö um síðustu helgi. Það er ekkert smá sem vonda veðrið fyrir 3 vikum gerði. Foreldrar Marie eiga skóglendi og eins og hjá mörgum er eins og einhver hafi rifð þau upp með rótum, en stór hluti trjánna hjá þeim féllu. Sumstaðar er ekki eitt tré uppi standandi. Ég ætla að setja inn myndir fljótlega... kannski á eftir ;)
Það er búið að vera mikið að gera í skólanum og svo erum við líka búin að vera í verklegum tímum sem eru mjög skemmtilegir og áhugaverðir. En svo er próf á föstudaginn :/
Þessi helgi byrjaði rólega en ég var í afslöppun á föstudaginn og leigði DVD. Svo í gær ákvað mín að taka til og þrífa ærlega, eftir þrifnaðinn ætlaði ég að fara út í bakarí á leiðinni að skila DVDinum en þar sem klukkan var orðin 16 þá var þetta frekar vonlaust, þessi bakarí nálægt mér loka kl 14/15 á laugardögum eða eru hreinlega ekki opin(þetta er víst eðlilegt, og sunnudagar eru gjörsamlega vonlausir) En ég fann svo loksins opið kaffihús þar sem bakarísdót var selt, þetta tók mig klukkutíma.
Svo um kvöldið fór ég með Marie að hitta vinkonu hennar frá Vexjö en kærasti hennar býr hér í Gbg rétt hjá Marie. Þar sátum við 6 saman(jöfn kynskipting) og spjölluðum og horfðum á video sem tveir strákanna höfðu gert á móturhjólaferðalagi um Evrópu, ég hef ekki séð margt fyndnara en þetta. Svo fórum við nokkur niður í bæ og vorum þar til kl 4.
Í hádeginu í dag fórum við svo að sjá Í takt við tíman, en það er verið að sína hana á Götborgs film festival. Ég sá hana um jólin heima en Marie langaði að sjá hana eftir að ég fór að tala um myndina. Svo kom líka frænk hennar, Eva, kærasti Evu, Ola, og vinkona Evu(man ekki nafnið), með okkur, svo við vorum fimm saman. Þetta var mjög skemmtilegt, gaman að sjá myndinda mér enskum texta. Svo var salurinn eiginlega fullur, örfá sæti laus.
Það var svolítið fyndið að þegar við komum að bíóinu þá hitti í Steingerði og Ásgeir sem ég bjó hjá fyrstu vikuna hér. En þetta kom mér ekkert rosalega á óvart, þar sem að þetta var besti tíminn til að fara með krakkana á þessa mynd, svo auðvitað íslensk mynd. Svo sá ég þau aftur þegar við komum út úr salnum(fyndið) :) En fólkið virtist alveg fíla myndina. Alla vegana fólkið sem ég var með var mjög ánægt með hana, mér fannst hún fyndnari í annað sinn.
Svo verður það bara tekið rólega í kvöld og farið snemma að sofa vonanadi þar sem að ég svaf ekki í nema 5 tíma en það er ekki skóli hjá mér á morgun svo það er fínt, þarf bara að læra fyrir prófið.