Ég var sem sagt áðan með íslendingu og einum svía á pub að "horfa" á leikinn Svíþjóð - Ísland. Var eiginlega búin að ákveð að fara ekki en svo var verið að suða í mér að koma þannig að ég lét undan. Við vorum meira að segja með ísl.fánann og hengdum upp fyrir ofan borðið. Stoltir Íslendingar...
Og ég er sem sagt búin að komast að því að ég þjáist af ímyndunarveiki á háu stigi. Ég er meira að segja orðin þreytt á þessri ímyndunarveiki í sjálfri mér. Ég ætti kannski að fara slappa af og þá kannski verð ég minna pirruð á þessu.
Þetta er það slæmt að ég get alveg ímyndað mér að leikurinn áðan hafi farið Íslendingum í vil...
En ég ætti bara að fara sofa núna og slappa af og athuga hvort að ímyndunarveikin gangi ekki yfir á næstu dögum... hún verður eiginlega að gera það annars fer ég yfirum og kannski fleiri með mér.
Annars þá var ég rosalega dugleg í praktíkinni í dag. Leiðbeinandinn var rosa stolt(ur). Sá alveg sjálf um viðtal við sjúkling sem er að spá í að fá sér heyrnartæki...stolt...stolt... ;)
Ég ætla að reyna að vera jafn dugleg á morgun... og kannski duglegri..