Ég er alveg á því að heimurinn sé pínku lítill.
Ég fór sem sagt í partý í gær hjá íslensku pari(Bjössa og Rakel) sem flutti hingað út í haust. En ég þekki þau í gegnum Ragnar. Hef séð þau 2 sinnum áður hér.
Eftir smá umræðu um nöfn komumst við að því að ég og Bjössi værum frændskystkini, og það bara náskild, afar okkar voru bærður. Og hann var víst á fyrri hluta ættarmótsins sem haldið var fyrir 2 árum. Og ég er einmitt í mestum samskiptum við þessa ætt mína og sérstaklega bóðir mömmu Bjössa. HEIMURINN ER LÍTILL
Málið er líka að mér fannst ég kannast eitthvað við Bjössa þegar ég sá hann fyst en ég gerði mér ekki grein fyrir afhverju. En núna skil ég það :þ
Svo er líka eitt annað merkilegt við þetta par... sem ég reyndar vissi áður og er örugglega búin að skirfa um, er að Rakel er bekkjarsystir J Hildar úr MR. Og J Hildur vissi alveg að Bjössi væri að norðan.
En annars var partýið bara fínt, Alla, Ragnar, Gauti og frændi Ragnars(sem er í heimsókn) voru þarna líka. Það var ekkert farið niður í bæ en við fórum heim um 2, sem var bar ágætt. Þeim tókst að láta mig smakka íslenskt brennivín... þvílíkur viðbjóður.
En svona fyrir utan partý þá er ég búin í praktík. Skóli einn dag eftir hádegi í næstu viku.
Er að fara á Sálartónleikana í Köben um næstu helgi með Öllu. Mun gista hjá Karól, það verður gaman að hitta hana :)