26 október 2005

Ekkert net en samt

Þegar ég kom heim áðan var ég kannski ekki í besta skapinu... af einhverri fáranlegri ástæðu. Og svo kveikti ég á tölvunni eins og vanalega nema að netið virkaði ekki... varð bara enn pirraðari. En svo fattaði ég að gæti ath hvort einhver í nágreninu væri með þráðlaust net sem ekki væri læst... og það reyndist vera svo :) Þá tók ég gleði mína af hluta til á ný. Og er sem sagt að vinna núna á neti í gegnum einhvern annan, en þar sem það kostar hinn aðilann ekkert þá hef ég engar ágyggjur... bara aðeins hægari tenging.

Svo opnaði ég e-mailið mitt og hafði þá fengið e-mail frá framkvæmdastjóra Heyrnar og talmeinastöðvar Íslands. Og hún var bara að tékka á mér og athuga hvort ég væri til í að koma og vinna hjá þeim næsta sumar og gera hluta sf verknáminu hjá þeim... Sem er auðvitað bara cool... ætlaði að bíða þar til í jan/feb með að hafa samband um sumar vinnuna en það var haft samband við mig að fyrrabragði. Gerist varla betra. En þegar/ef ég mun vinna hjá þeim þá mun ég líklega vera með meiri þekkingu en allir sem vinna þarna. Því ég verð eina sem hef stundað þetta nám... 'stolt'...

Svo er síðasti praktíkdagurinn á morgun og ég er búin að kaupa smá súkkulaði bita kökur með kaffinu... By the way.. ég er farin að drekka te. Sem er auðvitað bara sniðugt... og það án mjólks og sykurs, hef ekki prófað ennþá.