18 október 2005

heim um jólin

Núna er ég búin að kaupa flugmiða heim um jólin. Ákvað að gera það núna þó að ég sé ekki 100% hvenær ég á að vera í tímum í des og jan. Ég ákvað að vera svolítið djörf á því og panta flug 21. des. kl 20:10 og út aftur 2. jan. kl 8:15 þó að kennarinn í faginu sem við verðum í segir möguleika á að fyrsti tíminn verði kl 9:00 2. jan.
Þá frekar breyti ég því til 1.jan. Það verður örugglega fyrr fullbókað í flug 2. jan heldur en 1. jan
Svo er líka fræðilegur möguleiki á að ég gæti komið fyrr heim... og ég sé þá bara til hvort að ég breyti þessu. En ég kemst alla vegana heim og út aftur um jólin það er fyrir mestu.
Það væri gott að vera í mánaðar jólafríi eins og krakkarnir í Chalmers... frá miðjum des til miðjan Jan en við fáum ekki svo mikinn lúxus. En alla vegna er vikan milli jóla og ný-árs skráð sem frí... ekki "självstudy"(einstaklings lærdómur) eins og það var í fyrra...