31 október 2005

Þá er búið að breyta klukkunni og er ég núna bara einum tíma á undan Íslandi sem er auðvitað bara mjög gott.

Á laugardaginn fór ég út með Öllu og vinkonum hennar úr frjálsum, fórum fyrst á lítinn bar svolítið frá bænum og röltum svo í bæinn. Þegar við komum í bæinn skildum við við vinkonurnar og hittum aðra vini Öllu og fórum inn á skemmtistað. En þar sem var verið að breyta klukkunni þá voru skemmtistaðirnir opnir extra lengi.
Þegar ég var á leiðinni heim talaði ég við Ragnar og hann bauð mér að koma til sín í eftirpartý heima hjá sér með honum og frænda sínum, og ákvað að kíkja þar sem þetta var nú í leiðinni. Við sátum bara þarna og horfðum á sjónvarpið og spjölluðum.
Ragnar reyndar steinsofnaði í rúminu þannig að ég spjallaði bara við frænda hans. OG var komin mun seinna heim heldur en ég ætlaði mér, enda fór gærdagurinn í ekki neitt.
Reyndar kíkti ég á kaffihús með Öllu... gott að komast út meðal fólks ;)

Svo er bara að klára eitt verkefni og undirbúa 10 mín fyrirlestur um einn sjúkling úr praktíkinni og þá er þessi áfangi búinn. Í næstu viku er það svo málvísindi og næstu 5 vikurnar.