03 október 2005

Mamma Mia

Þá er ég komin aftur frá Stokkhólmi. Ég og Marie flugum þanngað á föstudaginn eftir skólann og vorum komnar um 6 í íbúðina. Við vorum 6 sem bjuggum í pínkulítilli eins herbergja íbúð, hún hefur líklega verið ca. 35 fermetrar. Við sváfum 4 í stofunni og svo voru 2 í pínku lítlu herbergi.
Á laugardaginn sáum við vaktaskipti við höllina þar sem var verið að skipta um flokkinn sem sér um að vakta höllina. En þetta gerist á 6 mánaða fresti.
Um kvöldið fórum við svo á Mamma Mia söngleikinn sem var alveg frábær. Ég mæli með honum ef einhver hefur möguleika á að sjá hann.
Á leiðinni til og frá leikhúsinu sáum við ótrúlega marga strætóa með sama númer, 47. Það mætti halda að þeir keyrðu á 5 mín fresti og þá alltaf 2 í einu. Það er greinilega ekki verið að spara í samgöngum í Stokkhólmi.

Ég fór í mína fyrstu praktík í morgun. Vaknaði kl 6 og það var myrkur úti... úfff.
Sú sem að ég var með í dag ætlaði að byrja bara strax á því að láta mig gera allt sem ég á að læra en mér tókst að hægja fljótt á henni. En ég gerði samt eitt heyrnartest, sem var reyndar svolítið erfitt þar sem að tækin sem þau eru með eru ekki sömu og ég er vön við.
En svo verð ég hjá annari á morgun, og svo fæ ég frí næsta mánudag því allt staffið er að fara á eitthvað námskeið/fund. En annars verð ég þarna næstu 4 vikurnar frá 8:30 til 16:15 alls ekki svo slæmt

Þegar ég kom heim og kítið í póstinn minn sá ég mér til mikillar furðu mjúkan pakka frá Skattinum(Sænska RSK) en ég hafði fengið handklæði. Það tók mig svolítinn tíma að fatta afhverju en svo mundi ég að ég hafði tekið þátt í einhverri spurninga keppni hjá skattinum.... og ég vann... cool. Það eru ekki allir sem eiga handklæði merkt Sænska Skattinum :þ

Svo er það bara afslöppun í kvöld... held ég bara.