28 september 2005

Kokkur

Váá.... Ég var að prufa að elda mér eitthvað nýtt áðan og þvílík snilld. Kjúklingur í ostasósu með pasta, úr þeirri ágætu bók Hristist fyrir notkun, sem Karól og Ragnheiður gáfu mér í fyrra... alveg snilldar bók. Ég held að ég sé bara að verða meirstara kokkur... ne ég segi það nú kannski ekki. Mér finnst reyndar miklu skemmtilegra að baka.

En á meðan ég er að tala um eldhúsið... ég held að fólkið sem býr hér séu sem skrítnustu eldhúsvenjur, reyndar er Spánverjinn búinn eð uppgötva skál. En ég kom inn í eldhús í morgun og þá var einhver að smyrja sér brauð sem er svo sem ekkert skrítið nema að hann notaði ostaskera þe. smurði brauðið með ostaskera í staðinn fyrir hníf.

Ég er að fara til Stokkhólms um helgina að sjá Mamma Mia. Ég fer á föstudaginn eftir prófið og kem aftur í hádeginu á sunnudag.
Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag að læra fyrir prófið og svo er bara að sjá hvernig gengur.