27 september 2005

Of snemma...

Rosalega var ég utan við mig í morgun.. eða þetta byrjaði allt saman í gærkvöldi þegar ég stillti vekjaraklukkuna. Ég sem sagt stilti hana 1 tíma of snemma, enda fannst mér frekar dimmt. Síðan var svo skrítið að þegar ég fór upp í eldhús hugsaði ég "það er eins og búið sé að breyta klukkunni og að ég sé 1 á undan öllum" Ég skil ekki alveg afhverju ég pældi í þessu því ég sé aldrei neinn í eldhúsinu á morgnanna. En svo fór ég bara í gegnum mína rútinu og fór upp í skóla... ég var ekki einu sinni að fara í tíma heldur ætluðum við bara að hittast uppi í skóla kl 9 og læra. Svo þegar ég var að koma að skólanum lít ég á klukkuna bara til að athuga hvað klukkan sé... og svo hugsaði ég "Var hún 8!!!" og leit aftur jájá hún var 8. Ég mæti ekki einu sinni svona snemma þegar ég er að fara á fyrirlestur því þeir byrja í fyrstalagi kl 8:30. En ég fann mér einhvern sofa og lagði mig þar.

Svo fór ég í dag að athuga með hvernig ég á að koma mér til Alingsås þegar ég fer í praktíkina. Þurfi að kaupa kort sem gildir í öll zone, og kostar 1050kr(sek) með stúdenta afslætti. Ég þarf líklega að leggja af stað frá herberginu kl 6:45 og á að vera mætt 8:30... úff... sporvagnin og lestin passa bara svo illa saman...
sporvagninn kemur 1 mín áður en lestin á að fara og lestin kemur 5 mín áður en ég á að mæta og það tekur kannski 10 mín að labba :/

En ég ætla að læra núna... það er próf á föstudaginn, eins gott að ná því.