19 september 2005

Skemmtilega reynsla í eldhúsinu

Ég bara verð að skrifa um það sem ég varð vitni af í eldhúsinu áðan...
Ég sem sagt kom inn og þar var spánverji sem er nýfluttur inn og greinilega þekkir ekki lífið hér á í norðurhluta Evrópu.
Fyrst ætlaði hann að opna mjólkurfernuna með skærum en mjólkurfernan er með svona topp eins og 1,5 lítra mjólurfernan heima. En ég var svo góð að ég sýndi honum hvernig átti að opna þetta.
Svo náði hann sér í glas og helti mjólk í glasið sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að hann var að fá sér kronflex... tók smá kornfelx í hendina og setti út í mjólkina og át svo upp úr glasinu méð skeið... það var til nóg af hreinum skálum og djúpum diskum...
Svo þegar ég var búin að hita upp matinn minn þá settist ég niður og hann spurði MJÖG hissa... "ertu að fara að borða kvöldmat núna??" (klukkan var rúmlega 19) ég svaraði "jáa" hann: "á Spánu borðum við alltaf kl 22" ég "ookiiii" wow hvað ég gæti ekki hugsað mér að fara að sofa kannski rúmlega klukkutíma eftir að ég væri búin að borða.