Jæja núna er ég flutt inn í mitt nýja húsnæði, já eða herbergið. Mér leist ekkert of vel á þetta í fyrstu en núna eftir að ég er búin að koma mér nokkurn vegin fyrir þá er þetta bara ágætt.
Við fluttum allt dótið í gær. Fyrst hjálpaði Ásgeir(sá sem ég bjó hjá fyrstu vikuna í fyrra) mér með dýnuna og það sem komst með sem var í rauninni fullt. Svo kom Marie með dótið sem ég hafði verið með hjá henni og við fórum eina ferð að skækja restina af dótinu hjá Eddu.
Svo röðuðum við aðeins dótinu og komum þessu svona nokkurn vegin fyrir, þe tókum í burtu sem ég ætlaði ekki að vera með og setti það niður í geymslu.
Við fórum svo auðvitað í IKEA og keyptum nokkra nauðsinlega hluti, eins og dyramottu og baðherbergismottu. Já og auðvitað verkfæra settið mitt sem ég er rosalega stolt af, það inniheldur: Hamar, taung skiptilykil og skrúfjárn sem hægt er að skipta um hausa og 11 hausar.(stollt, stollt)
Ég gær kvöldi fór ég í smá partý með nokkrum íslendingum, við vorum 7 saman en 4 af þeim íslendingum sem ég vissi um hér voru uppteknir, svo held ég að þau hin hafi þekkt fleir þannig að við erum frekar mörg hér á svipuðum aldri.
Svo núna er ég loksins búin að taka upp úr öllum töskum og kössum og koma öllu fyrir. Dagurinn í dag var tekinn í það. Ég er líka að spá í að fara að rölta um svæðið og sjá hvort að ég finni ekki eitthvað skemmtilegt. Það á að vera sjónvarpsherbergi hér nálægt, sem kæmi að góðum notum þar till ég kaupi sjónvarp.