19 september 2005

Helgin

Jæja þá er aftur kominn mánudagur... en tíminn er svo fljótur að líða það það verður kominn föstudagur áður en ég veit af... svo maður ætti kannski að fara að plana helgina ;þ

Ég fór aðeins út á laugardaginn með Öllu. Það var gott að komst aðeins út. En það var svolítið fyndið að við sátum bara á einum stað og töluðum saman og drukkum cider, sem var svo sem allt í lagi. En þegar við ákváðum að fara og ég stóð upp...woooow... þá fann ég fyrir áfenginu. Mér fannst þetta ekkert smá óþæginlegt að þetta gerðist svona bara allt í einu um leið og ég stóð upp...

Ég fór svo til Marie að horfa á sjónvarpið og þegar ég fór til bara þá þurfti ég að skipta um sporvagn eins og vanalega. En þá var Magga á stoppistöðinni með alla fjölskylduna en þau voru í heimsókn hjá henni. Gaman að þessu ;)

Ég hef heyrt miklu oftar í íslendingum í bænum núna í haust en allt árið í fyrra. Ég var í bænum áðan og heyrði í einhverjum íslendingum en ég fattaði það ekki fyrr en of sein... það var eitthvað fólk sem gekk framhjá mér og svo segir stelpan "þetta er töff merki" og ég snéri mér við en ég sá bara í bakið á stáknum. Svo annars staðan heyrði ég í móður segja við dóttur sína "þú fékkst peysu um daginn..."
Hvað er málið með að heyra í íslendingum alls staðar núna.