02 september 2005

Strætó/sporvagna ferðir gærdagsins

Í gær fór ég og Marie í skólann með sporvagni og svo strætó, þurfum að skipta á leiðinni. Svo í hádeginu fór ég á Olofshojd að ná í lykilinn og auðvitað var það strætóferð fram og til baka. Eftir skóla fórum við í strætó og sporvagn heim. Svo þurfti ég að fara aftur á Olofshojd til að sækja um netið svo það væri örugglega komið inn þegar ég flytti inn. Og auðvitað þurfti ég að taka 2 sporvagna þanngað fram og til baka. En í rauninni á leiðinni þanngað tók ég fleiri sporvagna þar sem að ég fattaði þegar ég var komin ca 5 stoppistöðvar í burtu að ég gleymdi lyklinum svo ég fór aftur til baka. En þá gat ég líka kíkt á herbergið og ég ætla að setja inn myndir af því.

En þetta verður kannski kallaður Almenningssamgangnadagurinn hinn mikli... vá hvað þetta varð langt orð.

En nú erð það bara að kaupa snúru til að geta tengst netinu... ég gleymdi að kíkja hvernig hún átti að vera á endanum. Ég tek bara sénsinn.