Jæja ég er loksins komin með samastað. Ekki íbúð eins og ég hafði vonað en þetta er herbergi upp á 18,5 fermetra. Ég er búin að skrifa undir og fæ lyklana á morgun eftir kl 12, ég býst við að skreppa í hádeginu. Svo get ég farið að flytja inn vibbíí. ;)
Það var svolíðið gaman að heyra eitt fyrsta daginn í skólanum. Í byrjun kennslustundar fór kennarinn að tala um hvað henni fyndist eins og við hefðum byrjað á 1. önn í gær, nema það var ein stór breyting og það var ÉG... ég skildi í þetta skiptið, mjög gaman að heyra svona.
Svo hringdi pabbi í mig áðan frá Færeyjum, og sagði mér að hann hafi hitt nokkrar konum frá Samskiptamiðstöð heyrnarskertra og heyrnarlausra, og hann hafi spjallað heilmikið við þær. Hann mundi nú ekki nöfnin á þeim öllum en hann mundi eftir Júlíu. Hann hafði mjög gaman af því að spjalla svona í gegnum túlk. Og svo sagði hann að einhverjar/nokkrar/allar(ég man ekki alveg) hafi vitað hver ég var... sem mér fannst bara mjög gaman að heyra.
Jæja nú er bara að fara að finna einhvern sem getur hjálpað mér að flytja og fara að koma sér fyrir, já og auðvitað borga leiguna ;)