30 apríl 2006

Breyting

Ég er sem sagt búin að breyta síðunni aðeins... ekki alveg eins og ég hafði ætlað en smá breyting alla vegana. Það er á planinu að breyta henni aftur yfir í eitthvað sem er sérhannað fyrir mig(af mér), ekki bara eitthvað tilbúið.

Því miður hurfu öll commentin þar sem ég tók aftur upp "blogger"-commentin til þess að fá upplýsingar um að einhver hafi skrifað eitthvað.

Ef einhver veit hvernig maður á að fjarlægja þennan Blogger-NavBar þarna efst uppi þá má hinn sami láta mig vita ;)
Eða hvernig maður á að setja mynd eftst á síðuna undir/bakvið titilinn?

Og ef einhver er tilbúinn til að hjálpa mér að hanna nýtt útlit þá má alveg hafa samband.

29 apríl 2006

Með engil og djöful á sitthvorri öxlinni

Vá hvað það getur verið erfitt þegar manni langar að dansa en nennir því samt engan veginn. Ég er búin að dansa mikið þessa vikuna til að taka upp tíma sem að ég missti úr þegar ég var heima og í Berlín. Á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að fara í dans en ég nennti því eiginlega ekki ég ákvað að koma mér af stað en var alltaf nærri búin að snúa við... Svo þegar ég átti 2m eftir í hurðina þá hugsaði ég "kannski er dansinn ekki á sama tíma og ég er vön á mánudögum!!!" og viti menn ég hafði rétt fyrir mér ég var 10-15 mín of sein og of mikið búið af upphituninni svo ég ákvað að fara bara heim. Djöfullinn vann í þetta skiptið en engillinn stóð sig samt mjög vel að sannfæra mig. Ég hef bara aldrei séð neinn mæta of seint í tíma, svo ég gat ekki hugsað mér að troða mér þarna inn.

Annar þá voru mamma og pabbi hér um dagin... svolítið langt síðan ég hef skrifað... Það var mjög gott að fá þau í heimsókn, mér tókst reyndar aldrei að fá þau að ferðast um í sporvagni en það verður bara að láta reyna á það næst :þ
Það er mjög gott að fá foreldra sína í heimsókn af og til, þá eignast maður kannski hluti sem maður hefur verið að spá í að kaupa en talið sig getað verið án í smá tíma í viðbót ;) Við fórum til Marstrand sem er lítil eyja hér rétt fyrir norðan Gautaborg en á henni eru engir bílar en eitt stórt virki sem létt er að týnast í ef maður skilur ekki kortið eða einfaldlega hefur það ekki. Svo var auðvitað farin ein ferð í IKEA og keypt skápahurð og stóll. Kíktum á Volvo-safnið sem ekki var auðvelt að finna enda voru göturnar, skiltin og kortið ekki alveg sammála. Svo fórum við út að borða á Heaven 23 sem er fínn veitingastaður sem minnir mig á Perluna nema hann snýst ekki... en með gott útsýni af 23ju hæð. Mjög góður matur.

Ég fór á IceAge 2 með Öllu á miðvikudaginn, þetta er mjög góð mynd :) Ég ætlaði að vera búin að horfa á hina aftur áður en ég færi en hef ekki haft tíma.

Ég er núna í barna-heyrnarfræði sem er mjög áhugaverð að mínu mati... fullt að lesa. Við vorum að heyrnarmæla(screena) börn á leikskóla í gær, bara svo við fengjum að æfa okkur. 2 saman í hóp og hvor mældi 2 börn. Ég og Marie vorum saman, ég tók fyrsta strákinn og það var ekkert vandamál enda skildi hann vel fyrir mælin, taka kubb úr pokanum og leggja hann niður í tilteknar holur þegar hljóð heyrðist í hátalaranum. Svo kom næsti stákur sem Marie mældi, með þessar líka geðveiku lamba krullur í hárinu... hann var svo sætur.. tók smá tíma að fatta hvað hann ætti að gera en svo kom það og þá sagði hann í hvert skipti sem tónn heyrðist "jag hörde det!"(ég heyrði þetta)... þvílík dúlla. Svo átti ég að taka næsta en við ákváðum að það væri betra að láta Marie mæla hann því hann var ekki með sænsku sem móður mál og ekki var víst hve mikið hann skildi. Hann skildi örugglega ekki hvað hann ætti að gera svo það endaði með því að hann beinti á heyrað þegar hljóð heyrðist. Svo síðasta barnið var stelpa sem var mjög feimin, fóstran þurfi að koma með inn í herbergið. En mér tókst vel að ná til hennar og allt gekk vel. Marie vill meina að börnum líði vel í kringum mig og þess vegna sér hún mig vel fyrir sé sem barnaheyrnarfræðing, sem er auðvitað bara gott mál :)
Jæja þetta er nóg í bili... reyni að skrifa aftur fljótlega og setja inn myndir ;)

19 apríl 2006

Komin frá Berlín og m&p á leiðinni

Það var mjög gaman í Berlín. Ég og Alla lögðum af stað þanngað á miðvikudaginn eftir hádegi. Fyrst fórum við með lest til Köben og flugum svo þaðan. Flugvöllurinn í Berlín(1 af 3) var þannig að við þurftum að fara út í rútu sem flutti okkur upp að flugstöðvarbyggingunni. Okkur tókst svo að finna underground-ið og kaupa viku miða í almenningssamgögnu kerfið og koma okkur á réttan stað. Ég nenni ekki alveg að skrifa alla ferða söguna hér en ég get svona sagt þetta í grófum dráttum.
Við sáum Berlínarmúrinn eða það sem er eftir af honum, ég held að áhugi minn á að sjá múrinn hafi verið aðeins misskildur í byrjun. Ég vildi bara sjá hann en ég hafði engan áhuga á mynjagripum um múrinn. Svo sá ég líka Brandenburgar hliðið, þinghúsið (fór inn), Postamer plats, Under den Linden, Dýragarðinn, kastalana í Postam, kyrkju sem eyðilagðist í stríðinu og... ég er örugglega að gleyma einhverju.

En mamma og pabbi eru að koma á eftir og þau verða hér til mánudags. Ég býst ekki við að skrifa mikið hér á meðan þau eru hér. En ég mun setja inn myndir frá Berlín fljótlega.

Skrifa meira seinna

11 apríl 2006

Komin til baka og á leið til Berlin

Þá er ég komin frá Íslandi, en það var alveg nauðsinlegt að komast aðeins heim... hefði meiglað hér. Ég gerði kannski ekki mikið heima en ég hitti þessar helstu vinkonur mínar... reyndar ekki allar. Hitti líka Daða en hann hef ég ekki hitt í ár eða meira. Þó að ég hefði svo sem ekki gert mikið þá var þetta ekki hangs. Ég fékk loks að sjá íbúðina hennar Hildar B, en síðan hún flutti inn hefur allaf staðið illa á þegar ég hef verið heima... enginn tími eða hún ekki á landinu.

Og núna er ég búin að prufa að fara í gegnum Osló og það gekk bara vel. Og núna kemst Osló á listan yfir borgir sem ég hef komið til... meira að segja hef ég labbað í miðborginni... frá rútustöðinni yfir á lestastöðina og til baka aftur :)

En svo er Berlin á morgun... já það er mikið að gera hjá mér... fyrst skóli um morguninni milli 8:30 og 12 og svo er lest um kl 13:30 til Köben og þaðan flug til Berlin. Kem svo aftur aðfaranótt þriðjudags ca kl 2 og á að mæta í skólann 8:30... vá hvað ég verð mygluð í skólanum... En það verður þess virði :o)

03 apríl 2006

Nettur pirringur og tilhlökkun

Við byrjum fyrst á pirringnum. Ég komst að því í dag að Öldrunarfræði kúrsinn var í raun bara kúrs í sænsku(málfræði). Málið er það að ég fór upp í skóla í dag að sækja verkefnið sem við vorum að fá til baka loksins. Hjá mér stóð: Rättar inte grammatiska fel: Be svensktalandi gruppkamarat att läsa igenom. Det finns ett antal ? som behöver rätas ut! Vill Du skriva på engelska.(í ísl. þýð. Leiðréttir ekki málfræði villur: Biddu sænsktalandi hópmeðlim að lesa i gegnum þetta. Það eru nokkur ? sem þarf að leiðrétta.
Ok. ? voru 5. Meðlimir hópsins lásu í gegnum þetta áður en við sendum þetta inn en fannst ekkert að þessu. Ég er mjög móðguð...
Ég var ekki sú eina sem var með málfarsvillur enda held ég að allir hóparnir hafi þurft að leiðrétta málfarið hjá sér... eða nota þau orð sem kennarinn vildi að væru notuð því hún í raun leiðrétti þetta sjálf við þurftum bara að breyta og skila inn aftur. Ég talaði við einn kennara(Inger) sem sagði mér svo að þessi(AK) hefði spurt sig út í þetta með málfræðina mín og Inger sagði henni að vera ekkert að spá í málfræðina mín, sænska væri ekki mitt móðurmál og ég ætlaði ekki að vinna í Svíþjóð. En hvað gerir tussan(AK) röflar um að ég skrifi vitlaust... kræst..

Það er eins gott að ég sé á leiðinni heim og þokkaleg tilhlökkun þar á ferð. Verð mætt á klakann á morgun þriðjudag kl 15:25

02 apríl 2006

á heimleið ... aftur... :o)

Ég ætti kannski að fara að koma mér í að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa á föstudaginn.
Málið er nefnilega það að ég er að koma heim í tæpa viku... 4. - 10. apríl :) Mömmu fannst ekki nógu gott að ég væri bara að hanga hér og gera ekki neitt í tæpar 2 vikur svo hún vildi fá mig heim í staðinn. Og þar sem að ég er engan vegin fyrir stórar ákvarðanir sem eru teknar á stuttum tíma þá var þetta frekar erfitt og stressandi. En eftir smá hugsum þá var þetta ákveðið... ég mun flúga í gegnum Osló... alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt ;) Og svo er ég búin að panta mér klippingu sem var ágætt... ég treyti ekki fólkinu hér :/ og ef ég færi ekki fyrr en í júní þá færi hárið orðið þokkalega vel úr sér vaxið og vitlaust.

Í gærkvöldi var mér og Gauta boðið í mat til Öllu... allir hinir voru uppteknir, þe Ragnar í afmæli og Bjössi og Rakel á Íslandi. Það var bara mjög góður matur hjá henni.

Svo núna er planið að taka til og þrýfa. Marie ætlaði að koma í mat í kvöld en hún komast síðan ekki. Svo á morgun á að klára að setja saman verkefnin og skila inn.
Og þessa stundina er alveg grenjandi rigning.