19 apríl 2006

Komin frá Berlín og m&p á leiðinni

Það var mjög gaman í Berlín. Ég og Alla lögðum af stað þanngað á miðvikudaginn eftir hádegi. Fyrst fórum við með lest til Köben og flugum svo þaðan. Flugvöllurinn í Berlín(1 af 3) var þannig að við þurftum að fara út í rútu sem flutti okkur upp að flugstöðvarbyggingunni. Okkur tókst svo að finna underground-ið og kaupa viku miða í almenningssamgögnu kerfið og koma okkur á réttan stað. Ég nenni ekki alveg að skrifa alla ferða söguna hér en ég get svona sagt þetta í grófum dráttum.
Við sáum Berlínarmúrinn eða það sem er eftir af honum, ég held að áhugi minn á að sjá múrinn hafi verið aðeins misskildur í byrjun. Ég vildi bara sjá hann en ég hafði engan áhuga á mynjagripum um múrinn. Svo sá ég líka Brandenburgar hliðið, þinghúsið (fór inn), Postamer plats, Under den Linden, Dýragarðinn, kastalana í Postam, kyrkju sem eyðilagðist í stríðinu og... ég er örugglega að gleyma einhverju.

En mamma og pabbi eru að koma á eftir og þau verða hér til mánudags. Ég býst ekki við að skrifa mikið hér á meðan þau eru hér. En ég mun setja inn myndir frá Berlín fljótlega.

Skrifa meira seinna