Þá er ég komin frá Íslandi, en það var alveg nauðsinlegt að komast aðeins heim... hefði meiglað hér. Ég gerði kannski ekki mikið heima en ég hitti þessar helstu vinkonur mínar... reyndar ekki allar. Hitti líka Daða en hann hef ég ekki hitt í ár eða meira. Þó að ég hefði svo sem ekki gert mikið þá var þetta ekki hangs. Ég fékk loks að sjá íbúðina hennar Hildar B, en síðan hún flutti inn hefur allaf staðið illa á þegar ég hef verið heima... enginn tími eða hún ekki á landinu.
Og núna er ég búin að prufa að fara í gegnum Osló og það gekk bara vel. Og núna kemst Osló á listan yfir borgir sem ég hef komið til... meira að segja hef ég labbað í miðborginni... frá rútustöðinni yfir á lestastöðina og til baka aftur :)
En svo er Berlin á morgun... já það er mikið að gera hjá mér... fyrst skóli um morguninni milli 8:30 og 12 og svo er lest um kl 13:30 til Köben og þaðan flug til Berlin. Kem svo aftur aðfaranótt þriðjudags ca kl 2 og á að mæta í skólann 8:30... vá hvað ég verð mygluð í skólanum... En það verður þess virði :o)