Vá hvað það getur verið erfitt þegar manni langar að dansa en nennir því samt engan veginn. Ég er búin að dansa mikið þessa vikuna til að taka upp tíma sem að ég missti úr þegar ég var heima og í Berlín. Á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að fara í dans en ég nennti því eiginlega ekki ég ákvað að koma mér af stað en var alltaf nærri búin að snúa við... Svo þegar ég átti 2m eftir í hurðina þá hugsaði ég "kannski er dansinn ekki á sama tíma og ég er vön á mánudögum!!!" og viti menn ég hafði rétt fyrir mér ég var 10-15 mín of sein og of mikið búið af upphituninni svo ég ákvað að fara bara heim. Djöfullinn vann í þetta skiptið en engillinn stóð sig samt mjög vel að sannfæra mig. Ég hef bara aldrei séð neinn mæta of seint í tíma, svo ég gat ekki hugsað mér að troða mér þarna inn.
Annar þá voru mamma og pabbi hér um dagin... svolítið langt síðan ég hef skrifað... Það var mjög gott að fá þau í heimsókn, mér tókst reyndar aldrei að fá þau að ferðast um í sporvagni en það verður bara að láta reyna á það næst :þ
Það er mjög gott að fá foreldra sína í heimsókn af og til, þá eignast maður kannski hluti sem maður hefur verið að spá í að kaupa en talið sig getað verið án í smá tíma í viðbót ;) Við fórum til Marstrand sem er lítil eyja hér rétt fyrir norðan Gautaborg en á henni eru engir bílar en eitt stórt virki sem létt er að týnast í ef maður skilur ekki kortið eða einfaldlega hefur það ekki. Svo var auðvitað farin ein ferð í IKEA og keypt skápahurð og stóll. Kíktum á Volvo-safnið sem ekki var auðvelt að finna enda voru göturnar, skiltin og kortið ekki alveg sammála. Svo fórum við út að borða á Heaven 23 sem er fínn veitingastaður sem minnir mig á Perluna nema hann snýst ekki... en með gott útsýni af 23ju hæð. Mjög góður matur.
Ég fór á IceAge 2 með Öllu á miðvikudaginn, þetta er mjög góð mynd :) Ég ætlaði að vera búin að horfa á hina aftur áður en ég færi en hef ekki haft tíma.
Ég er núna í barna-heyrnarfræði sem er mjög áhugaverð að mínu mati... fullt að lesa. Við vorum að heyrnarmæla(screena) börn á leikskóla í gær, bara svo við fengjum að æfa okkur. 2 saman í hóp og hvor mældi 2 börn. Ég og Marie vorum saman, ég tók fyrsta strákinn og það var ekkert vandamál enda skildi hann vel fyrir mælin, taka kubb úr pokanum og leggja hann niður í tilteknar holur þegar hljóð heyrðist í hátalaranum. Svo kom næsti stákur sem Marie mældi, með þessar líka geðveiku lamba krullur í hárinu... hann var svo sætur.. tók smá tíma að fatta hvað hann ætti að gera en svo kom það og þá sagði hann í hvert skipti sem tónn heyrðist "jag hörde det!"(ég heyrði þetta)... þvílík dúlla. Svo átti ég að taka næsta en við ákváðum að það væri betra að láta Marie mæla hann því hann var ekki með sænsku sem móður mál og ekki var víst hve mikið hann skildi. Hann skildi örugglega ekki hvað hann ætti að gera svo það endaði með því að hann beinti á heyrað þegar hljóð heyrðist. Svo síðasta barnið var stelpa sem var mjög feimin, fóstran þurfi að koma með inn í herbergið. En mér tókst vel að ná til hennar og allt gekk vel. Marie vill meina að börnum líði vel í kringum mig og þess vegna sér hún mig vel fyrir sé sem barnaheyrnarfræðing, sem er auðvitað bara gott mál :)
Jæja þetta er nóg í bili... reyni að skrifa aftur fljótlega og setja inn myndir ;)