Ég ætti kannski að fara að koma mér í að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa á föstudaginn.
Málið er nefnilega það að ég er að koma heim í tæpa viku... 4. - 10. apríl :) Mömmu fannst ekki nógu gott að ég væri bara að hanga hér og gera ekki neitt í tæpar 2 vikur svo hún vildi fá mig heim í staðinn. Og þar sem að ég er engan vegin fyrir stórar ákvarðanir sem eru teknar á stuttum tíma þá var þetta frekar erfitt og stressandi. En eftir smá hugsum þá var þetta ákveðið... ég mun flúga í gegnum Osló... alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt ;) Og svo er ég búin að panta mér klippingu sem var ágætt... ég treyti ekki fólkinu hér :/ og ef ég færi ekki fyrr en í júní þá færi hárið orðið þokkalega vel úr sér vaxið og vitlaust.
Í gærkvöldi var mér og Gauta boðið í mat til Öllu... allir hinir voru uppteknir, þe Ragnar í afmæli og Bjössi og Rakel á Íslandi. Það var bara mjög góður matur hjá henni.
Svo núna er planið að taka til og þrýfa. Marie ætlaði að koma í mat í kvöld en hún komast síðan ekki. Svo á morgun á að klára að setja saman verkefnin og skila inn.
Og þessa stundina er alveg grenjandi rigning.