Það er farið að hlýna hér... búið að vera 5-7°C sl 2 daga og á að vera á morgun líka ;) Enda kominn sumartími og 2ja tíma munur milli Íslands og Svíþjóðar.
Partýið sem ég fór í á laugardaginn var bara fínt... fyrst vorum við í íbúðinni hjá strák sem heitir Tryggvi og svo þegar allir vorum komnir sem ætluðu að koma fórum við niður í kjallara í sal með sófum. Svo fórum við á Vårkalaset í Chalmers, sem er vorhátíð. Ég keypti miða að einhverjum sem var að fara í sporvagninn því það var orðið uppselt. Við komumst ekki öll úr partýinu því það voru ekki allir búnir að kaupa miða ... svo ég var eina stelpan með 4 strákum... og það var ca hvernig kynjahlutfallið var þarna inni þar sem stór hluti Chalmerista eru karlkyns.
Það var ótrúlega þæginlegt í skólanum í dag þegar ég sofnaði í hádeginu í sófanum í kaffiteríunni með úlpuna yfir hausnum... hrikalega var það gott... þar til síminn hringdi. Ég tók upp símann og sá ég að Marie var að hringja og var viss um að hún væri að fíflast í mér, því jú hún sat auðvitað þarna við borðið... en neinei hún var komin niður á bókasafn... ég var greinilega alveg út úr heiminum... Enda var ég miklu hressari en Marie og Sofia þegar við fórum á kaffihús eftir skóla... þær voru þvílikt meiglaðar.
En frá og með morgundeginum og til 12. apríl er fólk velkomið í heimsókn. Það er enginn skóli en við eigum að vera að gera 2 verkefni... erum að verða búnar með það fyrsta og hitt verður líklega fljótgert... vá ég er ekki alveg klár á hvað ég á að gera nema að dansa á mánudögum og fimmtudögum. Kannski að ég fari að lesa fyri næsta kúrs... barna-heyrnarfræði... sem ég hlakka mest til ;)