Stundum er sænskan mjög einkennileg og ekki alveg samkvæm sjálfri sér... Í fyrra var ég allaf að segja "jag går till Island" (ég fer til Íslands) en það var allaf verið að segja mér að maður ætti að segja "jag åker till Island" þar sem "går" þýðist sem ganga og auðvitað gengur maður ekki til Íslands. Það var of sem ég notaði "gå" í staðinn fyrir "fara"(ísl) en átti að nota "åka" því það er ekki til neitt almennt orð yfir að koma sér frá A til B eins og í íslensku og ensku... fara og go.
Svo í dag var ég og Marie að rölta úr skólanum í átt að stoppistöðinni... þegar hún segir "där går min buss" og þá hófst smá umræða... strætó gengið burt... flugvél getur víst gengið líka (När går flygplanet... hvenær fer flugvélin) en ég má ekki "gå" til Íslands... Þegar við fórum í gegnum þessa umræðu þá fattaði Marie að hún hafði ekki pælt í þessu áður og fannst þetta sjálfri frekar einkennilegt... En ég verð víst að lifa bara við þetta :/