... já það er ennþá kalt, -13°C í morgun.
Við vorum á síðustu kynningunni hjá heyrnartækjaframleiðandanum í þessari lotu.
Svo fórum við nokkrar upp í skóla til þess að klára að ákveða heyrnartæki fyrir sjúklingana sem við eigum að hitta á morgun og skoða prógrömmin smá og æfa sig. Svo þegar ég var búin að ákveða 1 og var næstum því búin að ákveða hitt fékk ég að vita að tölvukerfið krassaði hjá þeim sem ég á að vera hjá á morgun og þau sáu ekki fram á að það væri komið í lag á morgun svo þau afbókuðu alla sjúklingana í morgun... svo það verður enginn praktíkdagur á morgun... sem hefur sína kosti og galla. Við sem fáum ekki að fara í praktík núna veðum samt að gera verkefnið og skila inn upplýsingum um valin heyrnartæki... þetta verður eitthvað skrautlegt.
Svo gerðist ég svo fræg að fara í sund í dag, fyrsta skipti í Gautaborg. Þetta er aðeins öðruvísi en á Íslandi enda fer fólk bara í sund til að synda ekki bara slappa af. Ég sem sagt komst að því að það er mjög erfitt að synda með hausinn upp úr allan tímann(mig vantaði sundgleraugu) en það virtust allir synda svoleiðis... frekar furðulegt.
Ég skrapp svo heim til Öllu áðan í smá heimsókn. Mér tókst að reka mig í fjarstýringuna hennar af DVD-spilaranum og hún datt akkúrat ofan í kókomjólkurglas... þvílík óheppni sérstaklega þar sem glasið var hálffullt. Við þurkuðum fjarstýringuna en hún vildi ekki virka... eftir smá tíma prófaði ég hana aftur og þá virtist hún virka ágætlega... ég meina hver hefur ekki gott af kókómjólk.