Heglin var nú bara í rólegri kanntinum. Á föstudaginn fór ég með Marie til Johans og við horfðum á 2 myndir sem hann náði í á netinu... já sem sagt hann á ekki sjónvarp svo hann downloadar bara þeim þáttum og myndum af netinu sem honum langar að sjá. Í þetta sinn sáum við Transamerika sem var allt í lagi fyrir utan mónótónarödd leikkonunnar, svo sáum við Fun with Dick and Jane sem var líka ágæt... svolítið mikið rugl.
Á laugardaginn fór ég svo í bíó með Öllu og Rakel, en Rakel var ein heima svo við dróum hana með okkur... það er ekki holt að hanga heima og læra á laugardagskvöldi... Við sáum Prime... sem heitir á sænsku Nära og kära (Nær og kær) Hún var bara mjög fín... mæli alveg með henni. Svo eftir bíó röltum við um bæinn og það endaði með að við röltum heim. En það var skít kalt... eins og er búið að vera undanfarið.
Svo í gærkvöldi fékk ég loksins kvöldmatinn sem Ragnar skuldaði mér frá því að gardínusaumurinn átti sér stað, fyir jól. Fór til hans að horfa á One Tree Hill eins og venjulega og svo bauð hann mér í mat í leiðinni. Og þar sem hann skuldaði mér líka nudd þá ákvað hann bara að klára þetta og nuddaði á mér bakið... Svo nú skuldar hann mér ekkert lengur. Ég kom með þá hugmynd að gera þetta að vana að borða saman yfir OTH þar sem það er kl 19... en honum fannst hugmyndin ekkert sérstaklega góð :Þ
Svo er nýr áfangi að byrja í dag, vísindalegarkenningar og vísindalegaraðferðir, og í honum verð ég fram að páskum.