28 nóvember 2007

Pína

Ég er með tannpínu... ég hef ekki verið með tannpínu í mörg ár, var ég að komast að. Hrikalega er þetta vont.

Ég er að fara til Växjö á föstudaginn og verð þar yfir helgina. Ég mun hitta Marie þar en við erum að fara að baka piparkökur og föndra. Hlakka til að hitta hana, mér finnst enn skrítið að hún sé flutt héðan, venst því örugglega aldrei.

Annars er veðrið ekkert skemmtilegt, það er kallt og það rignir. Búið að fara niður fyrir 0°C... sem væri allt í lagi ef það kæmi nú snjór.

Á sunnudaginn fór ég út í apótek og þegar ég kom út lengi ég í "gallup"-könnun. Ég hef aldrei lent í jafn fáránlegri könnun, sem var ekki búin til fyrir apótek heldur bara verlsun yfirhöfuð. T.d. var þetta ánæguleg heimsókn? (Halló!!! þetta er apótek, hvað er ánægulegt við að fara í apótek og þurfa að kaupa lyf?) fleiri spurningar voru svipaðar. Ég veit ekki alveg hvort að þetta hafi verið sanngjörg könnun eða hvort apótekið hafi fengið sanngjarna einkunn, þar sem ég hef ekkert á móti apótekinu, en ég hafði enga ánægju af heimsókninni og bjóst svo sem ekkert við því heldur.
Hún sem gerði könnunina fannst spurningarnar jafn fáránlegar og mér, en hvað maður gerir það bara gerir það besta úr þessu og hlær... :þ

Vá tíminn er svo fljótur að líða... og ég er að fara í próf eftir innan við 2 vikur og það var svo langt í prófið, það eru bara 2 fyrirlestrar eftir í þeim kúrsi.
Svo eru bara rétt rúmar 2 vikur þanngað til mamma og Lilja koma í heimsókn, og bara 3 vikur í að ég komi heim í jólafrí... Og ég sem hélt að það væri svo langt í þetta allt saman... Ég þarf að reyna að fylgja með...

Þetta tímaflug er ein af ástæðum fyrir að ég skrifa ekki svo oft hérna... áður en maður veit af er ein vika búin og svo önnur og önnur... osfrv...
Sem þýðir líka að vikur tvær í jólafríinu eiga eftir að hverfa á "no time"...

18 nóvember 2007

Tíminn líður áfram...

Ég byrjaði í kúrsi í Tölfræði í sl viku. Ég er annað hvort yngst í bekknum eða næst yngst. Það eru 3 karlmenn, einn á mínum aldri, annar nær fertugu og svo þriðji nálægt eftirlaunaaldrinum. Restin eru 28 konur svona 35-60 ára. Fyrir utan að fólk virðist þekkja hvort annað, það eru örugglega 3 hópar sem þekkjast. Þannig að maður er frekar einn á báti þarna. Við munum fá heimapróf í kúrsinum en við fáum það síðasta daginn, það var einhver sem spurði hvort við gætum ekki fengið það í byrjun til að geta spurt spurninga á meðan kúrsinn er í gangi... ein að reyna að komast létt undan prófi.

Ég er búinn að vera að drepast úr vöðvabólgu núna í 2 vikur, þannig að ég fór í nudd á föstudaginn, ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt. Fer örugglega aftur í vikunni... spurning hvort ég ætti að tala við sjúkraþjálfara í staðinn til að vinna á öxlinni...

Annars fór ég í 2 innfluttningspartý í gær hjá bræðrum. Fyrsta var í Kungsbacka en Peter flutti þanngað með kærustunni núna í haust. Við byrjuðum á að fara í keilu, get ekki sagt að mér hafi gengið vel kannski hafði öxlin eitthvað með það að gera, en ég skemmti mér vel sem er auðvitað mikilvægast. Svo fengum við tacos-buffé, ótrúlegt hve karlmenn geta borðað mikið. Síðan fóum við heim til Peters en fleiri komu svo þanngað. Síðan var haldið til Gautaborgar og skroppið heim til að taka sig til og svo var partý hjá Henrik. Og svo var auðvitað farið niður í bæ að vanda. Kom svo heim um 4... en ég og Therese vorum aðeins lengur en hinir, sátum legin og voru að spjalla við hina og þessa gaura, og auðvitað fannst þeim svakalega merkilegt að ég væri frá Íslandi.

Liseberg opnaði á föstudaginn... ég er ekki búin að fara ennþá þar sem að ég á ekki árskort en það kostar 70 kr inn. Reyni að redda mér árskorti, þó að það sé ekki nema bara lán. Svo er líka búið að kveikja jólaljós um borgina, reynar er ekki búið að kveikja öll en þetta er orðið mjög huggulegt hérna.

Bara mánuður í að ég komi heim :)

10 nóvember 2007

Búin í Lundi

Þá er ég búin að fara í síðasta skipti til og frá Lundi í þessu kúrsi. Kúrsinn þar kláraðist í gær, en við vorum 2 sem vorum að hætta. Það er einn dani búinn að vera með þeim í einhverjum kúrsum, þeas eitthvað meira en ég. Þannig að á fimmtudaginn fórum við út að borða í hádeginu, það komust því miður ekki allir en fínt að gera eitthvað með hópnum svona undir lokin.
Þannig að núna er ég búin með fyrstu 11 einingarnar í masternum og bara 79 eftir í bóklegu plús 30 eininga ritgerð (þeas ein önn)

Eitt skil ég ekki alveg, ég er sem sagt búin að vera með myspace síðu síðan einhvern tíman í sumar/vor, fyrir þá sem ekki vissu það þá er hún myspace.com/krissapals, ekki það að ég noti þessa síðu mikið. En á innan við viku núna hafa 4 gaurar búsetir í Svíþjóð sem mér privat-skilaboð í von um eitthvað meira. Ég get nú ekki alveg sagt að ég hafi áhuga að hitta fólk í gegnum myspace, og fyrir utan er ástæða að allt á síðunni er á íslensku. Einn byrjaði á eftirfarandi hátt:
"My name is Kais I'm single man living in Sweden. I want we know each other to be good friends then we will see what is next in our lives, If we will have good understand between us..."
Fólki er ekki viðbjargandi...
Ég ætla frekar að sjá hvort maður hitti ekki einhvern fínan gaur á djamminu í kvöld... er sem sagt að fara á djammið með stelpunum.

heyrumst seinna