10 nóvember 2007

Búin í Lundi

Þá er ég búin að fara í síðasta skipti til og frá Lundi í þessu kúrsi. Kúrsinn þar kláraðist í gær, en við vorum 2 sem vorum að hætta. Það er einn dani búinn að vera með þeim í einhverjum kúrsum, þeas eitthvað meira en ég. Þannig að á fimmtudaginn fórum við út að borða í hádeginu, það komust því miður ekki allir en fínt að gera eitthvað með hópnum svona undir lokin.
Þannig að núna er ég búin með fyrstu 11 einingarnar í masternum og bara 79 eftir í bóklegu plús 30 eininga ritgerð (þeas ein önn)

Eitt skil ég ekki alveg, ég er sem sagt búin að vera með myspace síðu síðan einhvern tíman í sumar/vor, fyrir þá sem ekki vissu það þá er hún myspace.com/krissapals, ekki það að ég noti þessa síðu mikið. En á innan við viku núna hafa 4 gaurar búsetir í Svíþjóð sem mér privat-skilaboð í von um eitthvað meira. Ég get nú ekki alveg sagt að ég hafi áhuga að hitta fólk í gegnum myspace, og fyrir utan er ástæða að allt á síðunni er á íslensku. Einn byrjaði á eftirfarandi hátt:
"My name is Kais I'm single man living in Sweden. I want we know each other to be good friends then we will see what is next in our lives, If we will have good understand between us..."
Fólki er ekki viðbjargandi...
Ég ætla frekar að sjá hvort maður hitti ekki einhvern fínan gaur á djamminu í kvöld... er sem sagt að fara á djammið með stelpunum.

heyrumst seinna