Ég er með tannpínu... ég hef ekki verið með tannpínu í mörg ár, var ég að komast að. Hrikalega er þetta vont.
Ég er að fara til Växjö á föstudaginn og verð þar yfir helgina. Ég mun hitta Marie þar en við erum að fara að baka piparkökur og föndra. Hlakka til að hitta hana, mér finnst enn skrítið að hún sé flutt héðan, venst því örugglega aldrei.
Annars er veðrið ekkert skemmtilegt, það er kallt og það rignir. Búið að fara niður fyrir 0°C... sem væri allt í lagi ef það kæmi nú snjór.
Á sunnudaginn fór ég út í apótek og þegar ég kom út lengi ég í "gallup"-könnun. Ég hef aldrei lent í jafn fáránlegri könnun, sem var ekki búin til fyrir apótek heldur bara verlsun yfirhöfuð. T.d. var þetta ánæguleg heimsókn? (Halló!!! þetta er apótek, hvað er ánægulegt við að fara í apótek og þurfa að kaupa lyf?) fleiri spurningar voru svipaðar. Ég veit ekki alveg hvort að þetta hafi verið sanngjörg könnun eða hvort apótekið hafi fengið sanngjarna einkunn, þar sem ég hef ekkert á móti apótekinu, en ég hafði enga ánægju af heimsókninni og bjóst svo sem ekkert við því heldur.
Hún sem gerði könnunina fannst spurningarnar jafn fáránlegar og mér, en hvað maður gerir það bara gerir það besta úr þessu og hlær... :þ
Vá tíminn er svo fljótur að líða... og ég er að fara í próf eftir innan við 2 vikur og það var svo langt í prófið, það eru bara 2 fyrirlestrar eftir í þeim kúrsi.
Svo eru bara rétt rúmar 2 vikur þanngað til mamma og Lilja koma í heimsókn, og bara 3 vikur í að ég komi heim í jólafrí... Og ég sem hélt að það væri svo langt í þetta allt saman... Ég þarf að reyna að fylgja með...
Þetta tímaflug er ein af ástæðum fyrir að ég skrifa ekki svo oft hérna... áður en maður veit af er ein vika búin og svo önnur og önnur... osfrv...
Sem þýðir líka að vikur tvær í jólafríinu eiga eftir að hverfa á "no time"...