Ég byrjaði í kúrsi í Tölfræði í sl viku. Ég er annað hvort yngst í bekknum eða næst yngst. Það eru 3 karlmenn, einn á mínum aldri, annar nær fertugu og svo þriðji nálægt eftirlaunaaldrinum. Restin eru 28 konur svona 35-60 ára. Fyrir utan að fólk virðist þekkja hvort annað, það eru örugglega 3 hópar sem þekkjast. Þannig að maður er frekar einn á báti þarna. Við munum fá heimapróf í kúrsinum en við fáum það síðasta daginn, það var einhver sem spurði hvort við gætum ekki fengið það í byrjun til að geta spurt spurninga á meðan kúrsinn er í gangi... ein að reyna að komast létt undan prófi.
Ég er búinn að vera að drepast úr vöðvabólgu núna í 2 vikur, þannig að ég fór í nudd á föstudaginn, ég get ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt. Fer örugglega aftur í vikunni... spurning hvort ég ætti að tala við sjúkraþjálfara í staðinn til að vinna á öxlinni...
Annars fór ég í 2 innfluttningspartý í gær hjá bræðrum. Fyrsta var í Kungsbacka en Peter flutti þanngað með kærustunni núna í haust. Við byrjuðum á að fara í keilu, get ekki sagt að mér hafi gengið vel kannski hafði öxlin eitthvað með það að gera, en ég skemmti mér vel sem er auðvitað mikilvægast. Svo fengum við tacos-buffé, ótrúlegt hve karlmenn geta borðað mikið. Síðan fóum við heim til Peters en fleiri komu svo þanngað. Síðan var haldið til Gautaborgar og skroppið heim til að taka sig til og svo var partý hjá Henrik. Og svo var auðvitað farið niður í bæ að vanda. Kom svo heim um 4... en ég og Therese vorum aðeins lengur en hinir, sátum legin og voru að spjalla við hina og þessa gaura, og auðvitað fannst þeim svakalega merkilegt að ég væri frá Íslandi.
Liseberg opnaði á föstudaginn... ég er ekki búin að fara ennþá þar sem að ég á ekki árskort en það kostar 70 kr inn. Reyni að redda mér árskorti, þó að það sé ekki nema bara lán. Svo er líka búið að kveikja jólaljós um borgina, reynar er ekki búið að kveikja öll en þetta er orðið mjög huggulegt hérna.
Bara mánuður í að ég komi heim :)