28 febrúar 2008

Tími til kominn...

Það virðist einhvern vegin vera að þegar maður skrifar ekki lengi á síðuna sína þá fer maður að taka betur eftir því hverjir lesa bloggið hjá manni. Ótrúlegasta fólk hefur bent mér á að það sé orðið frekar langt síðan ég skrifaði síðast og það er alveg rétt.

Ég er sem sagt enn á Íslandi þó að það styttirst í vikuferð mína til Stokkhólms. Ég er enn að vinna en þó ekki með börnin, það var bara tímabundið verkefni.
Núna sit ég uppi í vinnu hjá pabba og er að læra, þessu eftirmiðdagur gekk þó hlutfallslega betur en allur síðati mánudagur í lærdómi.
Ég er á skrautskriftarnámskeiði og er að fara á það kl 17:15, svo er ég að fara á Pabbann í kvöld með Erlu frænku. Hlakka rosalega mikið til þó að ég sé ótrúlega þreytt eftir daginn. Fyrst vinna, svo læra, svo kemur námskeið og eftir það Leikhús.
Ég fór í leikhús með JHildi um daginn, við sáum Ladda sem var auðvitað snilldar sýning. Ótrúlegt hvað ég er orðin menningarleg núna, 2 leikhúsferðir með mánaðar milli bili :D Hef ekki farið í leikhús síðan ég sá Með fullan vasa af grjóti hér um árið.

Annars er ekkert svo mikið að frétta þannig. Jú ég verð ein heima um helgina þar sem m&p eru farin til Köben. Lítið palnað um hlegina.

En núna þarf ég að fara að yfirgefa skrifstofuna hans pabba og koma mér á skrautskriftar námskeiðið.